Fara í efni

Bæjarstjórn

648. fundur 17. janúar 2007

Miðvikudaginn 17. janúar 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 647. fundar samþykkt.

  1. Lögð var fram fundargerð 101. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. janúar 2007 og var hún í 6 liðum.

    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

    Tekinn var til afgreiðslu 8. liður 100. fundar.

    Samþykkt samhljóða að veita heimild til grenndarkynningar.

  2. Lögð var fram fundargerð 326. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 13. desember 2006 og var hún í 8 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  3. Lögð var fram fundargerð 314. (8). fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 14. desember 2006 og var hún í 5 liðum.

    Til máls tók: Lárus B Lárusson.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  4. Lögð var fram fundargerð 315. (9). fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 8. janúar 2007 og var hún í 7 liðum.

    Til máls tók: Lárus B Lárusson.

    Samþykkt samhljóða að vísa bókun samkvæmt 1. lið fundargerðarinnar, til Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness.

    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykkis.

  5. Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 29. nóvember 2006.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  6. Lögð var fram fundargerð 298. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 4. desember 2006 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  7. Lögð var fram fundargerð 299. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 8. janúar 2007 og var hún í 3 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  8. Lögð var fram fundargerð 86. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.,dagsett 8. desember 2006 og var hún í 3 liðum.

    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

    Bókun vegna 1. liðar:

    “Bæjarstjórn Seltjarnarness telur að samþykkt tillaga stjórnar Strætó bs. - svokölluð tillaga nr. 5.4 - um nýja kostnaðarskiptingu aðildasveitarfélaga byggðasamlagsins stangist á við ákvæði eigendasamkomlags samlagsins frá 7. maí 2001 en þar segir m.a.  “Við það skal miðað að upptaka nýrrar kostnaðarskiptareglu leiði ekki til breytingar á kostnaðarhlutföllum milli eigenda  frá því sem nú er, nema jafnframt verði samsvarandi breyting á þjónustu gagnvart einstökum sveitarfélögum, breytingum á tengiakstri milli sveitarfélaga eða þau semji sérstaklega um annað”.

    Frá gerð umrædds eigendasamkomulags hefur þjónusta Strætó bs. við Seltirninga breyst óverulega og þá frekar til skerðingar, engar breytingar hafa orðið á tengiakstri við aðliggjandi sveitarfélag og íbúafjöldi bæjarins hefur staðið í stað.  Tillaga stjórnar Strætó bs. nr. 5.4, sem felur í sér tæplega 90% hækkun á rekstrarframlagi Seltjarnarnesbæjar endurspeglar því ekki eðlilega breytingu á þjónustustigi Strætó bs. gagnvart Seltjarnarnesbæ og getur bæjarstjórn ekki fallist á hana að svo komnu máli.

    Vakin er sérstök athygli á því að tillaga stjórnar Strætó bs. gerir m.a. ráð fyrir því að kostnaðarhlutfall Kópavogs og Reykjavíkur lækki þrátt fyrir að íbúum umræddra sveitarfélaga hafi fjölgað um 20.000 á síðasta áratug og stór hverfi orðið til innan þeirra með tilheyrandi akstri og þjónustu af hálfu Strætó bs.

    Jafnframt skal á það bent að í stofnsamningi STRÆTÓ bs. frá 7. maí 2001, 6. gr. stendur m.a. “... Hvert einstakt sveitarfélag hefur að auki neitunarvald um hækkun eða breytingu á þjónustustigi að því er það varðar sérstaklega, sem hafa mundi í för með sér bersýnilega ósanngjarnan útgjaldaauka umfram aðra og frá því sem nú er” .

    Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fara yfir málið á grundvelli samkomulags eigenda Strætó bs. og gera tillögu um hvaða leiðir eru færar til að efla eða bæta almenningssamgöngur gagnvart íbúum sveitarfélagsins. “

    Samþykkt samhljóða.

    Fundargerðin gaf  að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar. 

  9. Lögð var fram fundargerð 232. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 18. desember 2006 og var hún í 4 liðum.

    Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  10. Lögð var fram fundargerð 233. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 8. janúar 2007 og var hún í 2 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  11. Lögð var fram fundargerð 12. fundar Svæðisskipulagsráðs SSH., dagsett 4. desember 2006 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  12. Lögð var fram fundargerð 10. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 18. desember 2006 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  13. Lögð var fram fundargerð 265.  fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 22. nóvember 2006 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  14. Lögð var fram fundargerð 266.  fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 20. desember 2006 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  15. Tillögur og erindi:
    • Lögð var fram tillaga að tekjuviðmiðun elli/örorkulífeyrisþega vegna afsláttar á fasteignaskatti árið 2007:

      Einstaklingar með heildartekjur allt að kr. 1.887.786.- fá 100% niðurfellingu á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 2.592.749.- Hjón/sambýlisfólk með heildartekjur allt að kr. 2.539.446.- fá 100% niðurfellingu á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 3.244.409.-

      Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

      Tillagan var samþykkt samhljóða.

    • Lögð fram umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Café Blóm á Eiðistorgi 15. Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir og Árni Einarsson.

      Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis fyrir léttvín og/eða áfengt öl til veitinga innanhúss, að uppfylltum öllum lögboðnum umsögnum og vottorðum.

    • Lögð fram umsagnabeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík um veitingaleyfi fyrir Walli – Wilsons, veitingastofa/greiðasala að Austurströnd 1.

      Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitingu þessa.

    • Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík um tækifæris veitingaleyfis fyrir Íþróttafélagið Gróttu vegna þorrablóts í íþróttahúsinu laugardaginn 27. janúar nk.

      Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitingu þessa.

    • Lagt var fram afrit af bréfi frá Gunnari Kr. Gunnarssyni til Lögreglustjórans í Reykjavík, dagsett 8. janúar 2007, varðandi skothríð skotelda sem kom frá bækistöð Slysavarnarfélgasins á Seltjarnarnesi þann 14. desember s.l.

      Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson

 

         Fundi var slitið kl.  17:25



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?