Fara í efni

Bæjarstjórn

02. desember 2010

Miðvikudaginn 1. desember 2010 kl. 17:10 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram til fyrri umræðu Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011.

    Til máls tóku: Allir bæjarstjórnarfulltrúar.

    Bæjarstjóri óskaði eftir að seinni umræða fjárhagsáætlunar ársins 2011 verði tekin fyrir mánudaginn 6. desember.

    Samþykkt samhljóða að vísa Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2011 til síðari umræðu, mánudaginn 6. desember.

  2. Lögð var fram fundargerð 234. (57.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. nóvember 2010 sem var vinnufundur.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 352. (2.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 22. nóvember 2010 og var hún í 14 liðum.

    Til máls tóku: LBL, ÁE, LBL og GM.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 92. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 4. nóvember 2010, og var hún í 3 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 12. fundar starfshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi, dagsett 9. nóvember 2010.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 6. fundar ársins 2010 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 23. nóvember 2010, og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar STRÆTÓ bs., 149. fundar dagsett 8. nóvember 2010 sem var í 3 liðum og 150. fundar dagsett 19. nóvember 2010 sem var í 3 liðum
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 280. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 22. nóvember 2010 og var hún í 3 liðum. Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 96. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 19. nóvember 2010 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  10. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga, 780. fundar dagsett 29. október 2010 sem var í 29 liðum og 781. fundar dagsett 10. nóvember 2010 sem var í 2 liðum.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  11. Erindi og tillögur:

  12. a. Lagt var fram bréf frá Lögfræðistofunni ERGO, varðandi málefni ÓM. Málsnúmer 2009100068.

    Bréfinu vísað til lögmanns bæjarins.

    b. Lagt var fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 16. nóvember 2010, varðandi málefni ÓM. Málsnúmer 2010110020.

    Vísað til lögmanns bæjarins.

    Fundi var slitið kl. 17:40

     

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?