Miðvikudaginn 10. mars 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru Erna Nielsen, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Sigrún Edda Jónsdóttir, Arnþór Helgason, Jónmundur Guðmarsson.
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lagðar voru fram 264. og 265. fundargerðir Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsettar 25. febrúar og 3. mars 1999 og voru þær í 3 og 6 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Arnþór Helgason, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson.
Samþykkt var samhljóða eftirfarandi bókun:
Síðasta málsgrein samkomulags við kennara frá fyrsta desember 1998 verður þannig:
„Kennarar ráðstafa sjálfir tímanum m.a. til eflingar foreldrasamstarfs mats á skólastarfi, námsgagnagerðar og fl. en gert er ráð fyrir að þeir geri skólastjóra grein fyrir þessum störfum í lok skólaárs“.
Bæjarstjóra var falið að tilkynna kennurum og skólastjórnendum um þessa breytingu.
Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða.
2. Lögð var fram 17. fundargerð Húsnæðisnefndar Seltjarnarness dagsett 23. febrúar 1999 og var hún í 4 liðum.
Jafnframt voru lagðar fram starfreglur Húsnæðisnefndar Seltjarnarness fyrir veitingu viðbótarlána frá Íbúðarlánasjóði.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar, en starfsreglurnar voru samþykktar samhljóða.
3. Lagðar voru fram 7. og 8. fundargerðir Menningarnefndar Seltjarnarness dagsettar 8. desember 1998 og 18. febrúar 1999 og voru þær í 4 og 8 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Arnþór Helgason, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
4. Lögð var fram 23. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 1. mars 1999 og var hún í 6 liðum.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram 124. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 25. febrúar 1999 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lagðar voru fram 47. fundargerð Starfskjaranefndar Seltjarnarness og 33. fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsettar 23. febrúar 1999 og voru þær í 5 og 7 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
7. Lögð var fram 2. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 16. febrúar 1999 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram 1. fundargerð samstarfsnefndar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 22. febrúar 1999 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lagt var fram fundarboð aðalfundar Æskulýðs og Félagsheimilis Seltjarnarness sem haldinn verður miðvikudaginn 17. mars n.k. í Félagsheimilinu og hefst kl. 17:00.
Fundarboðandi er bæjarstjórn.
10. Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leita kanna þær hugmyndir, sem nú eru auglýstar sem breyting á aðalskipulagi varðandi Reykjavíkurflugvöll og verði tillögurnar kynntar Umhverfis og skipulagsnefnd til þess að þær geti ályktað um þær. Vakin er athygli á því að frestur til að koma með athugasemdir rennur út 14. apríl 1999.
Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að láta fylgjast grannt með hugmyndum sem settar hafa verið fram um flutning Reykjavíkurflugvallar“.
Greinargerð.
Sú umræða sem hófst fyrir skömmu um þéttingu byggðar í Reykjavík um hugsanlegan flutning Reykjavíkurflugvallar snertir mjög íbúa Seltjarnarness. Landfylling í Skerjafirði hefði mikil áhrif á lífríki umhverfis Seltjarnarnes og aðflutningsvandinn yrði einungis fluttur til. Það ber því brýna nauðsyn til að Seltirningar fylgist með þessari umræðu og taki þátt í henni.
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Arnþór Helgason (sign)
Til máls um tillöguna tóku Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundi var slitið kl: 17:50. Álfþór B. Jóhannsson (sign).
Sigurgeir Sigurðsson (sign)
Erna Nielsen (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Jónmundur Guðmarsson (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Arnþór Helgason (sign)