Fara í efni

Bæjarstjórn

08. júní 2011

Miðvikudaginn 8. júní 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM) Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Ragnar Jónsson (RJ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði fundi í 1. lið fundarins en nýkjörinn forseti Sigrún Edda Jónsdóttir tók síðan við stjórn.

  1. Kjörin voru forseti og varaforsetar bæjarstjórnar Seltjarnarness til eins árs, skv. 15. gr. bæjarmálasamþykktar Seltjarnarness og sbr við 2. mgr. 14. gr. Sveitarstjórnarlaga nr 45/1998.
    Eftirtalin voru kjörin með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en fulltrúar Neslista og Samfylkingar sátu hjá:
    Forseti bæjarstjórnar kjörin Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84
    1. varaforseti kjörinn Lárus B. Lárusson, Lindarbraut 8.
    2. varaforseti kjörinn Bjarni Torfi Álfþórsson, Barðaströnd 41.

    Fráfarandi forseti þakkað fyrir gott samstarf á liðnu ári.

    Nýkjörin forseti Sigrún Edda Jónsdóttir tók við fundarstjórn og þakkaði traustið og fráfarandi forseta fyrir hans störf á liðnu ári.

  2. Lögð var fram fundargerð 368. fundar félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 26. maí 2011 og var hún í 6 liðum.

    Til máls tóku: ÁH, ÁE, MLÓ og RJ.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 286. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 30. maí 2011 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 101. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dagsett 20. maí 2011 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 787. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. maí 2011 og var hún í 25 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Erindi og tillögur:

    1. Lögð voru fram drög að samkomulagi um leikskóladvöl barna, sem flytjast á milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.

      Til máls tóku: ÁH, ÁE og SEJ.

      Samþykkt samhljóða.

      Fundi var slitið kl. 17:12

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?