Miðvikudaginn 16. september 2009 kl. 16:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til aukafundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).
Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.
- Lagðir voru fram liðir 1a og 1b í fundargerð 135. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, um deiliskipulagsmál Lambastaðahverfis og Bakkahverfis, sem frestað var á 699. fundi bæjarstjórnar þann 9. september 2009, í lið 3.
Til máls tóku: SEJ, LBL, SH, ÞS, JG og GHB.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
„Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir eftir kynningu á deiliskipulagstillögu Bakkahverfis fyrir bæjarfulltrúum hinn 14.09. sl. að fela Skipulags- og mannvirkjanefnd að útfæra tilteknar minniháttar breytingar á tillögunni samkvæmt umræðum á kynningarfundinum . Samþykkt að vísa tillögunni aftur til Skipulags- og mannvirkjanefndar.”
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
„Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir eftir kynningu á deiliskipulagstillögu Lambastaðahverfis fyrir bæjarfulltrúum hinn 14.09. sl. að fela Skipulags- og mannvirkjanefnd að útfæra tilteknar minniháttar breytingar á tillögunni samkvæmt umræðum á kynningarfundinum . Samþykkt að vísa tillögunni aftur til Skipulags- og mannvirkjanefndar.”
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert.
Fundi var slitið kl. 16:15