Fara í efni

Bæjarstjórn

17. desember 2008

Miðvikudaginn 17. desember 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir,  Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

Undir 1. tölulið fundarins sat ný ráðinn framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs, Birgir Finnbogason, og var hann boðinn velkominn til starfa.

  1. Lögð var fram til seinni umræðu Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2009.
    Tekjur A-hluta aðalsjóðs og stofnana er áætlaður kr. 1.772.000.000.- og gjöld kr. 1.746.007.200.-. Rekstrarhagnaður af rekstri A-hluta aðalsjóðs og stofnana er áætlaður kr. 25.992.800.-
    Rekstrarhagnaður A- og B-hluta er kr. 15.413.990.-
    Rekstrarhlutfall af skatttekjum A-hluta aðalsjóðs og stofnana, er 98,5%.
    Til eignabreytinga, arðgreiðslna og afborgana lána eru í A- hluta kr. 138.763.000.- og í B-hluta kr. 102.948.190.-, á móti rekstri, afskriftum, reiknuðum lífeyrisskuldbindingum og reiknuðum verðbótum í A-hluta kr. 245.580.000.- og í B-hluta kr. 96.803.000.- Ráðstöfun af fyrra árs hagnaði er því í A-hluta kr. 106.817.000.- en rekstrarafgangur B-hluta kr. 6.145.190.-
    Forsendur tekju og gjaldaliða eru óbreyttar frá fyrra ári og eru eftirfarandi:
    Álagningarhlutfall útsvars verður 12,10% .
    Álagningarprósenta fasteignaskatts verður:
      -Gjaldflokkur A, íbúðarhúsnæði  0,18%
      -Gjaldflokkur B, opinbert húsnæði 1,32% af fasteignamati.
      -Gjaldflokkur C, aðrar fasteignir 1,12% af fasteignamati.
    Lóðarleiga verður af A-hluta 0,35% og B-hluta 1,5% af lóðarhlutamati.
    Vatnsskattur verður 0,090% af fasteignamati fullbúinnar eignar.
    Urðunargjald sorps verður kr. 9.500 á hverja eign.
    Sorphreinsigjald verður kr. 4.500 á hverja eign.
    Fráveitugjald verður 0,097% af fasteignamati.
    Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson og Ásgerður Halldórsdóttir.
    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 borin undir atkvæði bæjarstjórnar og samþykkt samhljóða.
  2. Lögð var fram fundargerð 127. fundar  Skipulags- og mannvirkjanefndar á Seltjarnarnesi, dagsett 11. desember 2008, og var hún í 6 liðum.
    Einnig voru lögð fram drög að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.
    Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lárus B. Lárusson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
    Samþykkt var samhljóða eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
    „Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykktar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11.12. s.l. samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.“
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lögð var fram fundargerð 337. (31.) fundar  Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 24. nóvember 2008, og var hún í 7 liðum.
    Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 338. (32.) fundar  Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 8. desember 2008, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tók: Lárus B. Lárusson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 349. fundar  Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 11. desember 2008, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 94. fundar  Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 25. nóvember 2008, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð 95. fundar  Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 2. desember 2008, og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 215. fundar  Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 27. nóvember 2008, og var hún í 2 liðum.
    Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 404. fundar  Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. desember 2008, og var hún í 4 liðum.
    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 23. október 2008, og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  11. Lögð var fram fundargerð 111. fundar  stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 24. nóvember 2008, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  12. Lögð var fram fundargerð 112. fundar  stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 28. nóvember 2008, og var hún í 1 lið.
    Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
    Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:

    „Bæjarstjórn Seltjarnarness leggur til að gerðar verði breytingar á stjórn Strætó bs og þar muni framvegis sitja framkvæmdastjórar þeirra sveitarfélaga sem að byggðarsamlaginu Strætó bs koma. Í framhaldi af umræðum um rekstur Strætó bs á aðalfundi byggðasamlagsins og í ljósi mikillar aukningar á framlögum til rekstrar Strætó bs á undanförnum misserum er það okkar mat að ástæða sé til að þeir sem við stjórnvölinn sitji í hverju bæjarfélagi og hafa sem sinn aðalstarfa komi að stjórninni og sinni því tímafreka verkefni sem þarf til að koma rekstri byggðasamlagsins á réttan rekspöl og finni þær leiðir sem hagkvæmastar eru fyrir sveitarfélögin að reka þessa þjónustu“.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  13. Lögð var fram fundargerð 230. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 4. nóvember  2008, sem var í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  14. Lögð var fram fundargerðir eftirtalinna funda stjórnar SSH.;  nr. 326 dagsett 3. nóvember 2008 í 3 liðum, nr. 327 dagsett 17. nóvember 2008 í 2 liðum, nr. 328 dagsett 24. nóvember 2008 í 4 liðum og nr. 329 dagsett 1. desember 2008 í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  15. Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2009 og var hún samþykkt samhljóða án breytinga.
    Bæjarstjórnarfundir á árinu 2009 verða því á eftirfarandi dögum:
    21. janúar, 11. febrúar, 25. febrúar, 11. mars, 25. mars, 15. apríl, 29. apríl, 13. maí, 27. maí, 10. júní, 24. júní, 15. júlí, 19. ágúst, 9. september, 23. september, 14. október, 28. október, 11. nóvember, 25. nóvember og 16. desember.

 

Fundi var slitið kl.  18:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?