Fara í efni

Bæjarstjórn

28. apríl 2010

Miðvikudaginn 28. apríl 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB), Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

  1. Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2009.
    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, fylgdi ársreikningnum úr hlaði. Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
    Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
    A-hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
    Tekjur 2.089.608 2.268.530
    Gjöld 2.516.689 2.641.143
    Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 116.782 (7.096)
    Varúðarniðurfærsla langtímakr. (348.565) (348.565)

    Rekstrarniðurstaða (658.864) (728.274)
    Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
    A-hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
    Eigið fé 3.451.790 2.951.858
    Skuldbindingar 774.421 819.185
    Langtímaskuldir 308.825 398,291
    Skammtímaskuldir 711.484 817.059

    Eignir 5.246.520 4.986.393
    Veltufjárhlutfall- veltufjárm./skammt.sk. 1,94 1,03
    Eiginfjárhlutfall- eigið fé/heildarfjárm. 0,66 0,59
    Veltufé til rekstrar (220.022) (208.685)

    Til máls tóku: ÁH, JG, SH og LBL.
    Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Auðunn Guðjónsson hjá KPMG hf, mætti á fundinn og lagði fram endurskoðunarskýrslu dagsetta 28. apríl 2010 og gerði grein fyrir helsu niðurstöðum reikningsins og lykiltölum hans og fór yfir efnisatriði skýrslunnar. Einnig mætti á fundinn Gunnar Lúðvíksson verkefnastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar.
    Auðunn og Gunnar véku af fundi kl 18:00.
    Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
  2. Lögð var fram fundargerð 424. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. apríl 2010 sem var í 10 liðum.

    Til máls tóku: SH, ÁH, JG, GHB, LBL og ÞS.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  3. Lögð var fram fundargerð 144. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. apríl 2010 sem var í 3 liðum.

    Til máls tók: JG.

    Liður 2a var samþykktur samhljóða.

    Liður 2b var samþykktur samhljóða.

    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 304. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 9. apríl 2010 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 137. fundar stjórnar Strætó bs, dagsett 12. apríl 2010 og var hún í 5 liðum.

    Til máls tók: SEJ.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 348. fundar stjórnar SSH, dagsett 29. mars 2010 og var hún í 6 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lagðar voru fram athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi Lambastaðahverfis ásamt drögum að svarbréfum.

    „Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Lambastaðahverfis ásamt tillögu að svörum við athugasemdum og vísar
    tillögunni til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.“

    Til máls tóku: ÞS, SH og GHB.

    Samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa D-lista gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslistans.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

    „Fulltrúar Neslistans geta ekki staðfest svör við athugasemdum vegna Deiliskipulags Lambastaðahverfis og vísa til bókunar á fundi bæjarstjórnar hinn 23. september 2009, en þar greiddu fulltrúar Neslistans atkvæði gegn auglýsingu á umræddu deiliskipulagi m.a. á þeim forsendum að tillagan var ekki nægilega vel unnin m.a. að því er varðar mörg þeirra atriða sem nú eru gerðar athugasemdir við. Af þessum sökum geta fulltrúar Neslistans ekki greitt atkvæði með Deiliskipulagi Lambastaðahverfis og ekki staðfest þessi svör.“

    Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir

                     sign                                                 sign

  8. Erindi og tillögur:

    1. Lögð voru fram drög að Upplýsingaöryggisstefnu Seltjarnarnesbæjar.

      Til máls tóku: GHB, SH, ÁH og SEJ.

    2. Lögð voru fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Seltjarnarneskaupstað, í 11 liðum.

      Til máls tóku: ÁH, LBL, SH og GHB.

    3. Lagt var fram yfirlit yfir samráðsfund sveitarfélaga um hjúkrunarheimili- leiguleið, haldinn í Mosfellsbæ þriðjudaginn 6. apríl 2010.

    4. Lögð voru fram drög að samningi Félags- og tryggingamálaráðuneytis og Seltjarnarneskaupstaðar um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraðra í Seltjarnarneskaupstað, ásamt 2 fylgiskjölum og reglugerð um lán Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga til byggingar eða kaupa á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða.

      Til máls tóku: ÁH, SH.

      Lagt fram og vísað til Bygginganefndar hjúkrunarheimilisins til nánari úrvinnslu.

  9. Bæjarfulltrúar Neslista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

    „Bæjarfulltrúar Neslistans leggja til að stofnaður verði 3ja manna hópur bæjarfulltrúa sem móti tillögu til bæjarstjórnar um að sett verði á stofn bæjarráð á Seltjarnarnesi. Hópurinn skoði einnig nefndarskipan á Seltjarnarnesi. Lagt er til að hópurinn skili tillögum til bæjarstjórnar 12. maí 2010.“

  10. Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir
    sign sign
    Tillagan samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn skipar ÁH, JG og SH í umræddan vinnuhóp.
  11. Bæjarfulltrúar Neslista lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
  12. „Bæjarfulltrúar Neslistans óska eftir að bæjarstjóri kalli eftir eftirfarandi upplýsingum og leggi fyrir bæjarstjórn á næsta fundi 12. maí 2010:
    A) Atvinnuleysi á Seltjarnarnesi:
    1) Hvað eru margir einstaklingar skráðir atvinnulausir á Seltjarnarnesi?
    2) Hvað eru margir búnir að þiggja atvinnuleysisbætur í 6 mánuði eða meira?
    3) Hver er kynjaskiptingin?
    4) Hvað eru margir af þessum hópi að þiggja sérúrræði sem bæjarfélagið býður upp á heimasíðu bæjarins?

    B) Félagslegt leiguhúsnæði:
    1) Hvað er langur biðlisti eftir félagslegu leiguhúsnæði á Seltjarnarnesi.
    2) Í reglum um úthlutun á félagslegum leiguíbúðum bæjarsjóðs er litið á leigu í félagslegum íbúðum sem tímabundna úrlausn. Er því skilyrði fylgt eftir?“

    Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir
                   sign                                       sign

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 18:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?