Miðvikudaginn 24. mars 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru Sigurgeir Sigurðsson, Gunnar Lúðvíksson, Erna Nielsen, Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Högni Óskarsson, lagði fram eftirfarandi bókun:
„Á síðasta fundi bæjarstjórnar þ. 10. mars s.l. lagði meirihluti sjálfstæðismanna fram lokaafgreiðslu á deilum milli samninga-nefndar kennara annars vegar og fjárhags og launanefndar hins vegar um túlkun á ákveðnu atriði í nýgerðum samningum.
Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til niðurstöðu málsins. Hins vegar er mótmælt harðlega mjög ólýðræðislegri meðferð sjálfstæðismanna á þessu viðkvæma deilumáli er þeir tóku málið frá fjárhags- og launanefnd og gjörbreyttu þeirri stefnu sem nefndin hafði verið samstiga um að fylgja eftir. Ekki var haft formlegt samráð við nefndina, né óformlegt samráð við alla nefndarmenn. Með þessu hefur meirihluti sjálfstæðismanna gert atlögu að þeirri samheldni sem hefur ríkt og verið nauðsynleg innan nefndarinnar í samningamálum og ber einn ábyrgð á þeim afleiðingum sem af hljótast, hvort heldur í samstarfi innan bæjarstjórnar eða í þeim samningum sem bæjarstjórn mun þurfa að taka þátt í á þessu kjör-tímabili.”
Högni Óskarsson (sign)
fulltrúi Neslistans í fjárhags- og launanefnd.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarnadi bókun:
„Í framhaldi af bæjarstjórnarfundi þ. 10. mars s.l. var bæjarstjóra falið að senda kennurum við Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla bréf þar sem kynnt var breyting á orðalagi viðbótarsamnings við kennara vegna deilna um kjör.
Í bréfinu dagsettu þ. 11. mars 1999 sagði bæjarstjóri m.a.
“Bæjarfulltrúar létu í ljós áhyggjur yfir þeim truflunum sem deilan virðist hafa valdið í skólunum og sem m.a. kom fram í samræmdum prófum í 4. og 7. bekk Mýrarhúsaskóla í vetur.”
Þessi orð bæjarstjóra eru ekki rétt túlkun á umræðum í bæjarstjórn þann 10. mars. Báðir fulltrúar Neslistans tjáðu sig um málið en hvergi komu ofangreind sjónarmið fram. Með þessum órökstuddum dylgjum er bæjarstjóri í skjóli bæjarstjórnar að vega að starfsheiðri kennara við grunnskóla Seltjarnarness.
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness lýsa því yfir að þeir beri ekki ábyrgð á þessari túlkun bæjarstjóra um meint áhrif kjarabaráttu grunnskólakennara á skólastarf á Seltjarnarnesi og taka í engu undir hana.
Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Arnþór Helgason (sign).
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson og Jónmundur Guðmarsson.
2. Lögð var fram 238 fundargerð Skipulags-umferðar og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 18. mars 1999 og var hún í 9 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Erna Nielssen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram 243. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 17. mars 1999 og var hún í 9 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteins-dóttir, Jónmundur Guðmarsson, Erna Nielsen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram 125. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 18. mars 1999 og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram 194. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 11. febrúar 1999.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram 194. fundargerð stjórnar S.S.H. dagsett 26. febrúar1999 og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested, Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nilssen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram 42. fundargerð Samstarfsnefndar félags ísl. leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga dagsett 1. mars 1999 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram 135 fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 26. febrúar 1999 og var hún í 7 liðum.
Sunneva Hafsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
„1)Hefur bæjarstjóri látið gera samanburð á röðun í launaflokka hjá Seltjarnarnesbæ og Garðabæ eins og undirrituð hefur beðið um?
2) Ef samanburðurinn hefur farið fram hvenær má búast við að bæjarfulltrúar fái hann í hendur?
3) Ef samanburðurinn hefur ekki farið fram hvenær verður hann gerður?
Neslistinn lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar 25.11 1998 þar sem vakin var athygli á að við skoðun og samanburð nokkurra sveitarfélaga eru laun starfsmanna Seltjarnarness umtalsvert lægri en á Akranesi, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri. Í framhaldi af því bað undirrituð um á fundi starfskjaranefndar 22.12 1998 að gerður yrði samanburður milli Garðabæjar og Seltjarnarness sérstaklega. Bæjarstjóri lofaði að hafa samband við Launanefnd sveitarfélaga og fá þessar upplýsingar. Þær hafa ekki borist þrátt fyrir að undirrituð hafi oft leitað eftir því.
Nú síðast bar bæjarstjóri því við að hann væri að bíða eftir starfsmati því sem hefur nú legið fyrir frá 26. feb. 1999.
Svar óskast á næsta bæjarstjórnarfundi 14. apríl 1999.“
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign).
9. Lögð var fram 143. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 11. mars 1999 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Erna Níelsen og Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Erindi.
a. Lagt var fram bréf S.S.H. dagsett 3. mars 1999 um samstarf nefndarformanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
b. Lagt var fram bréf Almannavarna ríkisins dagsett 15. mars 1999 um að viðvörunarflautur almannavarna verði aftengdar frá 15. mars 1999 til 1. mars 2000.
c. Lagt var fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 17. mars 1999 um dag umhverfisins dagsett 25. apríl 1999.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson og Jónmundur Guðmarsson.
Bréfinu var vísað til Umhverfisnefndar og skólanefndar Seltjarnarnness.
d. Lagt var fram bréf Menntaþings dagsett 15. mars 1999 ásamt dagskrá.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Jónmundur Guðmarsson.
Erindinu var vísað til æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness.
e. Lagt var fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 16. mars 1999 um málefni almennings bókasafna.
Bréfinu var vísað til Menningarnefndar Seltjarnarness.
11. Lagt var fram bréf forystumanna 3. flokks knattspyrnudeildar Gróttu dagsett 19. mars 1999 um fótbolta einvígi milli flokksins og bæjarstjórnar Sumardaginn fyrsta.
Ákveðið var að verða við þessari beiðni.
12. Lagt var fram bréf Tæknideildar Kópavogs dagsett 24. mars 1999 ásamt drögum að samningi við Völ h/f um efnistöku í landi Kópavogs og/eða Seltjarnarness í Bolöldum norðan Vífilfells.
Samningsdrögin voru samþykkt samhljóða.
13. Bæjarstjórn sendir Seltjarnarnessókn og kirkju árnaðaróskir í tilefni af uppsetningu nýs orgels í Seltjarnarneskirkju.
Fundi var slitið kl: 18:03. Álfþór B. Jóhannsson (sign).
Sigurgeir Sigurðsson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Erna Nielsen (sign)
Högni Óskarsson (sign)
Jónmundur Guðmarsson (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)