Fara í efni

Bæjarstjórn

24. febrúar 2010

Miðvikudaginn 24. febrúar 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Árni Einarsson (ÁE) og Brynjúlfur Halldórsson (BH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

SEJ lagði fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur nú til meðferðar erindi Ólafs Melsted, framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs, en bréf lögmanns Ólafs var lagt fram á fundi bæjarstjórnar þann 10. febrúar s.l. Af þessu tilefni vil ég upplýsa að ég tengist Ólafi Melsted og eiginkonu hans nánum vinaböndum. Í ljósi þessa tel ég að í tengslum við meðferð máls kunni að vera fyrir hendi aðstæður sem séu til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni mína í efa. Með vísan til þessa mun ég ekki taka þátt í afgreiðslu og meðferð þessa máls.“

Sigrún Edda Jónsdóttir

(sign)

  1. Lögð var fram fundargerð 421. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. febrúar 2010 og var hún í 19 liðum.
    Til máls tók:  ÞS.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  2. Lögð var fram fundargerð 141. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 11 febrúar 2010 sem var í 4 liðum.
    Til máls tóku: ÁE og ÁH.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lögð var fram fundargerð 101. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 9. febrúar 2010 og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: ÁE, ÁH, ÞS, SEJ og LBL.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 225. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 9. febrúar 2010 og var hún í 6 liðum.
    Til máls tóku:  ÞS, LBL, BH og JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfókvangs, dagsett  4. febrúar 2010 og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 346. fundar stjórnar SSH, dagsett 1. febrúar 2010 og var hún í 4 liðum.
    Til máls tóku: ÁE, SEJ og JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð 90. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dagsett 19. febrúar 2010 og var hún í 7 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Tillögur og erindi:
  9. a)    Lagt var fram bréf frá Lánasjóði Sveitarfélaga, dagsett 24. janúar 2010, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána hjá sjóðnum.
    Til máls tóku: ÁH og JG.
    "Hér með veitir bæjarstjórn Seltjarnarness með vísan til 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, Lánasjóði sveitarfélaga heimild að miðla upplýsingum um lán Seltjarnarneskaupstaðar hjá lánasjóðnum opinberlega og til fjárfesta, þ.m.t. upplýsingar um nafn skuldara, tilgang láns, stöðu láns, lánstíma og önnur kjör. Upplýsingunum er miðlað í þeim tilgangi að fjárfestar hafi sem besta mynd af útlánasafni og starfsemi lánveitanda og mun miðlunin einkum eiga sér stað í gögnum frá lánveitanda s.s. í ársreikningum , árshlutareikningum, fjárfestakynningum og afmælisritum.
    Bæjarstjóra veitt umboð til undirritunar yfirlýsingarinnar."

    b)    Lögð var fram gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins bs.  dagsett 15. janúar 2010, í 8 greinum.
    Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir gjaldskrána samhljóða.

    c)     Lagt var fram bréf smábátaeigenda á Seltjarnarnesi, dagsett 20. febrúar 2010 varðandi höfnina.
    Bæjarstjóra falið erindið til meðferðar.

    d)    Á fundinn mættu Ungmennaráð Seltjarnarness og nemendaráð Való og Selsins og kynntu bæjarstjórn stjórnarmeðlimi, starfsemi ráðanna og lögðu fram hugmyndir.
    Til máls tóku: Allir bæjarfulltrúar.
    Bæjarstjórn þakkaði stjórnunum fyrir kynninguna og gott framtak og starf hópanna.
    Bæjarstjóra falin erindin til meðferðar.

 

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 18:45
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?