Miðvikudaginn 26. maí 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB), Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).
Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.
-
Lögð var fram fundargerð 232. fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 12. maí 2010 sem var í 11 liðum.
Til máls tóku: SEJ, SH.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 145. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 14. maí 2010 sem var í 4 liðum.
Til máls tóku: ÁH og SH.
Liður 2a var samþykktur með 5 atkvæðum fulltrúa D-lista en 2 fulltrúar Neslistans sátu hjá.
Lið 2d var frestað.
Liður 4e var samþykktur samhljóða.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 362. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 20. maí 2010 sem var í 5 liðum.
Til máls tóku: SH og ÁH.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 1. fundar nefndar um tilfærslu málefna fatlaðara á Seltjarnarnesi, dagsett 20. maí 2010 sem var í 7 liðum.
Til máls tók: SH.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 227. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 19. maí 2010 sem var í 2 liðum.
Til máls tóku: ÞS og SH.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 102. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 10. maí 2010 sem var í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 90. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 30. apríl 2010 sem var í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð fundar starfshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi, dagsett 18. maí 2010.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 21. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins (AHS), dagsett 21. maí 2010 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 139. fundar stjórnar Strætó bs, dagsett 14. maí 2010 og var hún í 1 lið.
Til máls tók: SEJ.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 93. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dagsett 21. maí 2010 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 774. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 7. maí 2010 og var hún í 45 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Erindi og tillögur:
-
Lagt var fram bréf frá ERGO lögmönnum, dagsett 18. maí 2010 varðandi málefni ÓM.
SEJ vék af fundi undir þessu lið.
Til máls tóku: GHB, LBL, SH og ÞS.
Bæjarstjórn vísar erindinu til lögmanns bæjarins til meðferðar.
-
Undirkjörstjórn Seltjarnarness fyrir kosningarnar 29. maí 2010 er kjörin eftirfarandi:
Jónas Friðgeirsson, form. Barðaströnd 31
Björg Gunnarsdóttir Bollagörðum 119
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Eiðismýri 30
Solfrid Dalsgaard Joensen Melabraut 19
Jón Guðmundsson, form. Látraströnd 12
Karen Kjartansdóttir Bollagörðum 67
Margrét Steinunn Bragadóttir Suðurmýri 38
Beata Teresa Tarasiuk Vallarbraut 8
Hildur B. Guðlaugsdóttir, form. Sólbraut 16
Kristinn Guðmundsson Vallarbraut 6
Sigurður Brynjólfsson Vallarbraut 2
Kristín Finnbogadóttir Nesbala 108
-
Lögð var fram endurskoðuð Lögreglusamþykkt fyrir Seltjarnarneskaupstað í 33. gr., sem kemur í stað lögreglusamþykktar nr. 488 frá 20. júní 2001.
Til máls tók: SEJ.
Lögreglusamþykktin var samþykkt samhljóða.
-
Lagt var fram bréf frá nefndasviði Alþingis, dagsett 14. maí 2010, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002, með síðari breytingum, þskj. 947 – 557. mál.
Til máls tók: JG.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindindinu til Félagsmálaráðs Seltjarnarness.
-
Lagt var fram bréf frá nefndasviði Alþingis, dagsett 19. maí 2010,þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra, nr 53/1972, með síðari breytingum, þskj. 77 – 77. mál.
Til máls tóku: ÁH og SH.
Borin var upp tillaga að breyttu fyrirkomulagi húsmæðraorlofs þannig að það muni falla niður frá næstu áramótum.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
-
Lögð var fram umsagnarbeiðni frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sótt er um tímabundið áfengisveitingaleyfis fyrir Rauða Ljónið Eiðistorgi 14a laugardaginn 29. maí 2010 frá kl. 21:00 til kl. 03:00, í tilefni af Kosningavöku.
Til máls tók: ÁH.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við útgáfu leyfis þessa.
-
Lögð var fram, frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sóknaráætlun 2020 sem eru niðurstöður þjóðfundar á höfuðborgarsvæðinu ásamt viðauka, viðskiptahugmyndir / ný fyrirtæki.
Til máls tók: SH.
Samþykkt að senda formönnum nefnda bæjarins til upplýsinga á nýju kjörtímabili.
-
Tekinn var til afgreiðslu samstarfssamningur vinabæjarsveitarfélaganna, Herlev, Höganäs, Lieto, Nesodden og Seltjarnarness, sem lagður var fram í lið 12d á 715. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tók: SEJ.
Bæjarstjórn samþykkir samstarfssamninginn samhljóða.
-
Lagt var fram bréf frá Málræktarsjóði, dagsett 10. maí 2010, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Seltjarnarnesbæjar á aðalfund Málræktarsjóðs sem halda á 11. júní n.k.
Samþykkt samhljóða að fulltrúi Seltjarnarnesbæjar verði Sólveig Pálsdóttir, Unnarbraut 14 og til vara Jón Jónsson, Melabraut 28.
