Fara í efni

Bæjarstjórn

671. fundur 12. mars 2008

Miðvikudaginn 12. mars 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

 

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

 

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 393. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 26. febrúar 2008,  og var hún í 13 liðum.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 

  2. Lögð var fram fundargerð 329. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 27. febrúar 2008, og var hún í 16 liðum.

    Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Árni Einarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  3. Lögð var fram fundargerð 4. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 28. febrúar 2008, og var hún í 3 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  4. Lögð var fram fundargerð 208. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 28. febrúar 2008, og var hún í 6 liðum.

    Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson og Árni Einarsson.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  5. Lögð var fram fundargerð 100. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 29. febrúar 2008, og var hún í 7 liðum.

    Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 13. desember 2007, og var hún í 6 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 27. febrúar 2008, og var hún í 10 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 317. fundar stjórnar SSH, dagsett 3. mars 2008, og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 751. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 22. febrúar 2008, og var hún í 31 lið.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  10. Tillögur og erindi:
  • Tekin var til afgreiðslu tillaga N-lista frá 670. fundi bæjarstjórnar í lið 11f,   vegna úttektar á ferlimálum fatlaðra.

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Lárus B. Lárusson.

    Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til Félagsmálaráðs Seltjarnarness.

  • Tekin var til afgreiðslu tillaga N-lista frá 670. fundi bæjarstjórnar í lið 11g,   vegna útvörpunar frá bæjarstjórnarfundum.

    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

    Tillagan var samþykkt samhljóða.

  • Lagt var fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga acronym title="opinberg hlutafélag">ohf., dagsett 11. mars 2008, þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 4. apríl 2008.

    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

    Eftirtaldir voru tilnefndir sem fulltrúar Seltjarnarneskaupstaðar:
    Jónmundur Guðmarsson Nesbala 12.
    Ásgerður Halldórsdóttir Bollagörðum 1.
    Guðrún Helga Brynleifsdóttir Bollagörðum 61.

  • Lagt var fram bréf frá Samgönguráðuneytinu, dagsett 6. mars 2008, varðandi setningu gjaldskrár vegna stöðvunarbrota o.fl. á höfuðborgarsvæðinu.

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Lárus B. Lárusson, Árni Einarsson og Þór Sigurgeirsson.       

    Bæjarstjórn tekur jákvætt í málið á þessu stigi með fyrirvara um endanlega ákvörðun þegar málið liggur fyrir.

 

Samþykkt var að fresta næsta fundi bæjarstjórnar sem vera átti þann 26.  mars nk..

 

Fundi var slitið kl.  17:35



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?