Fara í efni

Bæjarstjórn

09. júní 2010

Miðvikudaginn 9. júní 2010 kl. 17:15 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB), Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

  1. Lagt var fram bréf Yfirkjörstjórnar Seltjarnarness um úrslit Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010.

    Á kjörskrá voru 3.272, þar af 1.594 karlar og 1.678 konur. Atkvæði greiddu 2.432 eða 74,33%. Auðir seðlar voru 148 og ógildir voru 17.

    Niðurstöður kosninganna urðu sem hér segir:

    B-listi Framsóknar og óháðra fékk 148 greidd atkvæði og engan mann kjörinn.

    D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 1.319 greidd atkvæði og 5 menn kjörna.

    N-listi Neslistans fékk 355 greidd atkvæði og 1 mann kjörinn.

    S-listi Samfylkingar fékk 445 greidd atkvæðu og 1 mann kjörinn.

    Af D-lista voru kjörin: Varamenn, í þessari röð:

    Ásgerður Halldórsdóttir Björg Fenger

    Guðmundur Magnússon Ragnar Jónsson

    Sigrún Edda Jónsdóttir Katrín Pálsdóttir

    Lárus B. Lárusson Andri Sigfússon

    Bjarni Torfi Álfþórsson Margrét Pálsdóttir

    Af N-lista var kjörinn: Varamaður er:

    Árni Einarsson Brynjúlfur Halldórsson

    Af S-lista var kjörin: Varamaður er:

    Margrét Lind Ólafsdóttir Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir

  2. Lögð var fram fundargerð 426. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. júní 2010 sem var í 10 liðum.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  3. Lögð var fram fundargerð 146. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. júní 2010 sem var í 3 liðum.

    Til máls tóku: SH, LBL, ÞS.

    LBL vék af fundi undir lið 1a.

    Liður 1a.

    “Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykktar Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 4. júní s.l. samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Bakkahverfis ásamt tillögu að svörum við athugasemdum og vísar tillögunni til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.”

  4. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum D-lista en 2 fulltrúar N- listans sátu hjá.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
    „Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness geta ekki samþykkt deiliskipulag Bakkahverfis og svör til íbúa, vegna lóðanna Unnarbraut 19, Valhúsabraut 19 og Melabraut 20 og vísa í bókun Stefáns Bergmann í skipulags og mannvirkjanefnd.”

    Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir
                 sign                                       sign

    Liður 1b var samþykktur samhljóða.
    Liður 2b var samþykktur samhljóða.
    Liður 3c. Samþykkt að vísa málinu aftur til Skipulagsnefndar.
    Liður 3d. Eftirtaldir tóku til máls ÞS, LBL, GHB, SH og SEJ.
    Tillögu um breytingu á götuheiti var samhljóða hafnað af bæjarstjórn.
    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 89. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 30. mars 2010 sem var í 8 liðum.
    Til máls tóku: SH, ÁH og ÞS.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 3. fundar ársins 2010 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 18. maí 2010 og var hún í 5 liðum.
    Til máls tók: ÞS.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Strætó bs, 140. fundar dagsett 20. maí 2010 sem var í 1 lið, 141. fundar dagsett 28. maí 2010 sem var í 5 liðum og 142. fundar dagsett 3. júní 2010 sem var í 1 lið.

    Til máls tók: SEJ.

    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 274. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 21. maí 2010 og var hún í 6 liðum.

    Til máls tók: ÞS.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  9. Erindi og tillögur:

    1. Lögð voru fram drög að breytingum á „Samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar nr 508/2002 með breytingum nr 682/2006“.

      Til máls tóku: SH, ÞS, GHB, SEJ, ÁH og LBL.

      Bæjarstjórn vísar drögunum til áframhaldandi vinnu nýrrar bæjarstjórnar til frekari vinnslu og ákvarðana.

    2. Lögð voru fram svör við fyrirspurn 16. liðar 716. fundar bæjarstjórnar, varðandi styrkveitingar til bæjarstarfsmanna á kjörtímabilinu 2006-2010.

