Fara í efni

Bæjarstjórn

22. desember 2009

Miðvikudaginn 22. desember 2009 kl. 8:25 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

 

 1. Lögð var fram til seinni umræðu Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010.

  Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri ræddi helstu áherslur og lykiltölur.  Ásgerður vísaði til greinargerðar með fjárhagsáætlun og lagði fram eftirfarandi tillögu um álagningu gjalda:

  „Tekjur A-hluta aðalsjóðs og stofnana er áætlaður kr. 1.798.930.000.- og gjöld kr. 1.778.070.121.-. Rekstrarhagnaður af rekstri A-hluta aðalsjóðs og stofnana er áætlaður kr. 20.859.879.-
  Rekstrarhagnaður A- og B-hluta er kr. 5.511.257.-
  Til eignabreytinga, arðgreiðslna og afborgana lána eru í A- hluta kr. 154.426.742.- og í B-hluta kr. 102.964.245.-, á móti rekstri, afskriftum, reiknuðum lífeyrisskuldbindingum og reiknuðum verðbótum í A-hluta kr. 168.582.000.- og í B-hluta kr. 129.803.000.- Ráðstöfun af fyrra árs hagnaði er því í A-hluta kr. 14.155.258.- en rekstrartap B-hluta kr. 26.838.755.-
  Forsendur tekju og gjaldaliða eru eftirfarandi:
  1.     Álagningarhlutfall útsvars verður 12,10% .
  2.     Fasteignagjöld
  a.     Álagningarprósenta fasteignaskatts verður:
    -Gjaldflokkur A, íbúðarhúsnæði  0,18%
    -Gjaldflokkur B, opinbert húsnæði 1,32% af fasteignamati.
    -Gjaldflokkur C, aðrar fasteignir 1,12% af fasteignamati.
  b.     Lóðarleiga verður af A-hluta 0,35% og B-hluta 1,5% af lóðarhlutamati.
  Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

  Fasteignaskattur og holræsagjald sem tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða skal lækka að teknu tilliti til viðmiðunartekna.  Bæjarstjórn samþykkir að fela fjárhags- og launanefnd að ákvarða viðmiðunartekjur samkvæmt reglum um lækkun fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega. Bæjarstjórn samþykkir að miða við tekjur 2008 en samþykkir jafnframt að í þeim tilvikum sem tekjur eru lægri á árinu 2009 geti aðilar sótt um frekari lækkun með því að leggja fram staðfest skattframtal að lokinni álagningu gjalda árið 2010.

  Gert er ráð fyrir 10 gjalddögum.

  Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2010 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október“.
  1.     Vatnsskattur verður 0,115% af fasteignamati fullbúinnar eignar.
  2.     Urðunargjald sorps verður kr. 10.450 á hverja eign.
  3.     Sorphreinsigjald verður kr. 4.950 á hverja eign.
  4.     Fráveitugjald verður 0,1% af fasteignamati.
  5.     Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
  Til máls tóku: ÁH, GHB, SH, LBL, SEJ.
  Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 borin undir atkvæði bæjarstjórnar og samþykkt samhljóða.
 2. Lagðar voru fram fundargerðir Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, 418. fundar dagsett 25. nóvember 2009 sem var í 10 liðum og 419. fundar dagsett 16.desember sem var í 14 liðum.
  Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða.
 3. Lagðar voru fram fundargerðir  Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, 139. fundar dagsett  3. desember 2009 sem var í 6 liðum og 140. fundar dagsett 17. desember 2009 sem var í 5 liðum.
  Til máls tóku: Allir bæjarfulltrúar.
  Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða.
 4. Lagðar voru fram fundargerðir Félagsmálaráðs Seltjarnarness, 358. fundar dagsett 26. nóvember 2009 sem var hún í 6 liðum og 359. fundar dagsett 15. desember 2009 sem var í 8 liðum.
  Til máls tók: SH.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 5. Lögð var fram fundargerð 100. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 30. nóvember 2009, og var hún í 4 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 6. Lögð var fram fundargerð 224.  fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. desember 2009, og var hún í 3 liðum.
  Til máls tóku: ÞS og SH.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 7. Lagðar voru fram fundargerðir  Veitustofnana Seltjarnarness, 87. fundar dagsett 20. nóvember 2009 sem var í  5 liðum og 88.  fundar dagsett 8. desember 2009 sem var í 4 liðum.
  Til máls tók: SH.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 8. Lögð var fram fundargerð stjórnar Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar, dagsett 11. desember 2009, og var hún í 2 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 9. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 23. október 2009 sem var vettvangsferð og dagsett 26. nóvember 2009 sem var í 10 liðum.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 10. Lögð var fram fundargerð 8. fundar ársins 2009 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett  24. nóvember 2009 og var hún í 4 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 11. Lögð var fram fundargerð 267. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 16. nóvember 2009 og var hún í 6 liðum.
  Til máls tók: ÞS.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 12. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar STRÆTÓ bs., 127. fundar dagsett 27. nóvember 2009 sem var hún í 8 liðum og 128. fundar dagsett 15. desember 2009 sem var í 1 lið.
  Til máls tók: SEJ.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 13. Lögð var fram fundargerð 769. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. nóvember 2009 og var hún í 21 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 14. Lögð var fram fundargerð 770. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 11. desember 2009 og var hún í 24 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 15. Lögð var fram fundargerð 88. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 18. desember 2009 og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 16. Tillögur og erindi:
  a)     Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2010 og var hún samþykkt samhljóða án breytinga
  Til máls tóku: LBL og SH.
  Bæjarstjórnarfundir á árinu 2010 verða á eftirfarandi dögum:
  20. janúar, 10. febrúar, 24. febrúar, 10. mars, 24. mars, 14. apríl, 28. apríl, 12. maí, 26. maí, 9. júní, 23. júní, 21. júlí, 18. ágúst, 8. september, 22. september, 13. október, 27. október, 10. nóvember, 24. nóvember og 15. desember.

  b)    Lagt var fram bréf frá Ungmennaráði Seltjarnarness vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á félags, íþrótta og æskulýðsstarfi bæjarins.
  Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

  c)     Lögð var fram umsagnabeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna áramóta og þrettánda brenna á Valhúsahæð.
  Til máls tók: SH.
  Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfanna.

  d)    Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að stofnaður verði nýr undirbúningshópur „bygginganefnd um hjúkrunarheimili“ til að vinna að frekari undirbúningi varðandi byggingu og rekstrarfyrirkomulag hjúkrunarheimilis. Bygginganefnd skipi:
  Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri
  Berglind Magnúsdóttir, frá meirihluta
  Árni Einarsson, frá minnihluta.

  Stafsmaður nefndarinnar verði Snorri Aðalsteinsson og einnig verði leitað til fjármálastjóra og framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs eftir þörfum.
  Samþykkt samhljóða.

  e)     Lagt var fram bréf, dagsett 14. desember 2009,  frá Nemendaráði þar sem beðið er um að skera ekki niður fjárveitingar til Selsins.
  Til máls tóku: SH, ÁH og LBL.
  Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

  f)      Tilnefndur er Árni Einarsson sem nýr fulltrúi Neslistans í Félagsmálaráð Seltjarnarness í stað Eddu Kjartansdóttur.
  Samþykkt samhljóða.

 

 

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 9:02

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?