Fara í efni

Bæjarstjórn

14. apríl 2010

Miðvikudaginn 14. apríl 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Sunneva Hafsteinsdóttir (SH) og Árni Einarsson (ÁE).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

  1. Lögð var fram til seinni umræðu langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2011-2013.
    Til máls tóku: SH og ÁH.
    Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna en 2 fulltrúar Neslistans sátu hjá.
    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

    „Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn sitja hjá við afgreiðslu langtímafjárhagsáætlun meirihluta sjálfstæðismanna 2011-2013.
    Langtímafjárhagsáætlun er stefnuyfirlýsing meirihlutans, sem fulltrúar Neslistans hafa ekki haft neina aðkomu að.
    Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn telja umrædda langtímafjárhagsáætlun eingöngu lagða fram vegna lagskyldu og þar engin tilraun er gerð til að leggja mat þarfir og þróun samfélagsins til næstu ára.“

    Sunneva Hafsteinsdóttir           Árni Einarsson
                (sign)                                  (sign)
  2. Lögð var fram fundargerð 423. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 29. mars 2010 sem var í 14 liðum.
    Til máls tóku: Allir bæjarfulltrúar.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lögð var fram fundargerð 143. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 30. mars 2010 sem var í 3 liðum.
    Til máls tóku: JG, ÁH, ÁE og SH.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  4. Lögð var fram fundargerð 349. (43.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 31. mars 2010 sem var í 9 liðum.
    Til máls tóku: LBL, SH og ÁE.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 226. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 25. mars 2010 sem var í 5 liðum.
    Til máls tóku: ÞS, ÁE, SH og JG.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 22. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 26. mars 2010 sem var í 10 liðum.
    Til máls tóku: SH, ÞS, ÁH, LBL og SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð 271. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 29. mars 2010 og var hún í 4 liðum.
    Til máls tóku:  ÞS og SH.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 136. fundar stjórnar Strætó bs, dagsett 26. mars 2010 og var hún í 7 liðum.
    Til máls tóku:  SEJ og SH.      
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 773. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. mars 2010 og var hún í 19 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Erindi og tillögur:
    a)     Lagt var fram bréf, dagsett 8. mars 2010, frá Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði þar sem hún óskar eftir því að fara úr stjórn Lækningaminjasafns Íslands. Tilnefnd í stjórn í hennar stað er dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir.
    Til máls tók: JG.

    b)    Samþykkt var samhljóða eftirfarandi bókun vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.
    „Bæjarstjórn Seltjarnarness telur brýnt að samið verði um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu nú þegar, svo hægt verði að eyða óvissu um þessa mikilvægu þjónustu á komandi árum.  Afar mikilvægt er að bráðaþjónustan á höfuðborgarsvæðinu verði ekki sett í uppnám, en að óbreyttu bendir allt til þess að í það stefni.  Ekki er síður mikilvægt að samningar náist um að sjúkraflutningaþjónusta verði áfram af þeim gæðum sem verið hefur, en þau eru ekki síst tilkomin vegna samreksturs slökkviliðs og sjúkraflutningaþjónustu, enda liggja þar möguleikar til menntunar og þjálfunar starfsmanna í krafti stærðar og samlegðar.  Málið varðar velferð og öryggi allra þeirra sem starfa, koma saman, fara um eða búa á höfuðborgarsvæðinu.  Íbúar svæðisins, sem og aðrir landsmenn, gera æ ríkari kröfur til opinberra aðila um öryggi og vernd og að bráðaþjónustan sé eins og best verður á kosið.  Sveitarfélögin hafa sinnt sjúkraflutningum frá því snemma á síðustu öld og eru því vel í stakk búin til þess að sjá áfram um málaflokkinn.  Bæjarstjórn Seltjarnarness hvetur stjórnvöld til þess að ganga strax til samninga við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um rekstur sjúkraflutninga á svæðinu og tryggja þannig áfram þjónustu og öryggi við íbúa.“

    c)     Lagt var fram bréf dagsett 24. mars 2010, varðandi málefni Ó.M.
    SEJ vék af fundi undir þessum lið.
    Til máls tók: ÁH.

    d)    Lagt var fram bréf framkvæmdastjóra og sviðsstjóra þjónustusviðs Stræto bs, dagsett 24. mars 2010, þar sem óskað er eftir því að fulltrúi framkvæmdastjóra, Einar Kristjánsson sviðsstjóri þjónustusviðs verði framvegis boðaður á fundi viðkomandi sviðs sem fjalla um skipulag samgöngumál.
    Til máls tóku: ÁE og SEJ.
    Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við boðun viðkomandi á fundi nefndarinnar þegar tilefni er til.

    e)     Lagt var fram bréf Félags íslenskra atvinnuflugmanna, dagsett 25. mars 2010, þar sem hvatt er til að unnið verði að áframhaldandi staðsetningu Reykjvíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.
    Til máls tóku: ÁE, JG, LBL, SH, SEJ og ÞS.

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 18:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?