Fara í efni

Bæjarstjórn

12. nóvember 2008

Miðvikudaginn 12. nóvember 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1.  Lögð var fram til fyrri umræðu Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2009.
  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.
  Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2008 til síðari umræðu.
 2. Lögð var fram fundargerð 336. (30.) fundar  Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 30. október 2008, og var hún í 10 liðum.
  Til máls tóku: Lárus B. Lárusson og Árni Einarsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 3. Lögð var fram fundargerð 402. fundar  Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. nóvember 2008, og var hún í 6 liðum.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 4. Lögð var fram fundargerð 10. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 4. nóvember 2008, og var hún í 7 liðum.
  Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Þór Sigurgeirsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 5. Lögð var fram fundargerð 7. fundar  ársins 2008 hjá Heilbrigðisnefnd, dagsett 21. október 2008, og var hún í 5 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 6. Lögð var fram fundargerð 78. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 31. október 2008, og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 7. Lögð var fram fundargerð 254. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 27. október  2008, sem var í 3 liðum.
  Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 8. Lögð var fram fundargerð 109. fundar stjórnar Strætó bs, dagsett 22. október 2008, og var hún í 5 liðum.
  Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 9. Lögð var fram fundargerð 110. Fundar stjórnar Strætó bs, dagsett 31. október 2008, og var hún í 2 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 10. Lögð var fram fundargerð 323. fundar stjórnar SSH, dagsett 6. október 2008, og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 11. Lögð var fram fundargerð 324. fundar stjórnar SSH, dagsett 8. október 2008, og var hún um ný uppkomna stöðu í efnahagslífinu.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 12. Lögð var fram fundargerð 325. fundar stjórnar SSH, dagsett 24. október 2008, og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 13. Lögð var fram fundargerð 229. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 14. október 2008, og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 14. Lögð var fram fundargerð 758. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 31. október 2008, og var hún í 20 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 15. Kjörnir voru fulltrúar í stjórn Félagsheimilis Seltjarnarness.
  Formaður, Ólafur Melsted, framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs og Einar Norðfjörð, Tæknideild Seltjarnarneskaupstaðar.
 16. Fyrirhugaður fundur með lögreglustjóra er áætlaður 26. nóvember nk. í upphafi bæjarstjórnarfundar.

 

Fundi var slitið kl.  17:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?