Fara í efni

Bæjarstjórn

12. maí 2010

Miðvikudaginn 12. maí 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB), Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

Á fundinn mættu Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Auðunn Guðjónsson hjá KPMG hf og verkefnastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar Gunnar Lúðvíksson. Viku af fundi kl. 17:30 eftir lið 3.

 1. Lögð voru fram drög að samningi Seltjsarnarneskaupstaðar og Íslenskra aðalverktaka hf. varðandi Lýsislóðarreit og Hrófsskálamel, dagsettur 10. maí 2010.
  Til máls tóku: ÁH, LBL, SH, SEJ og ÞS.
  Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
 2. Lagður var fram síðari umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2009.
  Til máls tóku: SH, JG, GHB, ÞS og ÁH.
  Ársreikningur fyrir árið 2009 var samþykktur samhljóða og undirritaður.

  Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
  „Ársreikningur 2009 liggur fyrir og Auðunn Guðjónsson endurskoðandi KPMG og kjörnir skoðunarmenn Seltjarnarnesbæjar telja að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sveitarfélagsins á árinu 2009. Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn eru sammála því og samþykkja ársreikninginn með undirskrift sinni.
  Í endurskoðunarskýrslu KPMG er gerðar ýmsar athugasemdir sem vert er að vekja t.d. athygli á:
  Að rekstarniðurstaða A og B hluta á árinu var neikvæð um 728.3 M. Rétt er þó að vekja athygli á sérstakri varúðarniðurfærslu langtímakröfu að fjárhæð 348.6 M sem gjaldfærð er í rekstrarreikningi.
  Að mismunur tekna og gjalda Aðalsjóðs sé um 119.7 M. Þegar til lengri tíma er litið þurfa skatttekjur ásamt fjármunatekjum að standa undir útgjöldum Aðalsjóðs sem hefur það hlutverk að hafa umsjón með hefðbundinni starfsemi sveitarfélagsins. Halli á Aðalsjóði getur ekki gengið til lengdar og nauðsynlegt að grípa til aðgerða og auka aðhald svo áætlanir standist betur.
  Að viðvarandi halli sé á rekstri Þjónustumiðstöðvar, Fráveitu og Félagslegu íbúðarhúsnæði.
  Að eftirlit með þróun kostnaðar í fjárfestingarverkefnum sé ekki nægilega markvisst.
  Að innkaupareglur vanti og heimildir til að stofna til útgjalda séu óskýr og nokkuð skorti á innra eftirlit.
  Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 sem samþykkt var í desember 2009 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri bæjarins á þessu ári. Við samþykkt þeirrar áætlunar var lögð áhersla á að fjárhagsáætlunin yrði skoðuð nokkrum sinnum á árinu 2010 og fylgst vel með tekjum og útgjöldum. Skatttekjur á Seltjarnanesi hafa alltaf verð með þeim hæstu á landinu þrátt fyrir lægri útsvarsprósentu. Skatttekjur hafa lækkað umtalsvert og eru á árinu 2009 397 þúsund á íbúa en voru 426 þúsund á árinu 2007. Nú eru tæpir fimm mánuðir liðnir af árinu og bæjarstjórn hefur ekki fengið yfirlit yfir mála. Það voru gefin fyrirheit um annað í desember 2009.”

  Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir
                      Sign                                      Sign

  Fulltrúar D- lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

  Sterk fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar
  Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2009 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins en ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 28. apríl síðastliðinn.
  Rekstrarafkoma af reglulegum rekstri A hluta var 115 m.kr. betri en áætlun gerði ráð fyrir og 105 m.kr. betri en áætlun samkvæmt samanteknum ársreikningi A- og B- hluta. Rekstrarhalli af reglulegri starfsemi A hluta varð 310 m.kr. en 380 m.kr. samkvæmt samanteknum reikningi A og B hluta. Þar sem óvissa er um innheimtanleika á kröfu vegna selds byggingaréttar var gerð sérstök varúðarniðurfærsla að fjárhæð 349 m.kr. sem kemur fram í rekstrarreikningi undir liðnum óvenjulegir liðir. Þegar tekið er tillit til þessarar sérstöku varúðarniðurfærslu er rekstrarafkoma A hluta neikvæð um 659 m.kr. og 728 m.kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta.
  Rekstrartekjur A- og B- hluta, ársins námu 2.268 m.kr. og voru um 59 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrargjöld A- og B- hluta án fjármagnsliða námu 2.641 m.kr. eða 13 m.kr. undir fjárhagsáætlun. Fjármagnsliðir A- og B- hluta tóku til sín 7 m.kr. á árinu 2009 sem er 34 m.kr. minna en samkvæmt fjárhagsáætlun.

