Fara í efni

Bæjarstjórn

22. október 2008

Miðvikudaginn 22. október 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Sólveig Pálsdóttir, Ólafur Egilsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 125. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. október 2008, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: Ólafur Egilsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  2. Lögð var fram fundargerð 401. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. október 2008, og var hún í 2 liðum.
    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lögð var fram í annað sinn fundargerð 212. (35.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. september 2008, og var hún í 8 liðum. Einnig lögð fram tillaga Skólanefndar vegna framtíðarþarfa í skólahúsnæði.
    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 213. (36.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. október 2008, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 92. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 25. september 2008, sem var vinnufundur.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 93. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 7. október 2008, sem var vinnufundur.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð 214. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 16. október 2008, og var hann í 4 liðum.
    Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 253. fundar stjórnar SORPU bs. dagsett 29. september 2008, sem var í 5 liðum.
    Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 108. fundar stjórnar Strætó bs, dagsett 26. september 2008, og var hún í 9 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Lögð var fram fundargerð 228. fundar stjórnar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 24. september 2008, og var hún í 13 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  11. Lögð var fram fundargerð 757. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 10. október 2008, og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  12. Lögð var fram fundargerð 289. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 9. október 2008, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  13. Lögð var fram fundargerð 77. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 17. október 2008, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Ólafur Egilsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  14. Lögð var fram fundargerð 16. fundar í Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins, dagsett 17. október 2008, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  15. Tillögur og erindi:
    • Lagt var fram bréf frá SSH, dagsett 15. október 2008, þar sem óskað er eftir skipan tveggja fulltrúa Seltjarnanresbæjar á aðalfund SSH, sem fyrirhugaður er 31. október nk.
      Fulltrúar Seltjarnarness voru kjörin,
      aðalmenn; Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15 og Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61.
      Til vara; Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84 og Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.
    • Lögð var fram umsagnarbeiðni, dagsett 20. október 2008, frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna tækifærisveitinga- og skemmtanaleyfis í tilefni af „Herrakvöldi Gróttu“ föstudaginn 31. október nk., í hátíðarsal Íþróttahúss Seltjarnarness.
      Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis þessa.
    • Tekið var til umræðu byggingarmál á Bygggarðasvæði ásamt bréfi frá Þyrpingu, dagsett 25. ágúst 2008.
      Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ólafur Egilsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
      Afgreiðslu frestað til næsta fundi.
      Fundi var slitið kl. 17:50
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?