Fara í efni

Bæjarstjórn

662. fundur 26. september 2007

Miðvikudaginn 26. september 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1. Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2007, ásamt greinargerð.

  Helstu niðurstöður endurskoðaðrar fjárhagsáætlunarinnar eru þær, að skatttekjur hækka um 74.500.000.- og rekstrargjöld A-hluta hækka um 29.559.636.- en B-hluta um 5.567.657.-. Hagnaður aðalsjóðs er 268.551.360.- en hagnaður samstæðu A og B hluta kr. 196.468.444.-  Til eignabreytinga, arðgreiðslna og afborgana lána eru kr. 371.729.000.- á móti rekstri afskriftum, reiknuðum lífeyrisskuldbindingum og reiknuðum verðbótum kr. 350.023.944.- Ráðstöfun af fyrra árs hagnaði er því kr. 21.705.056.-

  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

  Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna en 2 fulltrúar Neslistans sátu hjá.

 2. Lögð var fram fundargerð 384. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. september 2007, og var hún í 14 liðum.

  Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 3. Lögð var fram fundargerð 385. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. september 2007, og var hún í 12 liðum. Einnig var lagt fram samkomulag við ÍAV, dagsett 11. september 2007, vegna auglýstrar breytingar á deiliskipulagi  “Suðurströnd skóla og íþróttasvæði” og samningur Seltjarnarnesbæjar við Lauga ehf. og Þrek ehf um byggingu heilsuræktar.

  Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

  Fundargerðin var samþykkt samhljóða. Samningar við ÍAV annarsvegar og Lauga ehf. og Þrek ehf. hins vegar voru samþykktir samhljóða.

  Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

  “Fulltrúar Neslistans velta því fyrir sér hvaða hlutverki F&L gegni í stjórnkerfi bæjarins. Lagður er fram undirritaður samningur bæjarins og Lauga ehf og Þreks ehf. Ljóst má þannig vera að fagleg aðkoma fulltrúa nefndarinnar (meiri- og minnihluta) er engin.

  Samningurinn er einn af þremur sem gera á. Eðlileg vinnubrögð eru auðvitað þau að leggja öll drögin fyrir nefnina til faglegrar umfjöllunar.

  Þá má glögglega sjá í samningnum hve hroðvirknislega hann er unninn, en vísað er í gerð sameiginlegs eignaskiptasamnings (ákvæði 2.8). Samningurinn fjallar um sölu á byggingarétti, og er því eignaskiptasamningur milli aðila eðli máls ekki á dagskrá.

  Þessi vinnubrögð eru lýsandi fyrir meirihlutann og eru ekki í takt við nein lýðræðisleg og fagleg vinnubrögð.”

  Guðrún Helga Brynleifsdóttir            Sunneva Hafsteinsdóttir

                   (sign)                                                (sign)

  Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

  “Vert er að benda á að allir samningar eru gerðir með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar og eru því til umræðu allt til þess að afgreiðslu bæjarstjórnar kemur. “

  Jónmundur Guðmarsson            Ásgerður Halldórsdóttir

            (sign)                                                 (sign)

  Lárus B. Lárusson                     Þór Sigurgeirsson

            (sign)                                                 (sign)

 4. Lögð var fram fundargerð 111. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. september 2007, og var hún í 16 liðum. Einnig lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæðis ásamt athugasemdum og tillögu að svari.

  Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  Lögð var fram eftirfarandi tillaga: 

  “Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykktar Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. 09. s.l. samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæðis ásamt tillögu að svari við athugasemd og vísar tillögunni til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.”

  Tillagan var samþykkt samhljóða.

 5. Lögð var fram fundargerð 196. (19.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. september 2007, og var hún í 12 liðum.  

  Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 6. Lögð var fram fundargerð 83. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 18. september 2007, og var hún í 4 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 7. Lögð var fram fundargerð 7. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 12. september 2007, og var hún í 6 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 8. Lögð var fram fundargerð 204. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 20. september 2007, og var hún í 7 liðum.

  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.  

 9. Lögð var fram fundargerð 240. fundar stjórnar SORPU bs.,  dagsett 27. ágúst 2007, og var hún í 7 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 10. Lögð var fram fundargerð 241. fundar stjórnar SORPU bs.,  dagsett 17. september 2007, og var hún í 6 liðum.

  Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 11. Lögð var fram fundargerð 310. fundar stjórnar SSH,  dagsett 3. september 2007, og var hún í 3 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 12. Lögð var fram fundargerð 276. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins,  dagsett 29. ágúst 2007, og var hún í 11 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 13. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs,  dagsett 15. júní 2007.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 14. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs,  dagsett 22. ágúst 2007 og var hún í 5 liðum.

  Til máls tók:  Jónmundur Guðmarsson.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 15. Lögð var fram fundargerð 5. fundar ársins 2007 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis,  dagsett 18. september 2007, og var hún í 5 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 16. Tillögur og erindi:
 • Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 5. september 2007, varðandi verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum.

  Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða þátttöku í verkefninu, með fyrirvara um almenna þátttöku annarra sveitarfélaga í verkefninu. Kostnaðarskipting milli sveitarfélaga samþykkt samhljóða á grundvelli fyrirliggjandi tillögu.

 • Lagðar voru fram starfsreglur, í 8 greinum, fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.

 • Lögð var fram tillaga, frá stjórn SSH, til aðalfundar SSH sem halda á föstudaginn 26. október 2007, um að leggja niður svæðisskipulagsráð SSH.

 

Fundi var slitið kl.  18:18Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?