Miðvikudaginn 13. júní 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 657. fundar samþykkt.
- Lagður var fram ársreikningur Félagsheimilis Seltjarnarness fyrir árið 2006.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir. - Lögð var fram fundargerð 380. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 5. júní 2007, og var hún í 12 liðum.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða. - Lögð var fram fundargerð 107. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 7. júní 2007, og var hún í 10 liðum.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn tók ekki afstöðu til 7. liðar en vísaði honum til Skipulags- og mannvirkjanefndar með hliðsjón af framkomnu bréfi umsækjanda, dagsett 12. júní 2007.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða. - Lögð var fram fundargerð 332. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 24. maí 2007, og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð 80. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 17. apríl 2007, og var hún í 3 liðum.
Bæjarstjórn færir nefndarmönnum Menningarnefndar Seltjarnarness og starfsmönnum Menningarhátíðar Seltjarnarness 2007, þakkir fyrir glæsilega hátíð.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð 81. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 15. maí 2007.
Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð 6. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 10. maí 2007, og var hún í 5 liðum.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð Samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 7. maí 2007.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Lárus B. Lárusson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð 202. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 4. júní 2007, og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Lárus B. Lárusson og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð 236. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 26. mars 2007 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð 237. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 30. apríl 2007 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð 238. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 29. maí 2007 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð 306. fundar stjórnar SSH, dagsett 4. júní 2007 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Lögð var fram fundargerð 274. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 16. maí 2007 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis. - Tillögur og erindi.
a. Lagðar voru fram glærur kynningarfundar með framkvæmdastjórum sveitarfélaga um málefni Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
Samþykkt samhljóða að bæjarstjórnarfundi sem áætlaður var 18. júlí verði frestað.
Fundi var slitið kl. 17:37