Fara í efni

Bæjarstjórn

27. október 2010

Miðvikudaginn 27. október 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram fundargerð 432. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 22. október 2010 og var hún í 18 liðum.

  2. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lögð var fram í annað sinn fundargerð 150. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 12. október 2010, og teknir til afgreiðslu þeir liðir sem var frestað á síðasta fundi bæjarstjórnar.
    Til máls tók: ÁH.
    Fundargerðin var afgreidd með eftirfarandi hætti:
    Mál 2010030045 Nesvegur 107, framkvæmdir í fjöru – Samþykkt samhljóða.
    Mál 2010080039 Suðurmýri 58, frágangur á byggingastað – Samþykkt samhljóða.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar voru afgreiddir á fyrri fundi bæjarstjórnar eða gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 229. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 5. október 2010, og var hún í 9 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 5. fundar ársins 2010 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 12. október 2010, og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 238. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 19. janúar 2010, og var hún í 19 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lögð var fram fundargerð 308. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 4. október 2010, og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 354. fundar stjórnar SSH, dagsett 11. október 2010, og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  9. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 777. fundar dagsett 22. september 2010 sem var í 1 lið, 778. fundar dagsett 29. september 2010 sem var í 15 liðum, 779. fundar dagsett 13. október 2010 sem var í 8 liðum.

    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  10. Erindi og tillögur:

    1. Lögð var fram, frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, tillaga að kattasamþykkt fyrir Seltjarnarnes ásamt umsögn og drögum að samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi.

      Til máls tóku: ÁH og GM.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

      Fundi var slitið kl. 17:13

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?