Fara í efni

Bæjarstjórn

13. maí 2009

Miðvikudaginn 13. maí 2009 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð 693. fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

 1. Lögð var fram fundargerð 353. fundar  Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 27. apríl 2009, og var hún í 14. liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 2. Lögð var fram fundargerð 342. (36.)  fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 30. apríl 2009, og var hún í 18 liðum.
  Til máls tók: LBL.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 3. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins; 292. fundar dagsett 11. febrúar sem var í 10 liðum, 293. fundar dagsett 5. mars sem var í 8 liðum, 294. fundar dagsett 26. mars sem var í 9 liðum og 295. fundar dagsett 29. apríl sem var í 8 liðum.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 4. Lögð var fram fundargerð 117. fundar stjórnar  STRÆTÓ bs., dagsett 30. apríl 2009, og var hún í 4 liðum.
  Til máls tóku: SEJ, JG og SH.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 5. Lögð var fram fundargerð 84. fundar stjórnar  Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins bs., dagsett 8. maí 2009, og var hún í 6 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 6. Lögð var fram fundargerð 763. fundar stjórnar  Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 29. apríl 2009, og var hún í 18 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 7. Lögð var fram fundargerð 334. fundar stjórnar  Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 4. maí 2009, og var hún í 5 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 8. Tillögur og erindi:
  a)     Lögð var fram viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu, 2008 Heimsfaraldur inflúensu Landsáætlun, unna af almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og sóttvarnalæknis að ósk ríkisstjórnar Íslands.
  Til máls tóku: JG, SH, ÁH, LBL og ÞS.
  b)    Samþykkt var að taka á dagskrá Stofnskrá Lækningaminjasafns Íslands sem er í 17. greinum, dagsett 14. maí 2009.
  Stofnskráin var samþykkt samhljóða og undirrituð.
 9. SH spurðist fyrir um kröfu Þyrpingar um riftun samninga við Seltjarnarnesbæ á Bygggarðasvæðinu.
  Til máls tóku: JG, GHB, ÁH, SEJ, SH, og ÞS.
  Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

  „Bæjarstjóra barst bréf frá Þyrpingu dagsett 24. apríl 2009 þar sem tilkynnt er um riftun á samningum Þyrpingar hf. og Seltjarnarnesbæjar vegna samnings sem gerður var 14. nóvember 2005 og 29. ágúst 2006.

  Bæjarstjórn Seltjarnarness fundaði miðvikudaginn 29. apríl kl. 17. samkvæmt venju. Bæjarstjóri sá ekki ástæðu til að upplýsa kjörna fulltrúa um þetta bréf, hvorki óformlega né formlega á þessum fundi. Í sjónvarpsfréttum þetta sama kvöld þ.e. 29. apríl kemur frétt um málið og kjörnir fulltrúar bæjarfélagsins heyra fyrst af þessu bréfi þar.

  Bæjarstjóri er ráðinn af bæjarstjórn sem framkvæmdastjóri lýðræðislega kjörnar bæjarstjórnar. Átelja verður þau vinnubrögð bæjarstjóra að upplýsa ekki kjörna fulltrúa um þetta mál. Vinnubrögð af þessu tagi eru óþolandi og alls ekki einsdæmi samrýmist ekki starfi hans og ábyrgð gagnvart bæjarstjórn.“

  Sunneva Hafsteinsdóttir           Guðrún Helga Brynleifsdóttir

  (sign)                                                (sign)

  Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
  „Undirritaður   áréttar að dagskrá bæjarstjórnarfundar var frágengin og útsend áður en umrætt bréf barst og því ekki á dagskrá umrædds fundar.
  Dagskrá bæjarstjórnafunda gerir ekki ráð fyrir óformlegu spjalli um mál utan dagskrár.
  Umrætt bréf var sent rakleiðis til lögmanna bæjarins við móttöku, enda ekkert í því sem bæjarfulltrúar höfðu ekki verið undirbúnir undir frá því í nóvember síðastliðinn með greinargerð lögmanna bæjarins.“

  Jónmundur Guðmarsson
  (sign)

  Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

  „Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að Fjárhags- og launanefnd endurskilgreini hlutverk sitt og geri tillögu til bæjarstjórnar um nýtt verksvið og vinnulag með það fyrir augum að tryggja betra upplýsingarflæði og lýðræðislegri vinnubrögð í stjórn bæjarins.

  Lagt er til að tillagan liggi fyrir 15. júní 2009, og taki gildi þegar bæjarstjórn hefur afgreitt hana.“

  Greinargerð:
  Í flestum bæjarfélögum er starfandi bæjarráð. Á Seltjarnarnesi starfar Fjárhags- og launanefnd sem hefur miklu takmarkaðri hlutverk heldur en bæjarráð. Þessi tilhögun veikir stjórnsýslu bæjarins og takmarkar upplýsingarflæði til kjörinna fulltrúa. Á sama tíma veitir það bæjarstjóra óeðlilegt vald, að hafa ekki fagnefnd (bæjarráð) sem hefur þann starfa að fara ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn bæjarins.

  Sunneva Hafsteinsdóttir                    Guðrún Helga Brynleifsdóttir

  (sign)                                                           (sign)

  Samþykkt að fresta afgreiðslu á tilllögunni til næsta fundar bæjarstjórnar.

 

 

 

Fundi var slitið kl.  17:45
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?