Fara í efni

Bæjarstjórn

668. fundur 16. janúar 2008

Miðvikudaginn 16. janúar 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Þetta er fyrsti fundur bæjarstjórnar þar sem fundargögn eru rafræn.

 

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 206. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 13. desember 2007, og var hún í 3 liðum.

    Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir að uppfæra samþykktir varðandi hundahald fyrir næsta bæjarstjórnarfund til samþykktar.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.  

  2. Lögð var fram fundargerð 72. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 11. janúar 2008, og var hún í 5 liðum.

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  3. Lögð var fram fundargerð 245. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 14. desember 2007, og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Tillögur og erindi:
  • Lagt var fram bréf frá SORPU bs. dagsett 11. desember 2007, bókun stjórnar um verkefnisstjórn sorpsamlaganna á suðvesturlandi, framtíðarlausn í meðhöndlun úrgangs og kostnaðaráætlun.

    Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur jákvætt í þetta erindi og samþykkir það samhljóða, með fyrirvara um samþykkt annarra sveitarfélaga í verkefninu.

  • Lagt var fram minnisblað frá Landslögum lögfræðistofu dagsett 14. janúar 2008, um deiliskipulag við Bygggarða.

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lárus B. Lárusson og Ásgerður Halldórsdóttir.

    Forseti bar upp dagskrárbreytingartillögu, um að tekin verði til afgreiðslu framkomin tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

    Samþykkt var að taka tillöguna á dagskrá með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslistans.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi tillögu:

    "Bæjarstjórn telur að ekki sé rétt að láta auglýsa framkomna tillögu Þyrpingar hf. um deiliskipulag Bygggarða, heldur  að unnið verði áfram að mótun hugmynda að deiliskipulagi svæðisins  í  samstarfi við þróunaraðila þess.

    Ljóst er að framkomin tillaga Þyrpingar hf. fellur innan hámarksnýtingar sem sett er um byggð á svæðinu í gildandi aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar en vekur um leið upp spurningar um hvort  unnt sé með frekari vinnu að leiða fram nýjar lausnir á deiliskipulagi svæðisins.

    Svigrúm samstarfsaðila til að leita annarra og fjölbreyttari tillagna er bæði til staðar og verulegt á forsendum gildandi aðalskipulags með hliðsjón af fyrirliggjandi minnisblaði lögmanna bæjarins.  Mikilvægt er að  vel takist til um deiliskipulag hinnar nýju byggðar og að fram fari áframhaldandi fagleg umræða um helstu  þætti sem m.a. lúta að  nánasta umhverfi, húsagerð, nýtingu, útlit og gæði fyrirhugaðrar byggðar.

    Stefnt skal að því að fjölga íbúðum í þeim tilgangi að nýta það þjónustustig sem til staðar er á Seltjarnarnesi en íbúabyggð á þéttingarsvæðum taki mið af þeirri byggð sem fyrir er og að byggð verði aðlaðandi íbúðasvæði og fjölbreytni í íbúðagerðum aukin.

    Bæjarstjórn óskar eftir því við þróunaraðila að leggjast yfir málið að nýju í samvinnu við skipulagsnefnd bæjarins og leggja fram fleiri og þá mögulega betri skipulagskosti fyrir svæðið.  Samráð verði haft við íbúa á mótunarstigi tillagna.  Þá er einnig mikilvægt að tekið verði mið af áherslu stjórnar veitustofnana á að hugað verði að hagsmunum Hitaveitu Seltjarnarness  í skipulagsvinnu við Byggarða sbr. við samþykkt stjórnar á 72. fundi.  Skipulags- og mannvirkjanefnd er falið að vinna málið áfram af hálfu bæjarins."

                  
    Jónmundur Guðmarsson        Ásgerður Halldórsdótti
                            
                                   
    (sign)                                    (sign)

                      
    Sigrún Edda Jónsdóttir          Lárus B. Lárusson

                                      
    (sign)                                    (sign)

                                                
    Þór Sigurgeirsson

                                                         
    (sign)

    Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en 2 fulltrúar Neslistans sátu hjá.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

    “Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness fagna viðsnúningi meirihlutans um að deiliskipulagstillögu Þyrpingar ehf. vegna Bygggarðasvæðisins verði vísað aftur til skipulagsnefndar og nefndinni falið að leggja fram nýja deiliskipulagstillögu sem tekur mið af núverandi aðliggjandi byggð og náttúrulegu umhverfi, eins og kveður á um í aðalskipulagi.

    Mikilvægt er að náið samráð verði haft við bæjarbúa í hönnunarferlinu, þ.e. áður en tillögurnar verða auglýstar. Fulltrúar Neslistans geta þó ekki samþykkt efnislega tillögu meirihlutans þar sem hún er of gildishlaðin, að því leyti að lagt er jákvætt mat á tillögu Þyrpingar, sem lögð var fram í bæjarstjórn 16. desember s.l. Undir það geta fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn ekki tekið og vísa í bókun sína 16. desember s.l.

    Ljóst er að bæjarbúar vilja ekki þétta byggðina með þeim hætti sem meirihlutinn leggur sífellt til. Skoða verður hvort íbúakosning henti ekki vel í þessu tilfelli til þess að kanna afstöðu bæjarbúa. Ágæt reynsla er fyrir þeim vinnubrögðum á Seltjarnarnesi. Þetta er mjög stórt mál og lýtur að okkar einstæðu útivistarsvæðum. Byggð á þessu svæði varðar okkur öll.”

    Guðrún Helga Brynleifsdóttir            Sunneva Hafsteinsdóttir

                        (sign)                                            (sign)

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

    “Því miður fyrir minnihlutann hefur enginn viðsnúningur átt sér stað, heldur málefnaleg meðferð á einu mikilvægasta hagsmunamáli bæjarins. Skiljanleg eru þó vonbrigði minnihlutans með frumkvæði meirihlutans í þessu máli öllu”.

                   Jónmundur Guðmarsson        Ásgerður Halldórsdóttir

                                 (sign)                                   (sign)

                           Sigrún Edda Jónsdóttir          Lárus B. Lárusson

                                       (sign)                                    (sign)

                                                     Þór Sigurgeirsson

                                                               (sign)

  • Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:

    “Bæjarstjórn samþykkir að álagningarstuðull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði (A- hluta) árið 2008 verði lækkaður úr 0,2% í 0,18% frá og með 1. janúar 2008.  Jafnframt er lagt til að álagningarstuðull vatnsskatts lækki úr 0,1% í 0,09%.  Lækkanir þessar endurspegla enn frekar þá stefnu bæjaryfirvalda að koma til móts við skattgreiðendur í ljósi hækkandi fasteignamats og er jafnframt ætlað að undirstrika mikilvægi skattalækkana í þeim kjaraviðræðum sem nú fara í hönd.  Þá er lagt til að sérstaklega verði komið móts við fasteignaeigendur í hópi aldraðra og öryrkja með 20% hækkun tekjuviðmiðs á afslætti vegna fasteignaskatts.”

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

Fundi var slitið kl.  18:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?