Fara í efni

Bæjarstjórn

21. janúar 2009

Miðvikudaginn 21. janúar 2009 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir,  Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

 

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

 

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1. Lögð var fram fundargerð 405. fundar  Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 20. janúar 2009, og var hún í 10 liðum.
  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 2. Lögð var fram fundargerð 128. fundar  Skipulags- og mannvirkjanefndar á Seltjarnarnesi, dagsett 15. janúar 2009, og var hún í 5 liðum.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 3. Lögð var fram fundargerð 216. (39.) fundar  Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 14. janúar 2009, og var hún í 9 liðum.
  Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 4. Lögð var fram fundargerð 215. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 8. janúar 2009, og var hún í 4 liðum.
  Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 5. Lögð var fram fundargerð 15. fundar  Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 15. desember 2008, og var hún í 1 lið.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 6. Lagðar voru fram fundargerðir vinnuhóps um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis 10. fundar dagsett 30. september 2008, 11. fundar dagsett 15. október 2008 , 12. fundar dagsett 23. október 2008, 13. fundar dagsett 29. október 2008 , 14. fundar dagsett 30. október 2008, 15. fundar dagsett 21.  nóvember 2008, 16. fundar dagsett 5. desember 2008 og 17. fundar dagsett 9. fanúar 2009.
  Einnig var lögð fram áfangaskýrsla vinnuhópsins gerða í janúar 2009.
  Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Lárus B. Lárusson.
  Forseti lagði fram eftirfarandi bókun:
  Forseti bæjarstjórnar  vill þakka bæjarstjóra og nefndarmönnum í vinnuhóp um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis vel unnin störf síðustu mánuði í þessu mikilvæga máli, samanber fundargerðir hópsins sem lagðar eru fram í bæjarstjórn 21. janúar 2009.
  Bæjarfulltrúar tóku heilshugar undir bókun forseta.
  Samþykkt samhljóða að veita vinnuhópnum umboð til áframhaldandi vinnu við verkefnið.  Efnt verður til reglulegra kynningarfunda með bæjarfulltrúum og fundargerðum hópsins dreift til bæjarstjórnar jafnóðum.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 7. Lögð var fram fundargerð 9. fundar  ársins 2008 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 16. desember 2008, og var hún í 4 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 8. Lögð var fram fundargerð 113. fundar  stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 9. janúar 2009, og var hún í 4 liðum.
  Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir og Lárus B. Lárusson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkar.
 9. Lögð var fram fundargerð 80. fundar  stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dagsett 16. janúar 2009, og var hún í 7 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 10. Lögð var fram fundargerð 256. fundar  stjórnar SORPU bs, dagsett 15. desember 2008, og var hún í 3 liðum.
  Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 11. Lögð var fram fundargerð 257. fundar  stjórnar SORPU bs, dagsett 5. janúar  2009, og var hún í 2 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 12. Lögð var fram fundargerð 759. fundar  stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 12. desember  2008, og var hún í 31 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 13. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 27. nóvember 2008, og var hún í 9 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 14. Lagðar voru fram fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, 14. fundar haldinn í september 2008 sem var í 4 liðum, 15. fundar dagsett 10. október  2008 sem var í 4 liðum og 16. fundar dagsett 14. nóvember  2008 sem var í 3 liðum.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar. 
 15. Tillögur og erindi:
 16. a)     Lagt var fram bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dagsett 7. janúar 2009, vegna viðræðna við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um rekstur heilbrigðisþjónustu.
  Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
  Samþykkt að fulltrúi Seltjarnarnesbæjar á fundi ráðuneytisins verði Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri.
  b)    Lagt var fram bréf skólahjúkrunarfræðings, dagsett 15. janúar 2009, þar sem lagt er til að stofnaður verði faglegur starfshópur vegna aðsteðjandi félagslegra vandamála í kjölfar efnahagsástandsins.
  Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson og Ásgerður Halldórsdóttir.
  Bæjarstjóra falið að útvíkka  verkefni áður stofnaðs hóps starfsmanna bæjarins samkvæmt umræðu fundarins.
  c)     Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna útgáfu nýs rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki III, Rauða Ljónið að Eiðistorgi 15.
  Til máls tóku: Allir bæjarfulltrúar.
  Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að umsögn:
  „Á grundvelli málsgagna og  lögum um opinbera stjórnsýslu telur bæjarstjórn Seltjarnarness sér ekki stætt á að hafna umsókn Ljónsins ehf. um veitingaleyfi að Eiðistorgi, Seltjarnarnesi.  Viðkomandi aðili hefur lagt fram gilda umsókn um starfrækslu veitingastaðar á torginu sem skv. aðal- og deiliskipulagi er ætlað undir verslun og þjónustu.  Þá hefur hann aflað, eða hyggst afla, tilskilinna leyfa og umsagna annarra þar til bærra aðila, svo sem lögreglu, slökkviliðs, Heilbrigðisnefnda Kjósarsvæðis  og byggingafulltrúa Seltjarnarnesbæjar.  Strangur fyrirvari er þó gerður um öflun ofangreindra umsagna/leyfa áður en til útgáfu veitingaleyfisins kemur.  Afstaða bæjarstjórnar Seltjarnarness byggist auk annars á reynslu af veitingarekstri á Eiðistorgi, m.a. annars ítrekuðum misbrestum og brotum á skilyrðum veitingaleyfis og viðkomandi löggjöf.
  Um leið og ekki er talið réttmætt að umsækjandi, sem hefur áralanga reynslu af veitingarekstri og lagt hefur fram gilda umsókn til veitingarekstrar í þar til gerðu húsnæði, verði látinn gjalda fyrir fyrri mistök og brot telur bæjarstjórn mikilvægt að eftirlit lögreglu og annarra eftirlitsaðila með starfsemi Ljónsins ehf. verði bæði öflugt og virkt.  Þá setur bæjarstjórn Seltjarnarness það sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins að:
  1.       Eftir almenna lokun torgsins kl. 22 skulu dyraverðir Ljónsins ehf. hafa eftirlit með torginu og hafa fulla heimild til að rýma það skv. skilyrðum veitingaleyfisins.
  2.       Dyraverðir Ljónsins ehf. annist dyravörslu við inngang torgsins utan almennns opnunartíma, um helgar og á almennum frídögum.
  3.       Rekstraraðili tryggi að ummerki um veitingasölu verði hvorki á torginu eða skilin þar eftir, einnig að eftirlit með gestum staðarins verði með þeim hætti að aðrir gestir torgsins verði ekki fyrir ónæði eða óþægindum.
  4.       Um frekari skilyrði vísast til ákvæða áfengislaga.“

  Guðrún Helga Brynleifsdóttir lagði til að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað til næsta fundar.
  Samþykkt samhljóða.

 

Fundi var slitið kl.  18:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?