Fara í efni

Bæjarstjórn

644. fundur 25. október 2006

Miðvikudaginn 25. október 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Brynjúlfur Halldórsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 643. fundar samþykkt.

 

1.           Lögð var fram fundargerð 98. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. október 2006 og var hún í 7 liðum.

Til máls tók: Árni Einarsson.

Liður 3 var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu vegna 5. liðar fundargerðarinnar:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að hafna beiðni Þyrpingar ehf. um leyfi til landfyllingar við Norðurströnd.

Bæjarstjórn felur Skipulags- og mannvirkjanefnd að vinna að mótun hugmynda um endurskipulagningu Eiðistorgs og uppbyggingu þjónustumiðsvæðis í anda aðalskipulagsins sem samþykkt var sl. vor.”

Greinargerð:

Ákvörðun um landfyllingu í þeim  mæli og á þeim stað sem tillaga Þyrpingar gerir ráð fyrir er umtalsvert frávik frá þeim línum sem nýlega hafa verið lagðar í skipulagsmálum á Seltjarnarnesi. Landfyllingar við Seltjarnarnes eru ekki á dagskrá samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi 2006-2024 fyrir Seltjarnarnes sem umhverfisráðherra staðfesti 16. maí sl. og voru ekki á stefnuskrám stjórnmálaflokka í bænum fyrir sveitarstjórnarkosningar fyrr á árinu.

Ekki virðist skynsamlegt að reisa stóra verslunarmiðstöð í vesturjaðri þjónustusvæðis sem skilgreint er frá Snorrabraut í Reykjavík og vestur um Seltjarnarnes, auka með því umferðarþunga, raska heildstæðri og fagurri strandlengju, breyta eðli byggðar á norðuströnd Seltjarnarness og hverfa frá markmiðum hins nýja aðalskipulags um heildstæðan og fjölbreyttan miðbæ á Seltjarnarnesi. Landfylling við Norðurströnd og bygging stórrar verslanamiðstöðvar þar getur haft áhrif á mótun miðsvæðis og hlutverk Eiðistorgs í bæjarmyndinni.

Framkvæmd og breyting af því tagi sem hér um ræðir krefst víðtækrar umræðu og almennrar sáttar í bæjarfélaginu. Tryggja þarf víðtækt samráð við íbúa bæjarins um skipulagsmál sem geta haft afdrifarík áhrif á þróun bæjarins. Hraða þarf stofnun samráðshóps bæjarbúa samkvæmt tillögu Neslista sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 11. september sl. að vísa til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

                     Árni Einarsson                Brynjúlfur Halldórsson

                              (sign)                             (sign)

 

Samþykkt að fresta afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar.

 

2.           Lögð var fram fundargerð 324.  fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 17. október 2006 og var hún í 9 liðum.

Til máls tók: Lárus B. Lárusson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

3.           Lögð var fram fundargerð 83. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 17. október 2006 og var hún í 3 liðum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 261. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 20. september 2006 og var hún í 18 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 262. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 4. október 2006 og var hún í 11 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 737. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. september 2006 og var hún í 16 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð xx. fundar landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. september 2006 og var hún í 15 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 219. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 18. október 2006 og var hún í 16 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

9.           Tillögur og erindi:

a)     Lögð voru fram drög að yfirlýsingu INEC, INEC Declaration on Open Networks Stockholm, frá nóvember 2006.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna.

b)    Lagt var fram bréf frá Landlæknisembættinu dagsett 5. október 2006 vegna útilistaverks, þar sem lagt er til að settur verði á fót starfshópur.

Fulltrúar D-lista verða þau Sólveig Pálsdóttir sem aðalmaður og Ólafur Egilsson til vara.

Fulltrúi Neslistans verður tilnefndur á næsta fundi. 

c)     Lagt var fram bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu dagsett 6. október 2006 þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa bæjarstjórnar Seltjarnarness í verkefnisstjórn um fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis við Grandaveg.

Samþykkt að fulltrúar Seltjarnarnesbæjar verði þau Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri og Berglind Magnúsdóttir formaður félagsmálaráðs.

d)    Lagt var fram bréf frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga, dagsett 20. september 2006 varðandi niðurstöðu gerðardóms.

e)     Lögð fram að nýju umsókn Neslindar ehf um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga í Rauða Ljóninu á Eiðistorgi, ásamt afritum Lögreglustjórans í Reykjavík af bréfum og yfirlitum eftirlitsmanna.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Lárus B. Lárusson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hafna umsókninni á sömu forsendum og á 642. fundi bæjarstjórnar.

 

f)      Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík vegna tækifæris veitingaleyfis fyrir Íþróttafélagið Gróttu í tilefni af herrakvöldi Gróttu 3. nóvember nk.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

 

Fundi var slitið kl.  17:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?