Fara í efni

Bæjarstjórn

10. febrúar 2010

Miðvikudaginn 10. febrúar 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

 

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

 

  1. Lagðar voru fram fundargerðir  Skólanefndar Seltjarnarness, 229. (52.) fundar dagsett 20. janúar 2010 sem var vinnufundur og 230. (53.) fundar dagsett 3. febrúar 2010 sem var vinnufundur. Einnig lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun Fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs 2010.
    Til máls tóku: SH, SEJ, JG og ÁH.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  2. Lögð var fram fundargerð 360. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 4. febrúar 2010 sem var í 6 liðum ásamt tillögum að reglum um liðveislu á Seltjarnarnesi.
    Til máls tók: SH.
    Reglur um liðveislu á Seltjarnarnesi voru samþykktar samhljóða.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  3. Lögð var fram fundargerð 348. (42.) fundar íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 28. janúar 2010 og var hún í 16 liðum.
    Til máls tóku: LBL, ÞS, SH, ÁH og JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 1. fundar Bygginganefndar hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi, dagsett 3. febrúar 2010 og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: SH, ÁH, LBL og JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett  25. nóvember 2009 og var hún í 7 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 1. fundar ársins 2010 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis,  dagsett 19. janúar 2010 og var hún í 4 liðum.
    Til máls tóku: SH og ÁH.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar STRÆTÓ bs, 130. fundar dagsett 19. janúar 2010 sem var í 1 lið og 131. fundar dagsett 29. janúar sem var í 4 liðum.
    Til máls tók: SEJ.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SORPU bs, 268. fundar dagsett 14. desember 2009 sem var í 5 liðum og 269. fundar dagsett 25. janúar 2010 sem var í 5 liðum.
    Til máls tók: ÞS.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 771. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 29. janúar 2010 og var hún í 27 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Tillögur og erindi:
    a)   Lagt var erindi frá HRT og BÓ, dagsett 4. febrúar 2010, varðandi niðurfelldan afslátt starfsmanna
    Til máls tóku: ÁH, JG, SH, LBL, GHB og SEJ.
    Samþykkt að vísa erindinu til Fjárhags- og launanefndar.

    b)    Tekið var til umfjöllunar bréf Ergo lögmanna frá 02.02. sl. vegna ÓM.

    Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bréf, dagsett 10. febrúar 2010.
    „Undirrituð hefur ákveðið að biðjast undan því að fjalla um fyrirhuguð starfslok Ólafs Melsted sem henni og forseta bæjarstjórnar, Jónmundi Guðmarssyni var falið af bæjarstjórn 18. janúar síðastliðinn.
    Þar sem ég vil ekki á nokkurn hátt draga í efa óhlutdrægni mína til meðferðar málsins, segi ég mig frá því að fjalla um fyrirhuguð starfslok Ólafs Melsted.“
    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.

    Til máls tóku:  Allir bæjarfulltrúar.
    Lögmanni sveitarfélagsins falið að svara spurningum sem fram koma í 3. mgr. í  bréfi ERGO lögmanna dagsett 2. febrúar 2010.

    c)     Skipun í yfirkjörstjórn Seltjarnarnesbæjar. Lagt fram bréf frá aðalmanni, Björgu Fenger Unnarbraut 17 og frá varamanni munnleg ósk Halldórs Árnasonar, Víkurströnd 11 þar sem beðist er lausnar.
    Úrsagnabeiðnirnar voru samþykktar samhljóða.
    Í Yfirkjörstjórn Seltjarnarneskaupstaðar voru kjörin;
    Aðalmaður D - lista,  Þórður Búason Sólbraut 13
    Varamaður D - lista, Magnús Margeirsson Nesbala 1

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 18:00
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?