Fara í efni

Bæjarstjórn

21. janúar 2010

Miðvikudaginn 20. janúar 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

 

 1. Lögð var fram fundargerð 420. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 12. janúar 2010 og var hún í 15 liðum.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 2. Lögð var fram fundargerð  228. (51.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 6. janúar 2010 sem var vinnufundur.
  Til máls tók: SEJ.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 3. Lögð var fram fundargerð 359. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 15. desember 2009 og var hún í 8 liðum.
  Til máls tóku: SH og ÁH.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 4. Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 1. desember 2009.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 5. Lögð var fram fundargerð 6. fundar undirbúningshóps um stækkun fimleikahúss, dagsett 15. desember 2009.
  Til máls tóku: LBL, SH, JG og ÞS.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 6. Lögð var fram fundargerð starfshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi, dagsett 12. janúar 2010.
  Til máls tóku: SH, ÁH og SEJ.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 7. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 17. desember 2009 og var hún í 7 liðum.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 8. Lögð var fram fundargerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett  16. desember 2009 og var hún í 2 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 9. Lögð var fram fundargerð 129. fundar stjórnar STRÆTÓ bs. dagsett 17. desember 2009 og var hún í 4 liðum.
  Til máls tóku: SH og SEJ.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 10. Lögð var fram fundargerð 89. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 15. janúar 2010 og var hún í 6 liðum.
  Til máls tóku: ÞS og ÁH.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 11. Lögð var fram fundargerð 345. fundar stjórnar SSH, dagsett 11. janúar 2010 og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 12. Lagðar voru fram fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga, 236. fundar dagsett 14. ágúst 2009 sem var í 4 liðum og 237. fundar dagsett 29. september 2009 sem var í 8 liðum.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 13. Tillögur og erindi:
  a)    Lagt var fram bréf frá Höganäs kommun, dagsett 3. nóvember 2009 varðandi áframhaldandi vinabæjarsamstarf.
  Til máls tók: SEJ.
  Samþykkt að fela menningafulltrúa bæjarins áframhaldandi vinnu við verkefnið.

  b)    Lögð var fram tillaga bæjarstjóra um breytingu á systkina- og námsmannaafsláttum.
  Til máls tóku: ÁH, SH, SEJ, GHB, ÞS og LBL.
  Bæjarstjórn samþykkti tillögu samhljóða um að systkina- og námsmannaafslættir verði færðir til fyrra horfs og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

  c)     Lagt var fram bréf frá Valgerði Janusdóttur varamanni í Skólanefnd Seltjarnarness þar sem hún biðst undan setu í nefndinni, af persónulegum ástæðum.
  Beiðnin samþykkt samhljóða og  jafnframt var Unnur Pálsdóttir kjörin í hennar stað.

  d)    Lagt var fram bréf ÓM, dagsett 18. janúar 2010.
  Til máls tóku:  JG, SH og GHB.
  Samþykkt samhljóða að fela forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að skoða málið fyrir hönd  bæjarstjórnar milli funda.

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 17:40
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?