Fara í efni

Bæjarstjórn

656. fundur 12. maí 2007

Laugardaginn 12. maí 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til aukafundar í Valhúsaskóla, Seltjarnarnesi kl. 13:40.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Lagt var fram bréf frá Þjóðskrá, dagsett 12. maí 2007, og tekin til afgreiðslu breyting á kjörskrá Seltjarnarnsbæjar fyrir alþingiskosningar 12. maí 2007, samkvæmt 23.gr. og 27.gr. laga um kosninga til Alþingis nr. 24/2000.

Samþykkt samhljóða að taka á kjörskrá Höskuld Ara Hauksson, kt.. 170669-5849 Hofgörðum 26, Seltjarnarnesi, samkvæmt tilkynningu dags 1. apríl 2007.

Staðfesting á úrsögn af kjörskrá í Reykjavík liggur ekki fyrir fundinum en mun berast Kjörstjórn Seltjarnarness, og meðhöndlar hún þessa samþykkt í samræmi við það.

Varðandi frekari rökstuðning vísast til ofangreinds bréfs.

 

Fundi var slitið kl.  13:45



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?