Miðvikudaginn 24. september 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ólafur Egilsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
1. varaforseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.
Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.
Í upphafi fundar risu fundarmenn úr sætum og minntust Stellu Auðunsdóttur, starfsmanns í bókhaldi, sem lést 17. september s.l. Bæjarstjórn Seltjarnarness færir fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, sem var samþykkt eftir lagfæringu á bókun í lið 16c.
Fundargerðin þannig samþykkt og undirrituð.
- Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2008.
Helstu niðurstöður endurskoðaðrar fjárhagsáætlunarinnar eru þær, að skatttekjur lækka um 12.500.000,- og rekstrargjöld A-hluta hækka um 74.842.000,- en B-hluta um 50.136.540,-. Hagnaður aðalsjóðs er 146,501,000.- en hagnaður samstæðu A og B hluta kr. 97.827.281,-
Til eignabreytinga, arðgreiðslna og afborgana lána eru kr. 591.949.000,- auk eignabreytinga í B-hluta kr. 28.000.000,-, á móti rekstri, afskriftum, reiknuðum lífeyrisskuldbindingum og reiknuðum verðbótum kr. 279.008.281,- Ráðstöfun af fyrra árs hagnaði er því í A-hluta kr. 312.940.719,- og B-hluta kr. 28.000.000,-.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Lárus B. Lárusson.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 400. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. september 2008, og var hún í 13 liðum.
Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Árni Einarsson og Ólafur Egilsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 211. (34.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. september 2008, sem var vinnufundur.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 212. (35.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. september 2008, og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lárus B. Lárusson.
Afgreiðslu á fundargerðinni var frestað.
- Lögð var fram fundargerð 91. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 9. september 2008, og var hún í 5 liðum.
Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 346. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 18. september 2008, og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 9. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 4. september 2008, og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 107. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 12. september 2008, og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 6. fundar ársins hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 16. september 2008, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 13. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 11. ágúst 2008, og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 288. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 11. september 2008, og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 76. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 19. september 2008, og var hún í 22 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Tillögur og erindi:
a) Lagt var fram bréf frá SSH, dagsett 2. september 2008, þar sem boðað er til aðalfundar samtakanna þann 31. október 2008.
b) Lagt var fram bréf Dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsett 9. september 2008, þar sem bent er á ný lög um almannavarnir.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Samþykkt var samhljóða að fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins verði skipuð: Aðalmaður Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12.
Varamaður Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
c) Lagt var fram bréf Landlæknisembættisins, dagsett 11. september 2008, um útilistaverk í tilefni 250 ára afmælis Landlæknisembættisins árið 2010. Óskað var eftir formlegu samstarfi við Seltjarnarnesbæ um framgang verksins.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Ólafur Egilsson.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að undirbúa með hvaða hætti aðkoma bæjarins verður.
d) Bæjarstjóri lagði fram svar við fyrirspurn á 679. fundi bæjarstjórnar, þar sem óskað var eftir nánari skýringum á áætluðum kostnaði við að hefja útsendingu frá bæjarstjórnarfundum.
e) Gerð var fyrirspurn um skýrslu frá Golfklúbbi Ness um barna- og unglingastarf, samkvæmt samningi við sveitarfélagið.
Formanni ITS falið að fylgja málinu eftir.
Fundi var slitið kl. 18:25