Fara í efni

Bæjarstjórn

652. fundur 28. mars 2007

Miðvikudaginn 28. mars 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 651. fundar samþykkt.  

 1. Lögð var fram fundargerð 378. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. mars 2007 og var hún í 16 liðum.

  Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 2. Lögð var fram fundargerð 104. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. mars 2007 og var hún í 16 liðum.

  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 3. Lögð var fram fundargerð 103. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 8. mars 2007, sem frestað var á 651. fundi bæjarstjórnar, liður 3 sem er tillaga að deiliskipulagi Skerjabrautar 1-3 ásamt greinargerð og skýringaruppdrætti, liður 4 sem er tillaga að deiliskipulagi Vesturhverfis ásamt greinargerð og skilmálum. Einnig lagðar fram innkomnar athugasemdir við tillögurnar ásamt drögum að svörum við þeim.

  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

  Vegna afgreiðslu á fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Skerjabrautar 1-3 lögðu fulltrúar Sjálfstæðismanna fram eftirfarandi tillögu:

  “Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykktar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 08.03. s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Skerjabrautar 1-3 ásamt tillögum um umsagnir vegna athugasemda og vísar tillögunni til afgreiðslu Skipulagsstofnunar með þeirri breytingu að á þeim byggingum þar sem fyrirliggjandi tillaga heimilar að reisa 5 hæðir skv. deiliskipulagsuppdrætti verði heimilað að reisa 4 hæðir. Framkvæmdaaðilum er falið að gera breytingar á tillögunni í samræmi við samþykkt þessa.”

  Jónmundur Guðmarsson            Ásgerður Halldórsdóttir       

                 (sign)                                                 (sign)

  Sigrún Edda Jónsdóttir   Lárus B. Lárusson  Þór Sigurgeirsson

         (sign)                                     (sign)                           (sign)

  Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslistans.

  Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

  “Fulltrúar Neslistans greiða atkvæði gegn deiliskipulagstillögu vegna Skerjabrautar 1-3. Að okkar mati er nýtingarhlutfallið allt of hátt, sem hefur m.a. í för með sér mikil þrengsli á lóð og aukna umferð sem hefur mikil áhrif á alla byggð í nágrenninu. Hér er um að ræða allt að 25 íbúðir. Kröftug mótmæli íbúa nágrennisins liggja fyrir við tillögunni. Við teljum auk þess að svör við athugasemdum íbúa sem mótmælt hafa deiliskipulagstillögunni séu ekki fullnægjandi, enda erfitt að rökstyðja umrætt nýtingarhlutfall. Á þetta hafa fulltrúar Neslistans ítrekað bent, bæði í skipulagsnefnd og í bæjarstjórn. Einnig vekur bókun meirihluta skipulags- og mannvirkjanefndar við afgreiðslu deiliskipulagsins úr nefndinni upp spurningar þar sem nefndin biður hönnuði hússins ásjár en bókunin er eftirfarandi: Nefndin beinir þeim tilmælum til hönnuða hússins að þeir leiti allra leiða til þess að koma sem mest til móts við athugasemdir bæjarbúa, í samræmi við svör nefndarinnar. Nefndin er  stjórnvald og bókanir af þessu tagi hafa enga þýðingu. Nefndin virðist ekki hafa burði til að taka afdráttarlausa ákvörðun”.

  Guðrún Helga Brynleifsdóttir               Sunneva Hafsteinsdóttir

                      (sign)                                             (sign)

  Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun: 

  “Bent skal á að í samþykkt meirihlutans um deiliskipulag Skerjabrautar 1-3 felst mildun á fyrirliggjandi tillögu og er með þessum hætti komið til móts við athugasemdir íbúa  sem fram koma í kynningaferlinu.”

  Jónmundur Guðmarsson            Ásgerður Halldórsdóttir

               (sign)                                                 (sign)

  Sigrún Edda Jónsdóttir   Lárus B. Lárusson    Þór Sigurgeirsson

  (sign)                                     (sign)                           (sign)

  Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á tillögu að deiliskipulagi Vesturhverfis.

 4. Lögð var fram fundargerð 189. (12.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. mars 2007, og var hún í 9 liðum.

  Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 5. Lögð var fram fundargerð 329. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 14. mars 2007, og var hún í 6 liðum. Einnig lögð fram tillaga félagsmálaráðs um flutning málefna dagforeldra til fræðslu- og menningarsviðs.

  Flutningur málefna dagforeldra til Fræðslu- og menningarsviðs Seltjarnarness samþykkt samhljóða.

  Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykkis.

 6. Lögð var fram fundargerð 318. (12.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 13. mars 2007, og var hún í 5 liðum.

  Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 7. Lögð var fram fundargerð 79. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 13. mars 2007, og var hún í 3 liðum.

  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

  Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

  “Fulltrúar Neslistans taka undir bókun Menningarnefndar frá 13. mars 2007 og leggja til að húsnæði og tækjabúnaður Félagsheimilis Seltjarnarness verði endurnýjaður og komið í það horf að hýsa megi menningarviðburði. Við leggjum til að strax verði stofnaður samráðshópur sem komi með tillögur til bæjarstjórnar. Í samráðshópnum verði einn fulltrúi stjórnar Félagsheimilisins, einn fulltrúi úr Menningarnefnd og forseti bæjarstjórnar verði fulltrúi bæjarstjórnar í hópnum”.

  Sunneva Hafsteinsdóttir             Guðrún Helga Brynleifsdóttir

               (sign)                                                  (sign)

  Afgreiðslu á tillögunni frestað til næsta fundar.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 8. Lögð var fram fundargerð 5. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 19. mars 2007 sem var í 2 liðum, ásamt drögum að erindisbréfi fyrir Jafnréttisnefnd Seltjarnarness.

  Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

 9. Lögð var fram fundargerð 2. fundar ársins 2007 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis,  dagsett 13. mars 2007 og var hún í 7 liðum.

  Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

 10. Lögð var fram fundargerð 88. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.,  dagsett 16. mars 2007 og var hún í 8 liðum.

  Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.   

 11. Lögð var fram fundargerð 303. fundar SSH, stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,  dagsett 5. mars 2007 og var hún í 6 liðum.

  Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.  

 12. Lögð var fram fundargerð 64. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. , dagsett 16. mars 2007 og var hún í 5 liðum.

  Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

 13. Tillögur og erindi:
  • Guðrún Helga Brynleifsdóttir spurðist fyrir um hvernig miðaði undirbúningi á að útvarpa frá bæjarstjórnafundum.

   Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

  • Bæjarstjóri lagði fram bréf um vinabæjarmót sem halda á í Nesodden dagana 6. – 9. júní 2007.

 

Fundi var slitið kl.  17:55Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?