Miðvikudaginn 9. apríl 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.
Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.
Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.
Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.
-
Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2007.Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 208.537 134.904
Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A-hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
Tekjur 2.343.279 2.443.659
Gjöld 2.090.342 2.175.660
Afskriftir 60.711 109 016
Rekstrarniðurstaða 400.763 293.887
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A-hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
Eigið fé 4.243.478 3.935.092
Langtímaskuldir, skuldabréfalán 274.016 337.599
Eignir 5.660.015 5.461.975
Veltufjárhlutfall- veltufjárm./skammt.sk. 6,29 5,43
Eiginfjárhlutfall- eigið fé/heildarfjárm. 74,97% 72,05%
Veltufé frá rekstri 524,618 499,669
Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Lárus Finnbogason hjá Deloitte mætti á fundinn og lagði fram endurskoðunarskýrslu dagsetta 9. apríl 2008 og fór yfir efnisatriði skýrslunnar og svaraði fyrirspurnum bæjarfulltrúa.
Lárus vék af fundi kl 17:50.
Samþykkt samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu.
- Lagður var fram ársreikningur ársins 2007 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Tekjur 9.857
Gjöld 12.730
Afskriftir 3.020
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (17.083)
Rekstrarniðurstaða (Tap) (22.977)
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Skuldir 232.548
Eignir 125.413
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
- Lögð var fram fundargerð 394. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. mars 2008, og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 118. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. mars 2008, og var hún í 15 liðum.
Lögð voru fram drög að reglum um auglýsingaskilti á Seltjarnarnesi. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 203. (26.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 12. mars 2008, og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 88. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 11. mars 2008, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 330. (24.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 31. mars 2008, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 209. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. apríl 2008, sem var í 4 liðum, ásamt upplýsingum um “Grænu tunnuna”.
Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Lárus B. Lárusson.
Samþykkt að vísa “Grænu tunnunni” til Fjárhags og launanefndar.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 341. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 13. mars 2008, og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð Samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 6. mars 2008.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 101. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 14. mars 2008, og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 102. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 28. mars 2008, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 283. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 7. febrúar 2008, og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 284. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 22. febrúar 2008, og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 14. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, dagsett 28. mars 2008, og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 72. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dagsett 28. mars 2008, og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 3. fundar ársins 2008 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 1. apríl 2008, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 752. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. mars 2008, og var hún í 25 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 225. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 19. febrúar 2008, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Fulltrúar Neslistans óska eftir skriflegum svörum við eftirfarandi spurningum á næsta fundi bæjarstjórnar.
a) Hvaða samninga, munnlega eða skriflega, hefur bærinn gert
við Þyrpingu hf. um sölu lands/lóða á Bygggarðasvæðinu?
b) Hvaða vilyrði hefur bærinn gefið Þyrpingu hf. um sölu
lands/lóða á Bygggarðasvæðinu?
c) Hefur bærinn samið við einhverja aðra en Þyrpingu hf. um
sölu lands/lóða á Bygggarðasvæðinu? Ef svo er þá við hverja
og um hvaða land/lóðir.
d) Hvaða lóðir við Bygggarða eru nú í eigu Seltjarnarnesbæjar og til
hvaða tíma er gildandi lóðaleigusamningur fyrir hverja þeirra
um sig?
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Árni Einarsson
(sign) (sign)
Fundi var slitið kl. 18:05