Fara í efni

Bæjarstjórn

19. desember 2007

Miðvikudaginn 19. desember 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Ólafur Egilsson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Í upphafi fundar lagði forseti til að taka á dagskrá fundarins sem dagskrárlið 4, fundargerð 390. fundar Fjárhags- og launanefndar. Var það samþykkt samhljóða.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1. Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2008 og var hún samþykkt samhljóða án breytinga.

  Bæjarstjórnarfundir á árinu 2008 verða því á eftirfarandi dögum:
  16. janúar, 13. febrúar, 27. febrúar, 12. mars, 26. mars, 9. apríl, 23. apríl, 14. maí, 28. maí, 11. júní, 25. júní, 16. júlí, 20. ágúst, 10. september, 24. september, 8. október, 22. október, 12. nóvember, 26. nóvember og 17. desember.

 2. Lögð var fram fundargerð 115. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. desember 2007 sem var hún í 15 liðum, ásamt tillögu að deiliskipulagi Bygggarðasvæðis.

  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ólafur Egilsson, Þór Sigurgeirsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.

  Afgreiðslu á 2. lið fundargerðarinnar, um deiliskipulagsmál Bygggarðasvæðis, var frestað. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

  Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

  Fulltrúar Neslistans fagna því að deiliskipulagsstillögunni sé nú frestað en eiga ekki orð yfir vandræðaganginum í skipulagsmálum hjá meirihlutanum. Nú kemur aftur til bæjarstjórnar tillaga um deiliskipulag Bygggarðasvæðisins frá Skipulagsnefnd þar sem fulltrúi Neslistans ásamt einum fulltrúa meirihlutans í Skipulagsnefndinni greiða atkvæði gegn afgreiðslunni.

  Teiknaðir hafa verið 11 kassar á reitinn, kassarnir lækkaðir úr fjórum hæðum í þrjár. Sama nýtingahlutfall notað. Að öðru leyti ekkert gert, engin gögn, ekki farið yfir athugasemdir hagsmunaaðila, engin kynning átt sér stað. Má sem dæmi nefna að vandséð er hvernig umferð er hugsuð um þetta svæði, svo bent sé nú á grundvallaratriði í skipulagningu nýrra hverfa.

  Rétt er að senda enn á ný þessa tillögu aftur til meðferðar hjá Skipulagsnefnd og leggja ítarlega fyrir nefndina að vanda til verka. Þá telja fulltrúar Neslistans að endurskoðun verði að koma til á aðalskipulagi þar sem nýtingarhlutfall er lækkað.

  Guðrún Helga Brynleifsdóttir             Sunneva Hafsteinsdóttir 
                        (sign)                                           (sign)

  Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

  Bent skal á að Skipulagsnefnd hefur unnið á grundvelli aðalskipulags Seltjarnarness, sem full samstaða var um í bæjarstjórn á sínum tíma.

                               Jónmundur Guðmarsson
                                                  (sign)

 3. Lögð var fram fundargerð 389. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 27. nóvember 2007, og var hún í 11 liðum.

  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Þór Sigurgeirsson.

  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.  

 4. Lögð var fram fundargerð 390. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. desember 2007, og var hún í 10 liðum.

  Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.

  Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 

 5. Lögð var fram fundargerð 199. (22.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 12. desember 2007, og var hún í 11 liðum.

  Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 6. Lögð var fram fundargerð 326. (20.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 11. desember 2007, og var hún í 12 liðum auk 4 liða sem tilheyrði Selinu.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 7. Lögð var fram fundargerð 338. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 13. desember 2007, og var hún í 6 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 8. Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis og vímuvarnir, dagsett 11. október 2007.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 9. Lögð var fram fundargerð 85. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 4. desember 2007, og var hún í 4 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 10. Lögð var fram fundargerð 86. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 8. desember 2007, og var hún í 1 lið.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 11. Lögð var fram fundargerð 1. fundar Lækningaminjasafnsnefndar, dagsett 3. desember 2007, og var hún í 9 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 12. Lögð var fram fundargerð 97. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 30. nóvember 2007, og var hún í 7 liðum.

  Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 13. Lögð var fram fundargerð 314. fundar stjórnar SSH, dagsett 3. desember 2007, og var hún í 5 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 14. Lögð var fram fundargerð 280. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisns, dagsett 20. nóvember 2007, og var hún í 6 liðum.

  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

 15. Tillögur og erindi:
  • Lagt var fram bréf frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu dagsett 29. nóvember 2007, ásamt reglugerð nr. 1127 um lögreglusamþykktir, sem gildir sem fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaga.

   Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

  • Lagt var fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu dagsett 27. nóvember 2007, ásamt starfsreglum fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.

   Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

  • Lögð var fram umsagnabeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna veitingaleyfis til Wilsons ehf, veitingastaður í flokki I,  fyrir Wilsons Pizza Austurströnd 1 Seltjarnarnesi.

   Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

  • Lögð var fram umsagnarbeiðni Lögreglustjórans í Reykjavík vegna brenna 31. desember 2007 og 6. janúar 2008, á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi.

   Seltjarnarnesbær, sem einnig er landeigandi, gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfa vegna þessara brenna.

 

Fundi var slitið kl.  17:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?