      Til máls tóku: SH, JG, SEJ, ÁH og GHB.

    3. Lögð voru fram drög að eineltisáætlun Seltjarnarnesbæjar.

      Samþykkt að vísa áætluninni til nýrrar bæjarstjórnar.

    4. Lagt var fram bréf ásamt umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dagsett 19. maí 2010 vegna tillögu að kattasamþykkt fyrir Seltjarnarnes, ásamt drögunum sem eru í 16 liðum.

      Til máls tóku: ÞS og SH.

      Samþykkt að vísa málinu til nýrrar bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    5. Lagt var fram afrit af bréfi frá ADVEL lögfræðiþjónustu til ERGO lögmanna vegna bréfs til bæjarstjórnar Seltjarnarnes sem lagt var fram undir lið 13a á 716. fundi bæjarstjórnar.

Forseti bæjarstjórnar og fyrrverandi bæjarstjóri, Jónmundur Guðmarsson sem nú yfirgefur bæjarstjórn, þakkaði bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf á liðnum árum og óskaði öllum gæfu og velgengis, bæði þeim sem áfram verða við stjórn bæjarins og þeim fulltrúum sem hverfa á brautu í önnur verkefni.

Þór Sigurgeirsson lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ég vil þakka bæjarfulltrúum og starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar samstarfið á kjörtímabilinu. Ég óska komandi bæjarstjórn og bæjarbúum öllum velfarnaðar í framtíðinni.“

Þór Sigurgeirsson

sign

Sunneva Hafsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ágætu bæjarfulltrúar, ég vil á þessum tímamótum fá að þakka fyrir mig. Ég þakka öllum bæjarfulltrúum fyrir samstarfið síðustu 12 árin sem var oftast ánægjulegt en stundum erfitt.

Stefáni Bjarnasyni fundarritara bæjarstjórnar og öllum starfsmönnum bæjarskrifstofu sem ég hef kynnst á þessum árum þakka ég sérstaklega samstarfið. Öllum öðrum starfsmönnum bæjarins sem ég hef kynnst í starfi mínu sem bæjarfulltrúi og fulltrúi í nefndum þakka ég ánægjulegt samstarf.

Ég þakka bæjarbúum fyrir samfylgdina og traustið sem þeir hafa sýnt mér í störfum mínum. Það að fá tækifæri til að starfa í bæjarstjórn og nefndum Seltjarnarnesbæjar þar sem ég hef fengið tækifæri til að vinna að ýmsum brýnum málum hefur verið gefandi, þroskandi og skemmtileg reynsla sem ég hefði ekki viljað vera án. Það er von mín að nýir og breyttir tímar í þjóðfélaginu kalli fram ný vinnubrögð í bæjarstjórn Seltjarnarness á næsta kjörtímabili þar sem kraftar og hæfileikar allra eru nýttir.

Ég hverf afar sátt frá störfum mínum í bæjarstjórn og nefndum bæjarins og óska ég nýrri bæjarstjórn sem tekur við stjórn bæjarfélagsins á erfiðum tímum farsældar í störfum sínum. “

Sunneva Hafsteinsdóttir

sign

Lárus B Lárusson og Sigrún Edda Jónsdóttir þökkuðu fráfarandi bæjarfulltrúum fyrir ánægjulegt og gott samstarf á undanförnum árum og þökkuðu þeim fyrir þeirra framlag í þágu íbúa Seltjarnarness og óskuðu þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Ásgerður Halldórsdóttir þakkaði fráfarandi bæjarstjórn samstarfið á liðnu kjörtímabili og óskaði þeim alls velfarnaðar, og hlakka til að takast á við verkefni bæjarins með nýrri bæjarstjórn.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir þakkaði fyrir lærdómsríkt og ánægjulegt samstarf og óskaði fundarmönnum velfarnaðar.

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 18:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?