Fara í efni

Bæjarstjórn

27. maí 2009

Miðvikudaginn 27. maí 2009 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð 694. fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

Lögð var fram fundargerð 409. fundar  Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 14. maí 2009, og var hún í 13 liðum.
Til máls tóku: SH, JG og ÞS.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  1. Lögð var fram fundargerð 132. fundar  Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. maí 2009, og var hún í 8 liðum.
    Til máls tók: JG.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  2. Lögð var fram fundargerð 221. (44.)  fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 20. maí 2009, og var hún í 9 liðum.
    Til máls tóku: SEJ, SH, ÁH og LBL.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  3. Lögð var fram fundargerð 98.  fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 19. maí 2009, og var hún í 7 liðum.
    Til máls tóku: SH og JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 83.  fundar stjórnar Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 20. maí 2009, og var hún í 2 liðum. Einnig lagðar fram samþykktir fyrir Veitustofnun Seltjarnarness í 17 greinum dagsett 27. maí 2009.
    Til máls tóku: JG og ÞS.
    Samþykktirnar voru samþykktar samhljóða.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 220.  fundar stjórnar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 19. maí 2009, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: ÞS, GHB, SEJ, SH, LBL og ÁH.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 118. fundar stjórnar  STRÆTÓ bs., dagsett 15. maí 2009, og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  7. Lögð var fram fundargerð 119. fundar stjórnar  STRÆTÓ bs., dagsett 20. maí 2009, og var hún í 4 liðum.
    Til máls tók: SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  8. Lögð var fram fundargerð 18. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðins, dagsett 8. maí 2009, og var hún í 2 liðum.
    Til máls tóku: SH og JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  9. Lögð var fram fundargerð 335. fundar stjórnar  Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 12. maí 2009, og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  10. Lögð var fram fundargerð 18. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins (AHS), dagsett 8. maí 2009, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  11. Tillögur og erindi:
    a)     Lagt var fram bréf frá SORPU bs, dagsett 30. mars 2009, tillaga um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi 2009 – 2020.
    Til máls tók: ÞS.
    Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
    b)    Tekin var til afgreiðslu tilllaga Neslistans í 9. lið 694. fundar bæjarstjórnar.
    Til máls tóku: JG, GHB, SH og ÁH.
    Tillögunni var vísað til bæjarstjórnar á nýju kjörtímabili.
    c)     Samþykkt var að fresta fundi bæjarstjórnar sem áætlaður var þann 15.  júlí n.k.
    d)    Lagt var fram bréf frá Málræktarsjóði, dagsett  8. maí 2009, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Seltjarnarnesbæjar á aðalfund Málræktarsjóðs sem halda á 12. júní nk.
    Samþykkt samhljóða að fulltrúi Seltjarnarnesbæjar verði Sólveig Pálsdóttir, Unnarbraut 14. 
    e)     Lögð var fram umsagnabeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna útgáfu tækifæris- og tímabundins áfengisveitingaleyfis til Íþróttafélagsins Gróttu, fyrir Stuðmannaballi í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness sem vera á 29. ágúst n.k.
    Til máls tóku: JG, SEJ og LBL.
    Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins, að fenginni jákvæðri umsögn slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits.
    f)      Umræða varð um seinagang lögreglu  á vettvang  þegar innbrot og alvarleg árás á einstakling átti sér stað í vikunni hér á Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn Seltjarnarness fordæmir umræddan verknað.
    Til máls tóku: LBL, GHB, ÞS, SH, ÁH og JG.
    Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga frá lögreglunni um viðbragðsáætlanir og útkallstíma hennar á Seltjarnarnesi.

 

Fundi var slitið kl.  18:05
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?