Fara í efni

Bæjarstjórn

26. nóvember 2008

Miðvikudaginn 26. nóvember 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir,  Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1. Lögð var fram til seinni umræðu Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2009.
  Samþykkt samhljóða að fresta síðari umræðu til næsta fundar.
 2. Lögð var fram fundargerð 214. (37.) fundar  Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. nóvember 2008, sem var vinnufundur.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 3. Lögð var fram fundargerð 215. (38.) fundar  Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. nóvember 2008, og var hún í 4 liðum.
  Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson og Þór Sigurgeirsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 4. Lögð var fram fundargerð 347. fundar  Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 16. október 2008, og var hún í 6 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 5. Lögð var fram fundargerð 348. fundar  Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 20. nóvember 2008, og var hún í 2 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 6. Lögð var fram fundargerð 14. fundar  Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 29. október 2008, og var hún í 2 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 7. Lögð var fram fundargerð 80. fundar  Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 17. nóvember 2008, og var hún í 5 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 8. Lögð var fram fundargerð 403. fundar  Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. nóvember 2008, og var hún í 3 liðum.
  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 9. Lögð var fram fundargerð 126. fundar  Skipulags- og mannvirkjanefndar á Seltjarnarnesi, dagsett 20. nóvember 2008, og var hún í 7 liðum.
  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Lárus B. Lárusson.
  Undir lið 3b. iv., um skipulag Bygggarðasvæðis,  samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun samhljóða:

  "Stefnt er að því að reist verði íbúðarbyggð við Bygg- og Sefgarða, þar sem áður var skilgreint iðnaðarsvæði. Samkvæmt aðalskipulagi Seltjarnarness er svæðið sem afmarkað er fyrir nýja íbúðarbyggð við Bygggarða og Sefgarða um 3 ha að stærð.

  Leiðarljós við gerð deiliskipulagsins:
  ·  Áhersla verði lögð á það að varðveita og nýta sérstöðu svæðisins, sem einkennist af nálægð við sjó og fjöru
      og fallegri sjávar og fjallasýn.
  ·   Kappkostað verði að skapa fallegt heildaryfirbragð sem tekur mið af aðliggjandi byggð.
  ·   Öll akandi, gangandi og hjólandi umferð um hverfið verði sem best hvað umferðaröryggi og umhverfisgæði
       varðar.
  ·    Hugað verði vel að því að opin græn svæði í skipulaginu verði sem best úr garði gerð.
  ·    Áhersla verði lögð á það að tekið sé tillit til nærliggjandi byggðar hvað yfirbragð varðar.
  ·    Hugað verði að hagsmunum Hitaveitu Seltjarnarness.

  Skipulagsforsendur:
  Blönduð byggð sérbýlis, þ.e. einbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa.
  Hámarkshæð bygginga: 2 hæðir.
  Nýtingarhlutfall lóða 0,5 til 0.6. "
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 10. Lögð var fram fundargerð 8. fundar  ársins 2008 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 18. nóvember 2008, og var hún í 4 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 11. Lögð var fram fundargerð 290. fundar  stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 13. nóvember 2008, og var hún í 10 liðum.
  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 12. Lögð var fram fundargerð 255. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 17. nóvember  2008, sem var í 3 liðum.
  Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 13. Lögð var fram fundargerð 79. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 21. nóvember 2008, og var hún í 5 liðum.
  Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Lárus B. Lárusson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 14. Tillögur og erindi:
  a)     Samþykkt var að taka á dagskrá ráðningu framkvæmdastjóra Fjárhags- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarneskaupstaðar.  
  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
  Lögð var fram eftirfarandi tilllaga:

  "Bæjarstjórn samþykkir á grundvelli auglýsingar um starf framkvæmdastjóra Fjárhags- og stjórnsýslusviðs og greinagerðar  Capacent þar að lútandi að ráða Birgi Finnbogason í starf framkvæmdastjóra Fjárhags- og stjórnsýslusviðs. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við viðkomandi."
  Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum en einn fulltrúi sat hjá.

  b)    Greint var frá boði eldriborgara í skötuveislu LIONS. Þátttaka samþykkt með sama sniði og í fyrra.

  

Fundi var slitið kl.  17:50
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?