Fara í efni

Bæjarstjórn

11. mars 2009

Miðvikudaginn 11. mars 2009 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 407. fundar  Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 10. mars 2009, og var hún í 18 liðum.
    Til máls tóku: Allir bæjarfulltrúar.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  2. Lögð var fram fundargerð 341. (35.) fundar  Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 3. mars 2009, og var hún í 20 liðum.
    Til máls tók: LBL.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  3. Lögð var fram fundargerð  96. fundar  Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. mars 2009, og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 13. fundar  stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 27. febrúar 2009, og var hún í 1 lið.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 14. fundar  stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 5. mars 2009, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 16. fundar  Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 10. febrúar 2009, og var hún í 2 liðum.
    Til máls tók: JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð 17. fundar  Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 5. mars 2009, og var hún í 1 lið.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 18. fundar  vinnuhóps um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis, dagsett 26. febrúar 2009, og var hún í 7 liðum.
    Til máls tók: JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð starfshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi, dagsett 24.febrúar 2009.
    Til máls tóku: JG, SH, ÞS.
    Lögð voru fram minnisblöð um fjölda atvinnulausra.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Lögð var fram fundargerð 17. fundar  Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, dagsett 20. janúar 2009, og var hún í 7 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkar.
  11. Lögð var fram fundargerð 332. fundar  stjórnar SSH, dagsett 2. mars 2009, og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  12. Lögð var fram fundargerð 259. fundar  stjórnar SORPU  bs, dagsett 23. febrúar 2009, og var hún í 7 liðum.
    Til máls tók: ÞS.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkar.
  13. Lögð var fram fundargerð 115. fundar  stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 27. febrúar 2009, og var hún í 9 liðum.
    Til máls tóku: SEJ, SH og LBL.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  14. Lögð var fram fundargerð 17. fundar  samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 27. febrúar 2009, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  15. Lögð var fram fundargerð 761. fundar  stjórnar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. febrúar 2009, og var hún í 20 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  16. Tillögur og erindi:
    a)     Lagt var fram bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 2. mars 2009 varðandi úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum.
    Til máls tók: JG.
    Erindinu vísað til stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness.

    b)    Lögð var fram ný umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna útgáfu nýs rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki III, Rauða Ljónið að Eiðistorgi 15, þar sem er breyttur opnunartími frá fyrri umsókn.
    Til máls tóku: Allir bæjarfulltrúar.
    GHB lagði fram eftirfarandi tillögu að umsögn vegna umsóknar rekstrarleyfis sbr. 4. mgr. 10. gr. laga nr 85/2007.

    „Bæjarstjórn hefur fengið til umsagnar umsókn Ljónsins ehf. Kt. 411208-0870 um nýtt rekstrarleyfi á Eiðistorgi 15. Fram kemur í umsókn að umsækjandi hyggst reka þar skemmtistað sem til stendur að hafa opin til kl. 23:00 alla virka daga og til kl. 1:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags.

    Samkvæmt lögum nr. 85/2007, 4.gr. eru veitingastaðir flokkaðir í þrjá flokka. Umsækjandi sækir um rekstur á veitingastað samkvæmt III. flokki en slíkur veitingastaður er skilgreindur sem „umfangsmiklir áfengisveitingastaðir, svo sem þar sem leikin er hávær tónlist og/eða afgreiðslutími er lengri en til kl. 23 og kalla á meira eftirlit og/eða löggæslu“.

    Í húsnæði því sem hér um ræðir, er bæði verslunar- og íbúðarhúsnæði. Aðgengi að staðnum er í gegnum Eiðistorgið, sem er stórt svæði.

    Það er mat bæjarstjórnar að svo umfangsmikill áfengisveitingastaður í téðu húsnæði sé til þess fallinn að valda íbúum og nágrenninu ónæði. Af þeirri ástæðu getur bæjarstjórn ekki fyrir sitt leyti gefið umsókninni jákvæða umsögn“.

    Afgreiðslu umsagnar frestað til næsta fundar.

 

Fundi var slitið kl.  18:20
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?