Fara í efni

Bæjarstjórn

645. fundur 08. nóvember 2006

Miðvikudaginn 8. nóvember 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Ólafur Egilsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

 

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

 

Fundargerð 644. fundar samþykkt.  

 

1.           Lögð var fram fundargerð 373. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 24. október 2006 og var hún í 19 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Ásgerður Halldórsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Samkvæmt 5. lið fundargerðarinnar er samþykkt samhljóða að Einar Norðfjörð verði fulltrúi Seltjarnarnesbæjar.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

2.           Lögð var fram fundargerð 183. (6.)  fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 24. október 2006 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

3.           Lögð var fram fundargerð 310. (4.)  fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 10. október 2006 og var hún í 5 liðum.

Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

4.           Lögð var fram fundargerð 311. (5.)  fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 23. október 2006 og var hún í 4 liðum.

Til máls tók: Lárus B. Lárusson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

5.           Lögð var fram fundargerð 65.  fundar stjórnar Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 20. október 2006 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

6.           Lögð var fram fundargerð 296. fundar stjórnar SSH., dagsett 2. október 2006 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 8. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 24. október 2006 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð sameiginlegs ársfundar Sorpu bs., Strætó bs., Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. og 30. aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 27. október 2006 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

9.           Tillögur og erindi:

a)     Lagt var fram bréf frá Atlantsolíu, dagsett 27. október 2006, þar sem sótt er um lóð á mótum Nesvegar og Suðurstrandar.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til umsagnar Skipulags- og mannvirkjanefndar.

b)    Tekin var til umræðu og afgreiðslu tillaga Neslista um landfyllingu frá 644. fundi bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Ólafur Egilsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Lárus B. Lárusson.

Lögð var fram eftirfarandi frávísunartillaga:

"Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur haft til faglegrar umfjöllunar beiðni Þyrpingar ehf. um leyfi til landfyllingar við Norðurströnd. Niðurstöðu af umfjöllun nefndarinnar er vænst innan tíðar en hún hefur unnið markvíst að málinu sem snýst að meginefni til um framtíðarstaðsetningu verslunar og þjónustu í bænum með aðaláherslu á eflingu miðbæjarkjarna á Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn telur ekki tímabært að taka tillögu fulltrúa Neslistans frá 644. bæjarstjórnarfundi til afgreiðslu fyrr en álit nefndarinnar liggur fyrir og er tillögunni því vísað frá.”

 

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa D-lista gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslista.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna afgreiðslu meirihluta sjálfstæðismanna um að vísa frá tillögu Neslistans þess efnis að bæjarstjórn hafni tillögu Þyrpingar ehf. um leyfi til landfyllingar við Norðurströnd.

“Afstaða meirihluta sjálfstæðismanna í þessu máli verður ekki túlkuð með öðrum hætti en að meirihlutinn ætlar að láta einkaaðila út í bæ stýra skipulagsmálum Seltirninga. Með þessari frávísun er í raun verið að lýsa yfir samþykki meirihluta sjálfstæðismanna fyrir landfyllingu við Norðurströnd. Með því að þora ekki að taka hér beina afstöðu eru þeir í raun að samþykkja þetta verklag í skipulagsmálum að aðrir en kjörnir fulltrúar hafi stefnumarkandi aðkomu í aðal- og deiliskipulagi bæjarfélagsins.

Ekki er úr vegi að rifja það upp að samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi fyrir árin 2006-2024 sem umhverfisráðherra samþykkti 16. maí s.l. er ekki gert ráð fyrir neinum landfyllingum.

Landfyllingar voru ekki heldur á stefnuskrá stjórnmálaflokka í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Fulltrúar Neslistans gagnrýna harðlega þetta stefnuleysi meirihluta sjálfstæðismanna í skipulagsmálum.”

         Guðrún Helga Brynleifsdóttir           Sunneva Hafsteinsdóttir

                          (sign)                                         (sign)

 

 

Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Meirihlutinn vísar á bug órökstuddum staðhæfingum um afstöðu meirihluta bæjarstjórnar í skipulagsmálum bæjarfélagsins og áréttar þá stefnu sína að ráða núverandi úrlausnarefnum til lykta í víðtækri sátt við bæjarbúa og með hagsmuni þeirra einna fyrir augum.”

Ásgerður Halldórsdóttir                  Sigrún Edda Jónsdóttir   Lárus B. Lárusson

              (sign)                                (sign)                             (sign)

                      Þór Sigurgeirsson                   Ólafur Egilsson

                              (sign)                                     (sign)

 

 

c)     Lögð fram umsókn Neslindar ehf. um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga í Rauða Ljóninu á Eiðistorgi á grundvelli áætlunar um breytta starfsemi, sem kynnt er með framlögðu bréfi.

Til máls tóku: Lárus B. Lárusson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hafna umsókn um endurnýjun á vínveitingaleyfi, á sömu forsendum og á 642. og 644. fundum bæjarstjórnar.

d)    Tilnefndir voru fulltrúar Neslista í starfshóp vegna útilistaverks, samkvæmt bréfi sem lagt var fram  í 9. lið b. á 644. fundi bæjarstjórnar.

Fulltrúar Neslistans verða þau Unnur Pálsdóttir og Brynjúlfur Halldórsson.

 

Fundur bæjarstjórnar sem áætlaður var 22. nóvember nk. verður þann 29. nóvember n.k. . 

 

Fundi var slitið kl.  17:45



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?