Fara í efni

Bæjarstjórn

14. október 2009

Miðvikudaginn 14. október 2009 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Brynjúlfur Halldórsson (BH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar bæjarstjórnar nr. 701.

Fundargerðin samþykkt samhljóða og undirrituð.

Að því búnu var gengið til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Lögð var fram fundargerð 413. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 10. september 2009, og var hún í 2 liðum.
    Til máls tóku: JG og GHB.
    Fundargerðin var samþykkt með 6 atkvæðum en GHB sat hjá.
  2. Samþykkt var að taka á dagskrá langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2010-2012, til fyrri umræðu.
    Til máls tók: ÁH.
    Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til seinni umræðu.
  3. Lögð var fram fundargerð 414. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 24. september 2009, og var hún í 17 liðum.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  4. Lögð var fram fundargerð 226. (49.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 23. september 2009, og var hún í 15 liðum.
    Til máls tók: SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 356. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 24. september 2009, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 99. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 6. október 2009, og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð 19. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 21. september 2009, og var hún í 7 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 222. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 24. september 2009, og var hún í 6 liðum.
    Til máls tók: ÞS.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 17. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 10. september 2009, og var hún í 7 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Lögð var fram fundargerð 7. fundar ársins 2009 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 29. september 2009, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  11. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar STRÆTÓ bs, 122. fundar dagsett 1. október 2009 sem var í 2 liðum og 123. fundar dagsett 7. október 2009 sem var í 1 lið.
    Til máls tóku: SEJ og JG.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  12. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 296. fundar dagsett 4. júní 2009 sem var í 4 liðum, 297. fundar dagsett 9. september 2009 sem var í 6 liðum og 298. fundar dagsett 30. september 2009 sem var í 9 liðum.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  13. Lögð var fram fundargerð 767. fundar  stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. september 2009, og var hún í 17 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  14. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SSH, 339. fundar dagsett 7. september 2009 sem var í 2 liðum og 340. fundar dagsett 5. október 2009 sem var í 3 liðum.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  15. Tillögur og erindi:
    a)     Lagt var fram minnisblað frá Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa varðandi vinarbæjarfund í Höganäs dagana 22. og 23. október n.k., þar sem settar eru fram hugmyndir um framtíð vinabæjarstarfsins. 
     Til máls tóku: ÁH, ÞS, SEJ, GHB, LBL og JG
    Samþykkt samhljóða.
    b)    Lagt var fram bréf frá bæjarstjóra varðandi öryggismyndavélar á Seltjarnarnesi þar sem lagt er til að kannaðir verði kostir þess að setja upp öryggismyndavélar á að minnsta kosti tveimur stöðum í bænum til dæmis á bæjarmörkum við Eiðisgranda og Nesveg.
    Til máls tóku: ÁH, GHB, ÞS, LBL, JG, BH og SEJ.
    Bæjarstjóra falið að skoða hvort uppsetning á öryggismyndavélum við bæjarmörkin samræmist  lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Bæjarstjóra falið að leita tilboði í viðeigandi tæknibúnað að gefinni jákvæðri umsögn Persónuverndar.
    c)     Tekin var til seinni umræðu Lögreglusamþykkt fyrir Seltjarnarneskaupstað.  
    Til máls tóku: ÁH, GHB og LBL.
    Lögreglusamþykktin samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum:
    20. gr. 4. málsgrein.
    Undir liðum Lögreglustjóri getur bannað stöðu eftirvagna og tengivagna, s.s. hestaflutningavagna, hjólhýsa, dráttarkerra, tjaldvagna, fellihýsa og þess háttar tækja sem og  húsbíla, á götum og almennum bifreiðastæðum sem þykja valda óþægindum, óþrifnaði eða hættu.
    d)    Lögð var fram tillaga bæjarstjóra um útsendingu frá fundum bæjarstjórnar.
    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

Fleira ekki gert.

Fundi var slitið kl. 17:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?