Miðvikudaginn 29. júní 2011 kl. 07:45 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.
-
160. fundur Skipulagsnefndar, dags. 28/06/11.
Skólabraut 2 – nýir kvistir (2011050015). Umsókn Önnu Sigríðar Arnardóttur um leyfi til þess að reisa nýja kvisti á austur- og norðurhlið þaks, skv. uppdráttum Einrúm arkitekta dags. 2.3.2011, br. 9.6.2011.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu að fengnu skriflegu samþykki meðeigenda hússins. Sýna skal götumynd.
Samþykkt samhljóða.
Sólbraut 10 – breytingar inni. (2011060018). Umsókn Sighvats Bjarnasonar og Ragnhildar Gottskálksdóttur um leyfi til stækkunar anddyris, breytinga innanhúss, leyfi fyrir áðurgerðu grindverki á lóðamörkum og heitum potti, skv. uppdráttum Helga Hafliðasonar arkitekts faí, dags. 6.6.2011.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu að fengnu skriflegu samþykki aðliggjandi lóðarhafa Selbrautar 11 og Sólbrautar 12 vegna grindverks á lóðamörkum..
Samþykkt samhljóða.
Unnarbraut 9 – viðbygging. (20110300559). Umsókn Guðmundar Kristjánssonar um leyfi til þess að reisa 31,2 m2 viðbyggingu skv. uppdráttum Úti & inni arkitekta, dags. 17.5.2011.
Samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Skólabraut 10 – reyndarteikningar (2011050038). Umsókn Hjálpræðishersins á Íslandi um áðurgerðar breytingar skv. uppdráttum Hjörleifs Stefánssonar, dags. apríl 2011.
Samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Selbraut 4 – fyrirspurn um garðskála á svölum. (2011060056) Fyrirspurn Friðgeirs Sigðurðssonar um leyfi til þess að reisa glerskála á svölum skv. uppdráttum Gunnars Óskarssonar, dags. 17.5.2011
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina. Gæta skal samræmis við glerskála á Selbraut 2.
Samþykkt samhljóða.
Skipulagsmál
Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi – önnur auglýsing. (2011020029) Svör við athugasemdum hagsmunaaðila.
Samþykkt
Samþykkt samhljóða.
Lindarbraut 13a - umsókn um rekstrarleyfi (2011050004) Umsókn Guðveigar Nönnu Guðjónsdóttur til Lögreglustjóra um leyfi til reksturs gististaðar í fl. II (íbúðir). Leyfisveitandi hefur óskað eftir staðfestingu bæjarstjórnar. Byggingarfulltrúi hefur staðfest að starfsemin er í samræmi við byggingaleyfi og skipulagsskilmála. Aðalskipulag leyfir slíka starfssemi sem sótt er um. Lokaúttekt hefur farið fram.
Samþykkt.
Til máls tóku:
Fundi var slitið kl. 07:55