  Fjárfestingar á árinu námu samtals um 226 m.kr. Þar af var stofnkostnaður við Lækningaminjasafn um 131 m.kr. og vegna stúku og vallarhúss 52 m.kr.
  Eiginfjárstaða bæjarins er áfram afar sterk en eigið fé í árslok 2009 samkvæmt samanteknum ársreikningi nam tæpum 3 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfallið 0,59. Svo hátt eiginfjárhlutfall er ekki algengt meðal sveitarfélaga.
  Greiðslustaða bæjarins er einnig sterk en veltufjárhlutfall A hluta var í árslok 2009 1,94 og samkvæmt samanteknum ársreikningi 1,03. Veltufjármunir samkvæmt samanteknum ársreikningi námu samtals 845 m.kr. í árslok og var handbært fé þar af 551 m.kr.
  Íbúar bæjarins voru 4.406 í árslok 2009 og fjölgaði á árinu um þrjá en á undanförnum árum hefur verið um fólksfækkun að ræða.

  Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2009 sýnir áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu. Með markvissum aðhaldsaðgerðum hefur tekist að ná betri rekstrarafkomu á árinu 2009 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Heildarskuldir og skuldbindingar í árslok 2009 samkvæmt samanteknum ársreikningi námu 407 þús.kr. á íbúa. Ef tekið er tillit til peningalegra eigna í árslok þá er hrein skuld á íbúa í árslok 2009 aðeins 230 þús.kr. Fullyrða má að slík staða er fágæt meðal sveitarfélaga í dag.

  Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri bæjarins. Það er því afar mikilvægt að fylgst sé áfram vel með framvindu í afkomuþróun á næstu misserum þannig að unnt verði að ná þeim markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér um að standa vörð um grunnþjónustu við íbúana en halda þó þeim fjárhagslega styrkleika sem hefur verið eitt megineinkenni Seltjarnarnesbæjar á liðnum árum.

  Ásgerður Halldórsdóttir Jónmundur Guðmarsson
                  sign                                  sign

  Sigrún Edda Jónsdóttir Lárus Brynjar Lárusson
                  sign                                     sign

  Þór Sigurgeirsson
                    sign

  Forseti lagði fram eftirfarandi bókun:

  Undirritaður telur mikilvægt að taka fram vegna varúðarniðurfærslu söluréttar Lýsislóðar gagnvart ÍAV, að um bókhaldslega varúðaraðgerð er að ræða.

  Einnig er mikilvægt að fram komi að varúðarfærslan tekur m.a. til þeirrar hækkunar sem varð á umræddum sölurétti frá þeim tíma sem samningurinn var gerður.

  Jónmundur Guðmarsson
                    sign
 3. Lagðir voru fram ársreikningar ársins 2009 fyrir Hitaveitu Seltjarnarness, Vatnsveitu Seltjarnarness, Fráveitu Seltjarnarness, Hrólfsskálamel ehf, Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi, Dvalar- og hjúkrunarheimili Seltjarnarness, Lækningaminjasafns Íslands og Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar.
  Allir ársreikningarnir voru bornir upp og samþykktir samhljóða.
 4. Lögð var fram fundargerð 425. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 3. maí 2010 sem var í 12 liðum.
  Til máls tóku: SH og ÁH.
  Varamaður í Yfirkjörstjórn Seltjarnarness fyrir Neslistann er kjörinn Sigurður Brynjólfsson.
  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 5. Lögð var fram fundargerð 350. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 11. maí 2010 sem var í 7 liðum.
  Til máls tóku: LBL, SH, ÁH, GHB, ÞS og SEJ.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 6. Lögð var fram fundargerð 23. fundar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 30. apríl 2010 sem var í 7 liðum.
  Til máls tók: SH.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 7. Lögð var fram fundargerð 2. fundar Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi, dagsett 5. maí 2010 sem var í 3 liðum.
  Til máls tók: SH.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 8. Lögð var fram fundargerð 305. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 21. apríl 2010 og var hún í 3 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 9. Lögð var fram fundargerð 138. fundar stjórnar Strætó bs, dagsett 30. apríl 2010 og var hún í 5 liðum.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 10. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SORPU bs, 272. fundar dagsett 26. apríl 2010 sem var í 6 liðum og 273. fundar dagsett 3. maí 2010 sem var í 2 liðum.
  Til máls tók: ÞS.
  Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
 11. Lögð var fram fundargerð 349. fundar stjórnar SSH, dagsett 29. mars 2010 og var hún í 6 liðum.
  Til máls tóku: SEJ og SH.
  Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 12. Erindi og tillögur:
  a.   Tekin var til afgreiðslu drög að Upplýsingaöryggisstefnu Seltjarnarnesbæjar sem lögð var fram á 714. fundi í lið 8a. Upplýsingaöryggisstefna Seltjarnarnesbæjar samþykkt samhljóða

  b. Tekin var til afgreiðslu drög að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Seltjarnarneskaupstað. Siðareglur Seltjarnarnesbæjar samþykktar samhljóða og munu taka gildi 15. júní n.k.

  c. Lögð voru fram svör félagsmálastjóra Seltjarnarnesbæjar við fyrirspurn í 10. lið 714. fundargerðar bæjarstjórnar, um atvinnuleysi og félagslegt leiguhúsnæði.
  Til máls tóku: SH, JG, ÁH og GHB.

  d. Lagður var fram samstarfssamningur vinabæjarsveitarfélaganna, Herelev, Höganäs, Lieto, Nesodden og Seltjarnarness.

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 17:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?