-
-
Tillaga frá fulltrúum Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness:
Bæjarfulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Seltjarnarness, 28. apríl 2010.
„Bæjarfulltrúar Neslistans leggja til að stofnaður verði 3ja manna hópur bæjarfulltrúa sem móti tillögu til bæjarstjórnar um að sett verði á stofn bæjarráð á Seltjarnarnesi. Hópurinn skoði einnig nefndarskipan á Seltjarnarnesi. Lagt er til að hópurinn skili tillögum til bæjarstjórnar 12. maí 2010.” Tillagan var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn og í hópinn voru skipuð Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir. Hópurinn hefur nú fundað og breytingartillögur liggja fyrir. Áætlað var að leggja þær fram til umræðu nú á bæjarstjórnarfundi og afgreiða á síðasta fundi bæjarstjórnar 9. júní 2010. Það vekur því athygli að tillaga um breytingu á bæjamálasamþykkt Seltjarnarness er ekki á dagskrá fundarins í dag. Það er hér með óskað eftir því að tillagan verði tekin á dagskrá fundarins í dag, kynnt og síðan afgreidd á næsta fundi eins og um var rætt.
Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir
sign sign
Til máls tóku: SH, JG, GHB og ÁH.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
-
Bókun frá fulltrúum Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness.
„Umræða um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur átt sér stað í rúmlega þrjá áratugi. Það hefur verið samstaða í bæjarstjórn Seltjarnarness síðustu ár að lítið 30 rýma hjúkrunarheimili rísi á Seltjarnarnesi sem byggi á nútímalegum hugmyndum og tillitssemi við einstaklinga og fjölskyldur. Nú liggja fyrir drög að samningi milli félags- og tryggingarmálaráðuneytis og Seltjarnarneskaupstaðar um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Seltjarnarneskaupstað. Samráðshópur frá nokkrum sveitarfélögum hefur unnið þétt saman að samningsgerð við ríkisvaldið. Árangur af þessu samstarfi er mikill og nú þegar hefur verið skrifað undir samning við Mosfellsbæ, Hafnarfjörð og fleiri sveitarfélög. Það hefur verið rætt á síðustu vikum hér í bæjarstjórn að mikilvægt væri að skrifa undir samning sem fyrst og eindregnar óskir um að það verið gert fyrir kosningar. Seinagangur meirihlutans í þessu máli er óskiljanlegur og vekur furðu. Þessi vinnubrögð vekja grunsemdir um að Sjálfstæðisflokkurinn dragi lappirnar í þessu mikilvæga máli sem loksins virðist í höfn.
Eftir hverju er Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi að bíða?
Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir
sign sign
Til máls tóku: SH, JG, ÁH, GHB og ÞS. -
Erindi frá fulltrúum NESLISTANS í bæjarstjórn Seltjarnarness:
Fulltrúar Neslistans óska eftir upplýsingum um hve margir starfsmenn bæjarins hafi hlotið styrki til náms eða námskeiða sem nema hærri fjárhæð en 200.000 á síðasta kjörtímabili þ.e. 2006 – 2010.
Komið hefur í ljós að starfsmaður hefur hlotið styrki til náms í hefðbundnu skólakerfi sem nema tæplega tveimur milljónum króna á kjörtímabilinu. Var erindi starfsmannsins um styrk til símenntunar og starfsþróunar sent til skólanefndar í apríl 2008 og sótt um styrk vegna skólagjalda árin 2008 og 2009. Ekki kemur fram í umsókninni hvaða fjárhæð er sótt um. Skólanefnd afgreiðir erindið fyrir sitt leyti á fundi sínum hinn 16. apríl 2008 og samþykkir erindið. Ekki kemur fram í bókun skólanefndar hvaða upphæð hún er að samþykkja.
Í endurskoðunarskýrslu KPMG er bent á þá staðreynd að starfsmaður bæjarfélagsins er sjálfur að samþykkja reikninga vegna greiðslna til sín. Hér um að ræða þrjá reikninga (af fimm) vegna umrædds náms. Slíkt er auðvitað alveg ótækt og ekki í neinu samræmi við reglur um eðlilegt innra eftirlit með fjármunum bæjarfélagsins.
Þá hefur því verið haldið fram af meirihlutanum að umrædd afgreiðsla sé hefðbundin innan bæjarfélagsins og að margir starfsmenn hafi verið þess aðnjótandi að fá slíka fyrirgreiðslu/styrki hjá bæjarfélaginu. Fulltrúum Neslistans í bæjarstjórn þykir sú skýring ekki trúverðug og óska eftir gögnum sem styðja þá fullyrðingu.
Óskað er eftir umræddum upplýsingum eigi síðar en á næsta bæjarstjórnafundi
9. júní 2010.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir
sign sign
Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi var slitið kl. 18:05