Fara í efni

Bæjarstjórn

22. september 2010

Miðvikudaginn 22. september 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram fundargerð 363. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 9. september 2010 sem var í 8 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  2. Lögð var fram fundargerð 103. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 15. september 2010 sem var í 9 liðum.

    Til máls tóku: ÁE, ÁH,

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 353. fundar stjórnar SSH, dagsett 6. september 2010 sem var í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 94. fundar stjórnar SHS, dagsett 17. september 2010.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lagðar voru fram fundargerðir Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness fyrir árin 2008, 2009 og 2010.

    Fundargerðir gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  6. Erindi og tillögur:

    1. Lagðar voru fram starfsreglur fyrir Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu. 2010010019.

      Til máls tóku: ÁH, ÁE

      Erindið vísað til Skipulagsnefndar til umsagnar.

    2. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 10. September 2010 v/nýrrar skipulagsreglugerðar. 2010090054.

      Til máls tók: ÁH,

      Erindið vísað til Skipulagsnefndar til umsagnar.

    3. Fundur Bæjarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis. 2010090045.

      Til máls tók: ÁH

    4. Lagt fram bréf frá Velferðarvaktinni-ályktun í upphafi skólastarfs. 2010090021.

      Til máls tók: ÁH

      Erindinu vísað til Skólanefndar og Félagsmálanefndar.

    5. Lagt var fram bréf, Nýtt skipurit Seltjarnarness. Beiðni um svör.

      Til máls tók: ÁH,

      Bæjarstjóra falið að svara bréfinu.

Fundi var slitið kl. 17:08

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?