Fara í efni

Bæjarstjórn

677. fundur 25. júní 2008

Miðvikudaginn 25. júní 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Lúðvík Hjalti Jónsson ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1. Lögð var fram fundargerð 398. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 10. júní 2008 og var hún í 6 liðum.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 2. Lögð var fram fundargerð 209. (32.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. júní 2008, og var hún í 7 liðum.
  Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Ásgerður Halldórsdóttir.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

 3. Lögð var fram fundargerð 12. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 20. maí 2008, og var hún í 5 liðum.
  Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

 4. Lögð var fram fundargerð 121. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar., dagsett 19. júní 2008, og var hún í 8 liðum.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 5. Lögð var fram fundargerð 226. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 25. apríl 2008, og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 6. Lögð var fram fundargerð 227. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 20. maí 2008, og var hún í 5 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 7. Lögð var fram fundargerð 285. fundar stjórnar skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins, dagsett 31. mars 2008, og var hún í 7 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 8. Lögð var fram fundargerð 286. fundar stjórnar skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins, dagsett 28. apríl 2008, og var hún í 5 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 9. Lögð var fram fundargerð 287. fundar stjórnar skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins, dagsett 30. maí 2008, og var hún í 6 liðum.
  Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lársusson og Jónmundur Guðmarsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 10. Lögð var fram fundargerð 11. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins, dagsett 19. maí 2008, og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 11. Lögð var fram fundargerð 73. stjórnarfundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 18. apríl 2008, og var hún í 6 liðum.
  Til máls tók:  Jónmundur Guðmarsson
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 12. Lögð var fram fundargerð 75. stjórnarfundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 13. júní 2008, og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 13. Samþykkt var að leggja fram 8. fundargerð stjórnar Lækningaminjasafns Íslands dags. 25. júní 2008.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 14. Tillögur og erindi:
  • Lagt fram bréf dags. 28. maí 2008 frá framkvæmdastjóra Strætó bs. varðandi áframhaldandi þátttöku sveitarfélaga í verkefninu „Frítt í Strætó“  Einnig lagt fram bréf dags. 9. maí s.l. varðandi útboð á akstursleiðum Strætó bs.
   Til máls tóku:  Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Lárus B. Lárusson

   Bæjarstjóri bar upp svohljóðandi bókun:

   „Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir fyrir sitt leyti útboð Strætó bs. á aksturleiðum sbr. bréf  Strætó bs. frá 9. Maí sl..  Skuldbinding Strætó er til 8 ára og er því á höndum aðildarsveitarfélaga byggðarsamlagsins á hverjum tíma.  Fulltrúa Seltjarnarnesbæjar í  stjórn Strætó bs. er falið að taka þátt í afgreiðslu stjórnar Strætó bs. í samræmi við það. 

   Bæjarstjórn samþykkir jafnframt áframhaldandi þátttöku í verkefninu frítt í Strætó fyrir námsmenn frá 1. september 2008.  Bæjarstjóra er falið að gera tillögu að útfærslu varðandi framkvæmdina.“

   Samþykkt samhljóða

  • Ólafur Egilsson (D lista), Valhúsabraut 35 , varaformaður skipulags- og mannvirkjanendar Seltjarnarnesbæjar, var kjörinn formaður nefndarinnar og Friðrik Friðriksson (D lista) Bollagörðum 7 varamaður verður aðalmaður skipulags- og mannvirkjanefndar.

   Forseti bæjarstjórnar ítrekaði umræður frá síðasta fundi um að fresta júlífundi bæjarstjórnar, sem var samþykkt.  Næsti fundur bæjarstjórnar verður 20. ágúst 2008.

 

 

Fundi var slitið kl.  18:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?