Fara í efni

Bæjarstjórn

676. fundur 11. júní 2008

Miðvikudaginn 11. júní 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:20.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Lúðvík Hjalti Jónsson ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 397. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 27. maí 2008 og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  2. Lögð var fram fundargerð 208. (31.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 28. maí 2008, og var hún í 6 liðum.
    Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 90. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. júní 2008, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  4. Lögð var fram fundargerð 104. fundar Strætó bs., dagsett 30. maí 2008, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 76. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 6. júní 2008, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku:  Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 211. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 2. júní 2008, og var hún í 3 liðum.
    Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lögð var fram fundargerð 320. fundar stjórnar SSH, dagsett 2. júní 2008, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 754. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dagsett 23. maí 2008, og var hún í 21 lið.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  9. Tillögur og erindi:
    a)     Lagt fram bréf dags. 20. maí 2008 frá formanni Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar vegna málefna Strætó bs.
    Til máls tóku:  Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

 

Fundi var slitið kl.  17:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?