Fara í efni

Bæjarstjórn

01. ágúst 2009

 

Miðvikudaginn 9. september 2009 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir voru: Ólafur Egilsson (ÓE), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

 

Varaforseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar bæjarstjórnar nr. 698.

Fundargerðin samþykkt samhljóða og undirrituð.

Að því búnu var gengið til dagskrár og fyrir tekið:

1.           Lögð var fram fundargerð 412. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. september 2009, og var hún í 22 liðum.

Til máls tóku: ÞS, SH og ÁH.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

2.           Lögð var fram fundargerð 355. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 20. ágúst 2009, og var hún í 2 liðum.

Til máls tóku: SH,GHB og ÁH.

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 135. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. ágúst 2009, og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: ÁH, SH, ÞS, GHB, LBL, ÓE og SEJ.

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á liðum 1a og 1b og efna til kynningarfundar með bæjarfulltrúum og sérfræðingum sem unnu deiliskipulagstillögurnar.

1.     liður c.  Deiliskipulag Vestursvæðis samþykkt samhljóða.   

Fundargerðin var að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.           Lögð var fram fundargerð 84.  fundar Framkvæmda- og veitustjórnar Seltjarnarness, dagsett 19. ágúst 2009, og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: GHB, ÁH og ÞS.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar, dagsett 22. júní 2009, og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: SH, GHB og ÁH.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 338. fundar  stjórnar SSH, dagsett 17. ágúst 2009, og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 6. fundar  ársins 2009 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 25. ágúst 2009, og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 264. fundar  stjórnar SORPU bs, dagsett 31. ágúst 2009, og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: ÞS og SH.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 766. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. ágúst 2009, og var hún í 21 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Tillögur og erindi:

a)     Lagt var fram minnisblað til stjórnar SSH frá framkvæmdastjóra þess, um málefni Strætó bs., úrvinnsla á tillögu stjórnar til aðildarsveitarfélaganna frá 15. júní 2009.   

Til máls tók: SEJ.

b)    Lagt var fram bréf frá framkvæmdastjóra SSH, dagsett 21. ágúst 2009, um málefni Strætó bs., samþykkt stjórnar frá 17. ágúst 2009.  

c)     Lagt var fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 28. ágúst 2009, þar sem nefndin býður að venju til viðtals fulltrúum sveitarfélaga.

a.     Hér kemur enn meiri inndráttur merktur a.

b.     Og svo enn meiri inndráttur merktur 6.

Til máls tóku: ÁH, SH, ÞS og LBL.

d)    Lagt var fram bréf frá bæjarstjóra Höganäs um nýtt fyrirkomulag samstarfs vinabæjarstarfs.

Til máls tóku: ÁH, SH, ÓE, ÞS og GHB.

Samþykkt að Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Árni Einarsson taki saman punkta um hvernig Seltjarnarnes sjái fyrir sér framhald vinabæjarsamstarfs og leggi fyrir bæjarstjóra. Ellen Calmon verði fulltrúi Seltjarnarness á fundi í Höganas 23. október 2009, og greinir þar frá vilja Seltjarnarness.

e)     Lagt fram bréf frá SG.

Erindinu vísað til Fræðslusviðs.

f)      Lagt var fram bréf frá Rauða ljóninu.

Til máls tóku: ÁH, GHB, ÞS, SH, LBL og SEJ.

 

Fleira ekki gert.

Fundi var slitið kl.  17:47

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?