Fara í efni

Bæjarstjórn

08. október 2008

Miðvikudaginn 8. október 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1. Lagður var fram ársreikningur Félagsheimilis Seltjarnarness fyrir árið 2007.
  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

 2. Lögð var fram fundargerð 124. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. september 2008, og var hún í 7 liðum.
  Til máls tók: Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 3. Lögð var fram fundargerð 335. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 30. september 2008, sem var í 10 liðum.
  Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 4. Lögð var fram fundargerð 13. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 15. september 2008, og var hún í 6 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 5. Tillögur og erindi:
  a)     Lagt var fram bréf frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 22. september 2008, þar sem boðað er til fundar í hverju sveitarfélagi með fulltrúum bæjarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu ásamt fleiri fulltrúum þeirra.  
  Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Bæjarstjóri greindi frá ástandi á fjármálamörkuðum á Íslandi og hvernig það snertir sveitarfélög landsins og fjárhagsáætlunargerð næsta árs.

Fundi var slitið kl.  17:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?