Fara í efni

Bæjarstjórn

657. fundur 23. maí 2007

Miðvikudaginn 23. maí 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 655. fundar samþykkt.

Fundargerð 656. fundar samþykkt.

Ásgerður Halldórsdóttir mætti kl. 17:12, við umræðu á 2. lið fundarins.

  1. Lögð var fram fundargerð 191. (14.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 8. maí 2007, sem var vinnufundur.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  2. Lögð var fram fundargerð 192. (15.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 14. maí 2007, og var hún í 13 liðum.

    Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

    “Fulltrúar Neslistans minna á tillögu sína um að fresta erindisbréfum og gera eðlilegar leiðréttingar á þeim rangfærslum sem voru að finna í þeim, eftir að vinna við þau hafa staðið í fjögur ár. Sú tillaga var felld með þremur atkvæðum (af fjórum) meirihlutans. Nú benda fulltrúar í skólanefnd á að í erindisbréfi sé getið um grunnskólafulltrúa, en engin hefur það starfsheiti innan bæjarkerfisins. Þessi vinnubrögð eru alveg dæmalaus.”

    Guðrún Helga Brynleifsdóttir          Sunneva Hafsteinsdóttir

                     (sign)                                         (sign)  

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

    “Fulltrúar Neslistans í bæjastjórn fagna samhljóða afgreiðslu skólanefndar á tillögum starfshóps um fyrirkomulag kennslu 5 ára barna. Niðurstaðan er að 5 ára börnin verði áfram í leikskólum bæjarins. Það vakti mikla athygli vorið 2006 þegar sjálfstæðismenn lögðu fram eftirfarandi stefnu í kennslu 5 ára barna:

    “Foreldrum 5 ára barna verði boðið að setja börn sín í sérstakan forskóla innan grunnskóla Seltjarnarness í samstarfi við leikskóla bæjarins”.

    Þessi stefna var sett fram án samráðs við fagfólk á Seltjarnarnesi og var ekkert undirbúin og ánægjulegt er að skólanefnd hefur ákveðið vinna faglega á málinu og virða álit starfshópsins.”

    Sunneva Hafsteinsdóttir             Guðrún Helga Brynleifsdóttir

                    (sign)                                           (sign)

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  3. Lögð var fram fundargerð 320. (14.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 7. maí 2007, og var hún í 14 liðum.

    Til máls tóku: Lárus B. Lárusson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  4. Lögð var fram fundargerð 330. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 4. apríl 2007, og var hún í 1 lið.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  5. Lögð var fram fundargerð 331. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 26. apríl 2007, og var hún í 7 liðum.

    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  6. Lögð var fram fundargerð 305. fundar stjórnar SSH. ,  dagsett 7. maí 2007 og var hún í 7 liðum. Einnig lagðar fram fundargerðir Svæðisskipulagsráðs SSH, 14. fundar dagsett 23. apríl, í 3 liðum og 15. fundar dagsett 4. maí, í 2 liðum. 

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  7. Lögð var fram fundargerð 66. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.,  dagsett 16. maí 2007 og var hún í 3 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  8. Lögð var fram fundargerð 10. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, AHS,  dagsett 16. maí 2007 og var hún í 6 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  9. Lögð var fram fundargerð 743. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga,  dagsett 27. apríl 2007 og var hún í 20 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  10. Lögð var fram fundargerð 221. fundar Launanefndar sveitarfélaga,  dagsett 27. apríl 2007 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  11. Lögð var fram fundargerð 273. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins,  dagsett 3. maí 2007 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  12. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs,  dagsett 18. apríl 2007 og var hún í 10 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
  13. Tillögur og erindi:
    • Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans, samkvæmt 7. lið 655. fundar bæjarstjórnar, um tilraunaverkefni um gjaldfrjálsan strætó fyrir námsmenn og eldriborgara.

      Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

      Eftirfarandi breytingatillaga var lögð fram:
      “Bæjarstjórn Seltjarnarness lýsir eindregnum vilja til þess að námsmenn og eldriborgarar fái frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilraunaskyni í 1 ár frá og með 15. ágúst 2007. Bæjarstjórn beinir því til stjórnar Strætó byggðasamlags að ráðast í slíkt tilraunaverkefni. Fjárhags- og launanefnd er falið að gera ráð fyrir útgjöldum vegna þessa við endurskoðun á fjárhagsáætlun 2007. Með þessari tillögu verða ný græn skref stigin á Seltjarnarnesi.”

      Breytingatillagan var samþykkt samhljóða.
    • Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans, samkvæmt 8.d lið 655. fundar bæjarstjórnar, þar sem Fjárhags- og launanefnd var falið að móta reglur samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka.

      Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

      Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness.
    • Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 9. maí 2007, um viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.

      Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

      Samþykkt að vísa málinu til tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar.
    • Lagt var fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 9. maí 2007, um stofnun samvinnunefndar um svæðisskipulagsmál.


      Til máls tók:   Jónmundur Guðmarsson.

      Samþykkt að fulltrúar Seltjarnarnesbæjar verði þeir:

      Ólafur Egilsson, Valhúsabraut 35 Seltjarnarnesi.

      Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2 Seltjarnarnesi

 

Fundi var slitið kl.  17:47

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?