Fara í efni

Bæjarstjórn

658. fundur 13. júní 2007

Miðvikudaginn 13. júní 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 657. fundar samþykkt.

 1. Lagður var fram ársreikningur Félagsheimilis Seltjarnarness fyrir árið 2006.
  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
 2. Lögð var fram fundargerð 380. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 5. júní 2007, og var hún í 12 liðum.
  Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
  Fundargerðin samþykkt samhljóða.
 3. Lögð var fram fundargerð 107. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 7. júní 2007, og var hún í 10 liðum.
  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
  Bæjarstjórn tók ekki afstöðu til 7. liðar en vísaði honum til Skipulags- og mannvirkjanefndar með hliðsjón af framkomnu bréfi umsækjanda, dagsett 12. júní 2007.
  Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
 4. Lögð var fram fundargerð 332. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 24. maí 2007, og var hún í 7 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 5. Lögð var fram fundargerð 80. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 17. apríl 2007, og var hún í 3 liðum.
  Bæjarstjórn færir nefndarmönnum Menningarnefndar Seltjarnarness og starfsmönnum Menningarhátíðar Seltjarnarness 2007, þakkir fyrir glæsilega hátíð.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 6. Lögð var fram fundargerð 81. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 15. maí 2007.
  Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson og Jónmundur Guðmarsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 7. Lögð var fram fundargerð 6. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 10. maí 2007, og var hún í 5 liðum.
  Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 8. Lögð var fram fundargerð Samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 7. maí 2007.
  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Lárus B. Lárusson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 9. Lögð var fram fundargerð 202. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 4. júní 2007, og var hún í 4 liðum.
  Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Lárus B. Lárusson og Jónmundur Guðmarsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 10. Lögð var fram fundargerð 236. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 26. mars 2007 og var hún í 4 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 11. Lögð var fram fundargerð 237. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 30. apríl 2007 og var hún í 4 liðum.  
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 12. Lögð var fram fundargerð 238. fundar stjórnar SORPU bs,  dagsett 29. maí 2007 og var hún í 4 liðum.  
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 13. Lögð var fram fundargerð 306. fundar stjórnar SSH,  dagsett 4. júní 2007 og var hún í 5 liðum.
  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 14. Lögð var fram fundargerð 274. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins,  dagsett 16. maí 2007 og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
 15. Tillögur og erindi.
  a. Lagðar voru fram glærur kynningarfundar með framkvæmdastjórum sveitarfélaga um málefni Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
  Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.

Samþykkt samhljóða að bæjarstjórnarfundi sem áætlaður var 18. júlí verði frestað.

Fundi var slitið kl.  17:37Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?