Fara í efni

Bæjarstjórn

492. fundur 14. apríl 1999

Miðvikudaginn 14. apríl 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:10.

Mættir voru Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen,  Jens Pétur Hjaltested, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson mætti á fundinn kl.17:20.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.


1. Lögð var fram 266. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 30. mars 1999 og var hún í 7 liðum.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri gerði grein fyrir fundargerðinni.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson.
Afgreiðslu 4 liðar fundargerðarinnar var frestað, aðrir liðir voru samþykktir samhljóða.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri upplýsti að borist hefði samþykki tónlistarkennara á tilboði fjárhagsnefndar sbr. 1. lið fundargerðarinnar.

2. Lögð var fram 743. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 31. mars 1999 og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tók Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.


3. Lagðar voru fram 24., 25. og 26.  fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness dagsettar 15., 29. og 31. mars 1999 og voru þær í 9, 4 og einum lið.
Til máls um fundargerðina tóku Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir.
8. liður fundargerðarinnar frá 15. mars var samþykktur samhljóða og óskað eftir kostnaðaráætlun frá skólanefnd.  Aðrir liðir fundar-gerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
2. liður a. og b. fundargerðarinnar frá 29. mars voru samþykktir samhljóða, aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 Fundargerðin frá 26. mars gaf ekki tilefni til samþykktar.


4. Lagðar voru fram 8. og 9. fundargerðir Æsís dagsettar 24. febrúar og 16. mars 1999 og voru þær í 3 og 2 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tók Högni Óskarsson og lögðu fulltrúar Neslistans fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn harma að við skipan í undirbúningsnefnd til skipulags fræðaseturs í Gróttu skuli meirihluti Sjálfstæðismanna hafa farið eftir þröngum flokkslínum og skipað einungis sína flokksmenn, en ekki tekið tillit til sjónarmiða minnihluta né haft að leiðarljósi þörf fyrir nefndarmenn með bakgrunn í náttúruvísindum.“
 Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)  Högni Óskarsson (sign).

 Til máls um bókunina tóku Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson.

 Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fjölga fulltrúum í undirbúnings-nefndinni um einn og verður hann tilnefndur af minnihlutanum.


5. Lögð var fram 18. fundargerð Húsnæðisnefndar Seltjarnarness dagsett 23. mars 1999 og var hún í 3 liðum.
Til máls um fundargerðina tók Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


6. Lögð var fram 3. fundargerð Heilbrigðisnefndar  Kjósarsvæðis dagsett 16. mars 1999 og var hún í 4 liðum.
Til  máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Erna Nielsen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram 144. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett miðvikudaginn 17. mars 1999 og var hún í 2 liðum.
Jafnframt voru lagðar fram lykiltölur úr ársreikningi 1998.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


8. Lögð var fram 195. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 11. mars 1999 og var hún í 5 liðum.
Jafnframt var lagt fram lokunaruppgjör yfir rekstur og framkvæmdir í Bláfjöllum 1998.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri lagði fram samanburð á launum á Seltjarnarnesi og í Garðabæ sbr. fyrirspurn í 8. lið síðustu bæjarstjórnar-fundargerðar.


Fundi var slitið kl.l8:00  Álfþór B. Jóhannsson.

Sigurgeir Sigurðsson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Erna Nielsen (sign)
Högni Óskarsson (sign)
Jónmundur Guðmarsson (sign) 
Jens Pétur Hjaltested (sign)   
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?