Fara í efni

Bæjarstjórn

660. fundur 22. ágúst 2007

Miðvikudaginn 22. ágúst 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Brynjúlfur Halldórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir. Jónmundur Guðmarsson boðaði forföll.

Forseti bæjastjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Kjörin voru forseti og varaforsetar bæjarstjórnar, skv. 15. gr. bæjarmálasamþykktar Seltjarnarness.

    Eftirtalin voru kjörin með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna:

    Forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir.

    1. varaforseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir.

    2. varaforseti bæjarstjórnar, Lárus B. Lárusson.

  2. Lögð var fram fundargerð 382. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 14. ágúst 2007, og var hún í 10 liðum.

    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Lárus B. Lárusson.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

    “Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness gagnrýna harðlega vinnubrögð bæjarstjóra Seltjarnarness vegna tillögu sem Neslistinn lagði fram 9. maí 2007. Þar lögðu bæjarfulltrúar Neslistans til að námsmenn og eldri borgarar fái frítt í strætó frá og með 15. ágúst.

    Samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 23.05. breytingartillaga þar sem þessari sömu ósk var beint til stjórnar Strætó bs. Síðan þetta var samþykkt í lok maí hefur málið hvergi komið fram hvorki í bæjarstjórn né hjá nefndum bæjarfélagsins.

    Í byrjun ágúst barst öllum námsmönnum á Seltjarnarnesi persónulegt bréf frá bæjarstjóra þar sem hann tilkynnir að ákveðið hafi verið að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í strætó á komandi skólaári.

    Það eru vissulega góðar fréttir að hluti af tillögu Neslistans hafi verið samþykktur. En eins og áður segir hefur þetta mál hvergi verið rætt, engin áætlun um kostnað verið lögð fram og ekki hefur farið fram umræða um hvers vegna eldri borgarar eru ekki með í þessari tilraun.

    Að okkar mati sýnir bæjarstjóri með þessu vinnulagi bæjarstjórn og kjörnum fulltrúum í nefndum lítilsvirðingu.

    Fyrir hönd Neslista.”

             Sunneva Hafsteinsdóttir              Brynjúlfur Halldórsson
                              (sign)                                         (sign)

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  3. Lögð var fram fundargerð 383. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. ágúst 2007, og var hún í 1 lið.

    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 108. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 28. júní 2007, og var hún í 9 liðum.

    Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Fundargerðin samþykkt samhljóða.

  5. Lögð var fram fundargerð 109. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 12. júlí 2007, og var hún í 14 liðum.

    Fundargerðin samþykkt samhljóða.

  6. Lögð var fram fundargerð 110. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. ágúst 2007, og var hún í 9 liðum.

    Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Fundargerðin samþykkt samhljóða.

  7. Lögð var fram fundargerð 333. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 21. júní 2007, og var hún í 4 liðum.

    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

    Vegna 4. liðar óskar bæjarstjórn eftir skýrslu varðandi viðhaldsverkefni á Skólabraut 3-5, fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

    Vegna 2. liðar er samþykkt að vísa erindinu til Fjárhags- og Launanefndar.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  8. Lögð var fram fundargerð 24. fundar Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness, dagsett 19. júní 2007.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  9. Lögð var fram fundargerð 744. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga,  dagsett 22. júní 2007, og var hún í 25 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  10. Lögð var fram fundargerð 239. fundar stjórnar SORPU bs. ,  dagsett 25. júní 2007, og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  11. Lögð var fram fundargerð 92. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.,  dagsett 22. júní 2007, og var hún í 3 liðum.

    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Lárus B. Lárusson.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  12. Lögð var fram fundargerð 275. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins,  dagsett 28. júní 2007, og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  13. Lögð var fram fundargerð 308. fundar stjórnar SSH,  dagsett 25. júní 2007, og var hún í 1 lið.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  14. Tillögur og erindi:
  • Lögð var fram umsagnarbeiðni Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar Íþróttafélagsins Gróttu um tækifærisleyfi og tímabundis áfengisleyfi fyrir Stuðmannaball sem halda á 25. ágúst n.k. í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness v/Suðurströnd.

    Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu á leyfum þessum.

  • Samþykkt var að taka á dagskrá umsókn Neslindar ehf. um endurnýjun á áfengisleyfi, sem frestað var á 659. fundi bæjarstjórnar í lið 11c þann 27. júní s.l.

    Engin gögn hafa borist frá umsækjanda. Bæjarstjórn synjar því umsókninni þar sem ekki hefur verið unnt að taka afstöðu til beiðninnar vegna ófullnægjandi upplýsinga.

    Fundi var slitið kl.  17:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?