Fara í efni

Bæjarstjórn

19. ágúst 2009

Miðvikudaginn 19. ágúst 2009 kl. 17:00 kom  kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Árni Einarsson (ÁE) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð fundargerð síðasta fundar bæjarstjórnar nr. 697.  
Fundargerðin samþykkt samhljóða og undirrituð. 

Að því búnu var gengið til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Lagðar voru fram fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness,  224. (47.) fundar dagsett 15. júní 2009, sem var vinnufundur og 225. (48.) fundar dagsett 12. ágúst 2009, sem var í 3 liðum.
    Til máls tók: SEJ.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  2. Lögð var fram fundargerð 411. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. ágúst 2009, og var hún í 26 liðum.
    Til máls tóku: SH, JG, ÞS og ÁH.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lögð var fram fundargerð 221. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 6. ágúst 2009, og var hún í 4 liðum.
    Til máls tóku: ÞS, SH, LBL, ÁE, SEJ og JG.
    Þriðji liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða, en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 344. (38.)  fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 30. júní 2009, og var hún í 8 liðum.
    Til máls tóku: LBL og SH.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 2. fundar undirbúningshóps um stækkun fimleikahúss, dagsett 11. júlí 2009, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: LBL, ÞS og JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 20. fundar  vinnuhóps um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis, dagsett 7. ágúst 2009, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: ÁE og JG.
    Vinnuhópur um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis fer þess á leit við bæjarstjórn að hópurinn haldi áfram með verkefnið um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis.
    Samkvæmt fundargerð hópsins frá 7. ágúst 2009 telur hópurinn rétt vegna þekkingar hans á verkefninu að honum verði falið að skoða  eftirfarandi atriði fyrir bæjarstjórn:

    - Boða fund með fulltrúum félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem komið hafa að málinu á fyrri stigum og kynna fyrir þeim niðurstöðu dómnefndarinnar.
    - Ganga frá samningi við vinningshafann um áframhaldandi vinnu, athuga að samningurinn liggur fyrir sem hluti af útboðsgögnum.
    - Undirbúa og hefja gerð deiliskipulags, semja þarf um tímasetningar.
    - Hefja þarf viðræður við félags- og tryggingamálaráðuneytið um fjármögnun verksins og rekstur heimilisins.
    - Skilgreina þarf aðild og kostnaðarhlutdeild ríkisins og bæjarins í byggingunni.
    - Verðmeta þarf rýmin eftir tegund notkunar.
    -
    Skoða þarf hvort reksturinn á heimilinu verði boðinn út.

    Bæjarstjórn felur nefndinni að ganga í ofangreind mál, þangað til annað verður ákveðið.  
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð 4. fundar ársins 2009 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæis, dagsett 28. maí 2009, og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 5. fundar ársins 2009 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 23. júní 2009, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 336. fundar  stjórnar SSH, dagsett 8. júní 2009, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Lögð var fram fundargerð 337. fundar  stjórnar SSH, dagsett 15. júní 2009, og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  11. Lögð var fram fundargerð 263. fundar  stjórnar SORPU bs, dagsett 29. júní 2009, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tók: ÞS.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  12. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 31. mars 2009 í 7 liðum, dagsett 28. maí 2009 í 8 liðum og dagsett 11. júní 2009 í 5 liðum.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  13. Lögð var fram fundargerð 235. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 30. júní 2009, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  14. Lögð var fram fundargerð 765. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. júní 2009, og var hún í 23 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  15. Tillögur og erindi:
  16. a)  Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna útgáfu tækifærisveitinga- og skemmtanaleyfis til Íþróttafélagsins Gróttu, fyrir unglingadansleik 12-16 ára sem halda á í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness 28. ágúst n.k.
    Til máls tók: ÁH.
    Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins, að fenginni jákvæðri umsögn slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits.

    b)    Lagt var fram bréf frá smábátaeigendum á Seltjarnarnesi, dagsett 18. júní 2009, þar sem óskað er eftir lagfæringu við smábátahöfnina.
    Til máls tók: ÁH.
    Erindinu vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness og til umsagnar Umhverfisnefndar Seltjarnarness.

Fleira ekki gert.
Fundi var slitið kl.  17:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?