Fara í efni

Bæjarstjórn

649. fundur 14. febrúar 2007

Miðvikudaginn 14. febrúar 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 648. fundar samþykkt.  

  1. Lögð var fram til fyrri umræðu langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2008-2010. Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsendum og niðurstöðum áætlunarinnar.

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir.

    Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu.

  2. Lögð var fram fundargerð 376. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. janúar 2007 og var hún í 15 liðum.

    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  3. Lögð var fram fundargerð 186. (9.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 22. janúar 2007 og var hún í 10 liðum.

    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  4. Lögð var fram fundargerð 198. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 8. febrúar 2007 og var hún í 7 liðum.

    Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson og Jónmundur Guðmarsson.


    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

    “Fulltrúar Neslistans leggja það til að bæjarstjórn feli umhverfisnefnd að skoða leiðir til að stemma stigu við þeirri þróun sem aukning heimilissorps hefur í för með sér”.

    Greinargerð:

    Á fyrsta fundi Umhverfisnefndar á þessu ári var m.a. tekin til umræðu ábending frá Sorpu um gríðarlega aukningu á hlutfalli dagblaða og öðrum pappírsúrgangi í heimilissorpi og er hlutfall þessa úrgangs nú 26.6% og telst því stærsti einstaki flokkurinn í heimilissorpinu. Gámaþjónustan hélt kynningu á endurvinnslutunnum fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness í nóvember á liðnu ári og kom þar m.a. fram að hlutfall af pappírsúrgangi er 70% af því endurvinnanlega heimilissorpi sem skilar sér í endurvinnslutunnurnar. Sorpa áætlar að tæp 200kg. af pappír falli til frá hverju heimili hér á höfuðborgarsvæðinu á ári.

    Með hliðsjón af staðardagskrá 21 og stefnumörkun bæjaryfirvalda í umhverfismálum hér á Seltjarnarnesi þá er þetta málaflokkur sem varðar okkur öll.

    Fulltrúar Neslistans telja að mikilvægt tækifæri fyrir bæjarfélag á stærð við Seltjarnarnes að vera í forystu í umhverfismálum og efla hér raunverulega umhverfisvitund bæjarbúa.

    Er því lagt til að umhverfisnefnd verði falið  að koma með tillögur um hvernig sporna megi við þessari þróun.

    Brynjúlfur Halldórsson             Sunneva Hafsteinsdóttir

    (sign)                                         (sign)

    Afgreiðslu á tillögunni var frestað til næsta fundar.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  5. Lögð var fram fundargerð 102. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 8. febrúar 2007 og var hún í 9 liðum.

    Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  6. Lögð var fram fundargerð 327. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 18. janúar 2007 og var hún í 8 liðum, ásamt tillögum að breytingum á reglum fyrir fjárhagsaðstoð og ferðaþjónustu fatlaðra.     

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson og Lárus B. Lárusson.

    Samþykkt samhljóða tillaga að breytingu 10. gr.   reglna um fjárhagsaðstoð hjá Seltjarnarnesbæ.

    Afgreiðslu frestað á breytingatillögu um ferðaþjónustu fatlaðra. Bæjartjórn óskar eftir því að framkvæmdastjórn félagsþjónustu geri nánar grein fyrir tillögunni.

    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykkis.

    Lögð var fram fundargerð 4. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 30. janúar 2007 og var hún í 4 liðum.

    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  7. Lögð var fram fundargerð 316. (10). fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 17. janúar 2007 og var hún í 4 liðum.

    Til máls tóku: Lárus B. Lárusson og Jónmundur Guðmarsson.

    Samþykkt samhljóða að heimila nefndinni að nota nafnið Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness, skammstafað ÍTS skv. 3. lið. Nýtt nafn nefndarinnar er formleg breyting á heiti nefndar og verður gerð með breytingu á bæjarmálasamþykkt á nýju kjörtímabili. 

    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykkis.  

  8. Lögð var fram fundargerð 22. Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness, dagsett 24. janúar 2007.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  9. Lögð var fram fundargerð 87. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 2. febrúar 2007 og var hún í 7 liðum.

    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Lárus B Lárusson.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  10. Lögð var fram fundargerð 267. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 23. janúar 2007 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  11. Lögð var fram fundargerð 62. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 19. janúar 2007 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  12. Lögð var fram fundargerð 739. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 8. desember 2007 og var hún í 32 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  13. Lögð var fram fundargerð 740. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 19. janúar 2006 og var hún í 23 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  14. Lögð var fram fundargerð 220. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 23. janúar 2007 og var hún í 12 liðum.

    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

  15. Tillögur og erindi:
    • Lögð voru fram drög að reglum Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

      Reglurnar samþykktar samhljóða.

    • Bæjarstjóri vakti athygli á kynningabæklingi Starfsmannafélags Seltjarnarnessa)     Lögð voru fram drög að reglum Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

    • Lagt var fram bréf frá Húkrunarheimilinu Eir, dagsett 8. febrúar 2007, vegna tilnefningar í fulltrúaráð Eirar.

      Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í fulltrúaráð Eirar voru kjörnir á 638. fundi bæjarstjórnar, í 4. lið 8. og eru eftirfarandi:

      Aðalmenn:

      D-lista, Jónína Þóra Einarsdóttir, Tjarnarbóli 15

      D-lista, Erna Nielsen, Barðarströnd 11

      N-lista, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Eiðismýri 30

      Varamenn: D-lista,

      Atli Björn Bragason, Selbraut 34

      D-lista, Bjarni Dagur Jónsson, Lambastaðabraut 4

      N-lista, Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2.

        

Fundi var slitið kl.  18:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?