Fara í efni

Bæjarstjórn

664. fundur 24. október 2007

Miðvikudaginn 24. október 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Ólafur Egilsson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1. Lögð var fram fundargerð 113. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. október 2007, og var hún í 6 liðum.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 2. Lögð var fram fundargerð 197.(20.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. október 2007, og var hún í 8 liðum.

  Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 3. Lögð var fram fundargerð 69. fundar stjórnar Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 15. október 2007, og var hún í 6 liðum.

  Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 4. Lögð var fram fundargerð 6. fundar ársins 2007 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 16. október 2007, og var hún í 4 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 5. Tillögur og erindi:
 • Lagt var fram bréf frá Strætó bs., dagsett 8. október 2007, varðandi nýtt verklag við leiðakerfisbreytingar, þar sem kallað er eftir tillögum um breytingar sé þess talið þörf.
  Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Þór Sigurgeirsson.
  Bréfinu vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

 • Lagt var fram bréf, dagsett 13. september 2007, frá AM PRAXIS lögfræðiþjónustu, f.h. Vörulagersins ehf., varðandi söluturninn að Suðurströnd 10.

  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
  Bæjarstjóra falið að vinna að málinu með lögmönnum bæjarins.

 • Tilnefndur var varamaður D- lista í stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Unnarbraut 7, í stað Rutar Reykjalín Guðmundsdóttur, sem flutt hefur úr sveitarfélaginu.

 • Bæjarstjóri greindi frá að Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2007 verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 5. og 6. nóvember nk.

Fundi var slitið kl.  17:35Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?