Fara í efni

Bæjarstjórn

09. febrúar 2011

Miðvikudaginn 9. febrúar 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Ragnar Jónsson (RJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Katrín Pálsdóttir (KP), Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB) sem mætti undir 2. lið fundarins.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram, til fyrri umræðu, þriggja ára fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2012-2014.

    Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til seinni umræðu þann 23. febrúar 2011.

  2. Lögð var fram fundargerð 154. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. janúar 2011 og var hún í 16 liðum.

    Til máls tók: ÁH.

    Fundargerðin var afgreidd með eftirfarandi hætti:
    Mál 2010020088 Sævargarðar 14 – Samþykkt.

    Mál 2010120012 Bygggarðar 5 – Samþykkt
    Mál 2010040028 Lindarbraut 2a – Samþykkt.
    Mál 2009060016 Kirkjubraut 3 – Samþykkt.
    Mál 2011010060 Valhúsabraut 17 – Samþykkt.

    Mál 2010080039 Suðurmýri 58 – Samþykkt.

    Mál 2011010056 Nágrannavarsla – Samþykkt.

    Mál 2010120070 Gatnagerðagjöld, gjaldskrárbreyting – Samþykkt.

    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 236. (59.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. janúar 2011 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 282. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 24. janúar 2011 og var hún í 8 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 97. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 21. janúar 2011 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 783. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. janúar 2011 og var hún í 40 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Erindi og tillögur:

    1. Lagt var fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 14. janúar 2011, um niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk utan skóla 2009.

      Til máls tók: ÁH.

    2. Lögð var fram Öryggisstefna fyrir Bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

      Til máls tóku: ÁH og ÁE.

    3. Lagt var fram bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 21. janúar 2011 ásamt gjaldskrá í 8 greinum.

      Til máls tók: ÁH.

      Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

    4. Lagt var fram bréf frá Siglingastofnun Íslands, dagsett 27. janúar 2011, vegna greiðslu kostnaðar við viðhald merkinga á siglingaleiðum á Skerjafirði.

      Til máls tóku: ÁH, ÁE og GM.

      Bæjarstjórn tilnefnir Stefán Eirík Stefánsson sem fulltrúa Seltjarnarnesbæjar á fund um málið.

    5. Inga Hersteinsdóttir hefur beðist lausnar sem aðalmaður í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis en verður þess í stað varamaður í nefndinni. Aðalmaður í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis er kjörinn Haraldur Eyvinds Þrastarson Selbraut 34.

      Til máls tók: ÁH.

      Samþykkt samhljóða.

    6. Lagt var fram svar til Starfsmannafélags Seltjarnarness, vegna bréfs á 728. fundi bæjarstjórnar lið 12g, varðandi málefni Ó.M..

    7. Lagt var fram bréf fram Vegagerðinni, dagsett 26. janúar 2011, varðandi breytingar á viðhalds og þjónustusamningum (þéttbýlissamningar) 2011.

      Til máls tók: ÁH.

    8. Lögð voru fram drög að Innkaupareglum Seltjarnarness í 26 greinum.

      Til máls tóku: ÁH, ÁE, GM og LBL.

      ÁE lagði fram tillögu um að bætt verði við eftirtöldum lið í innkaupareglurnar:

      Reglum þessum er ætlað að stuðla að vistvænum innkaupum Seltjarnarnesbæjar.

      Tillagan samþykkt en afgreiðslu á Innkaupareglunum frestað til næsta fundar.

    9. Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis til Alheimsins ehf Sefgörðm 3.

      Til máls tóku: ÁH, ÁE og LBL.

      Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins, með fyrirvara um samþykki slökkviliðs, heilbrigðisfulltrúa og byggingafulltrúa.

Fundi var slitið kl. 17:26

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?