Fara í efni

Bæjarstjórn

665. fundur 14. nóvember 2007

Miðvikudaginn 14. nóvember 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1. Lögð var fram til fyrri umræðu Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2008.

  Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, lagði fram greinargerð og gerði grein fyrir áætluninni.

  Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

  Tekjur A-hluta aðalsjóðs og stofnana er áætlaður kr. 1.918.000.000.- og gjöld kr. 1.662.157.000.-.

  Rekstrarhagnaður af rekstri A-hluta aðalsjóðs og stofnana er áætlaður kr. 255.843.000.-

  Rekstrarhagnaður A- og B-hluta er kr. 257.305.821.-

  Rekstrarhlutfall af skatttekjum A-hluta aðalsjóðs og stofnana, er 86,7%.

  Til eignabreytinga, arðgreiðslna og afborgana lána eru kr. 457.380.000. auk eignabreytinga í B-hluta kr. 40.000.000, á móti rekstri, afskriftum, reiknuðum lífeyrisskuldbindingum og reiknuðum verðbótum kr. 397.998.821.- Ráðstöfun af fyrra árs hagnaði er því í A-hluta kr. 59.381.179. og B-hluta kr. 40.000.000.

  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Lárus B. Lárusson.

  Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2008 til síðari umræðu.

 2. Lögð var fram fundargerð 386. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. október 2007. Heimsókn nefndarinnar í stofnanir bæjarins.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 3. Lögð var fram fundargerð 387. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 23. október 2007, og var hún í 14 liðum. Nefndin lauk heimsóknum í stofnanir bæjarins.

  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 4. Lögð var fram fundargerð 114. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 8. nóvember 2007, og var hún í 9 liðum.

  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.

  Vegna liðs 2a telur bæjarstjórn að í tillögu skipulagsnefndar felist ekki ákvörðun um auglýsingu deiliskipulags Bygggarða, heldur viðleitni til að kalla fram skoðanir og hugmyndir bæjarbúa á hugmyndum þróunaraðila. Tekið er undir mikilvægi þess að efnt verði til kynningar á fyrirætlun þróunaraðila fyrir hagsmunaaðilum og bæjarbúum áður en til annarra ákvarðana kemur.

  Vegna liðs 2b beinir bæjarstjórn Seltjarnarness því til Skipulags- og mannvirkjanefndar að leitað verði umsagnar fleiri aðila vegna forsagnar vestursvæða Seltjarnarness áður en nefndin afgreiðir hana frá sér. Sérstaklega er hér um að ræða bæði umhverfisnefnd og menningarnefnd. Þær nefndir gætu þá kallað eftir viðbótarupplýsingum frá öðrum fagaðilum.

  Liðir 3 til 8 í fundargerðinni voru samþykktir samhljóða.

 5. Lögð var fram fundargerð 324. (18.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 19. október 2007, og var hún í 10 liðum.

  Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 6. Lögð var fram fundargerð 325. (19.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 8. nóvember 2007, og var hún í 3 liðum.

  Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 7. Lögð var fram fundargerð 205. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 5. nóvember 2007, og var hún í 3 liðum.

  Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 8. Lögð var fram fundargerð 70. fundar stjórnar Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 9. nóvember 2007, og var hún í 3 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 9. Lögð var fram fundargerð 96. fundar stjórnar STRÆTÓ bs. , dagsett 19. október 2007, og var hún í 5 liðum.

  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Lárus B. Lárusson.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 10. Lögð var fram fundargerð 68. fundar stjórnar SHS bs., dagsett 19. október 2007, og var hún í 5 liðum.

  Til máls tók: Lárus B. Lárusson.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 11. Lögð var fram fundargerð 242. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 19. október 2007, og var hún í 2 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 12. Lögð var fram fundargerð 243. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 31. október 2007, og var hún í 3 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 13. Lögð var fram fundargerð sameiginlegs ársfundar SORPU bs., STRÆTÓ bs., SHS bs og 31. aðalfundar SSH,  dagsett 26. október 2007, og var hún í 8 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 14. Lögð var fram fundargerð 747. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 19. október 2007, og var hún í 21 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 15. Tillögur og erindi:
  • Samþykkt var að taka á dagskrá umsagnarbeiðni Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu  vegna endurnýjunar veitingaleyfis fyrir Veisluna Veitingaeldhús í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd og tækifærisleyfi fyrir Herrakvöld Gróttu.

   Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfanna.

  • Sunneva Hafsteinsdóttir spurðist fyrir um útvörpun eða vefvörpun frá bæjarstjórnarfundum.

 

Fundi var slitið kl.  18:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?